Fótbolti

Griezmann: Fer ekki neitt nema Simeone fari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Simeone og Griezmann eru mjög nánir.
Simeone og Griezmann eru mjög nánir. vísir/getty
Franski framherjinn Antoine Griezmann hefur engan áhuga á að yfirgefa Atlético Madrid. Raunar er bara eitt hann gæti fengið hann til að fara frá félaginu og það er ef knattspyrnustjórinn Diego Simeone stígur frá borði.

Þrátt fyrir að vera orðaður við hin ýmsu félög, þ.á.m. Paris Saint-Germain, skrifaði Griezmann undir nýjan fimm ára samning við Atlético Madrid í júní.

„Það eina sem gæti fengið mig til að íhuga stöðu mína er ef Simeone fer til PSG eða eitthvað slíkt,“ sagði Griezmann sem skoraði 32 mörk fyrir Atlético Madrid á síðasta tímabili.

„Ég hringdi í hann áður en ég skrifaði undir samninginn og hann staðfesti við mig að hann væri ekki á förum. Ég get lært mikið af honum.

„Það er ekki á stefnuskránni að fara til PSG. Ég er ánægður á Spáni,“ bætti Griezmann við.

Framherjinn snjalli er á sínum stað í franska landsliðinu sem mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM 2018 á þriðjudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×