Jóhann Berg: Skrítið að spila án áhorfenda Arnar Björnsson í Kænugarði skrifar 5. september 2016 10:45 Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. „Það er alltaf gaman að hitta strákana, við erum orðnir svo miklir vinir að maður bíður spenntur eftir því að hitta þá. Það er alltaf gaman hjá okkur og maður kvartar ekki,“ segir Jóhann léttur en hvernig verður það fyrir ykkur að spila á þessum stóra velli án áhorfenda? „Það verður skrítið og maður veit ekki hvort það hjálpar okkur en þetta verður væntanlega jafn leikur. Fyrstu mínúturnar verða kannski svolítið skrítnar af því að það verða engir áhorfendur á vellinum. Maður þarf að passa sig að gíra sig almennilega upp í þennan leik. Það gerist allt inni í klefa fyrir leik, við fáum ekkert pepp frá áhorfendum.“ Íslendingar eru í 23. sæti á FIFA-listanum en Úkraínumenn í 30. sæti. Er nokkurt vanmat í gangi? „Þeir eru með frábært lið og með góða leikmenn, við getum ekkert farið í þennan leik og haldið að af því að við fórum lengri á EM að við getum unnið þennan leik. Fótboltinn virkar bara ekki þannig, því miður. Við þurfum allir að mæta 100 prósent í þennan leik til að ná í góð úrslit. Við höfum ekki efni á því að vanmeta einhver lið þrátt fyrir að við höfum gert góða hluti á EM í sumar.“ Jóhann Berg skipti í sumar yfir í Burnley sem spilar í ensku úrvalsdeildinni og er ánægður með vistaskiptin. „Ég hef ekki byrjað inná í leikjum á leiktíðinni en það fer að koma að því. Ég hef fengið að spila þó nokkuð en það eru bara þrír leikir búnir og margir eftir og ég er sallarólegur.“ Þrátt fyrir að Jóhann hafi staðið sig vel með Charlton á síðustu leiktíð þá gékk liðinu illa. „Það er auðvitað miklu skemmtilegra að vera í úrvalsdeildinni. Þetta er stærsta deild í heimi og þar viltu spila.“ Jóhann Berg segir að fyrsta markmið Burnley sé að halda sætinu í deildinni. Liðið var í deildinni fyrir tveimur leiktíðum og var nálægt því að halda sér uppi. Telurðu það raunhæft að Burnley haldi sér í úrvalsdeildinni? „Já, að sjálfsögðu held ég það,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. „Það er alltaf gaman að hitta strákana, við erum orðnir svo miklir vinir að maður bíður spenntur eftir því að hitta þá. Það er alltaf gaman hjá okkur og maður kvartar ekki,“ segir Jóhann léttur en hvernig verður það fyrir ykkur að spila á þessum stóra velli án áhorfenda? „Það verður skrítið og maður veit ekki hvort það hjálpar okkur en þetta verður væntanlega jafn leikur. Fyrstu mínúturnar verða kannski svolítið skrítnar af því að það verða engir áhorfendur á vellinum. Maður þarf að passa sig að gíra sig almennilega upp í þennan leik. Það gerist allt inni í klefa fyrir leik, við fáum ekkert pepp frá áhorfendum.“ Íslendingar eru í 23. sæti á FIFA-listanum en Úkraínumenn í 30. sæti. Er nokkurt vanmat í gangi? „Þeir eru með frábært lið og með góða leikmenn, við getum ekkert farið í þennan leik og haldið að af því að við fórum lengri á EM að við getum unnið þennan leik. Fótboltinn virkar bara ekki þannig, því miður. Við þurfum allir að mæta 100 prósent í þennan leik til að ná í góð úrslit. Við höfum ekki efni á því að vanmeta einhver lið þrátt fyrir að við höfum gert góða hluti á EM í sumar.“ Jóhann Berg skipti í sumar yfir í Burnley sem spilar í ensku úrvalsdeildinni og er ánægður með vistaskiptin. „Ég hef ekki byrjað inná í leikjum á leiktíðinni en það fer að koma að því. Ég hef fengið að spila þó nokkuð en það eru bara þrír leikir búnir og margir eftir og ég er sallarólegur.“ Þrátt fyrir að Jóhann hafi staðið sig vel með Charlton á síðustu leiktíð þá gékk liðinu illa. „Það er auðvitað miklu skemmtilegra að vera í úrvalsdeildinni. Þetta er stærsta deild í heimi og þar viltu spila.“ Jóhann Berg segir að fyrsta markmið Burnley sé að halda sætinu í deildinni. Liðið var í deildinni fyrir tveimur leiktíðum og var nálægt því að halda sér uppi. Telurðu það raunhæft að Burnley haldi sér í úrvalsdeildinni? „Já, að sjálfsögðu held ég það,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sjá meira