Eva Laufey gefur út bók með uppáhalds kökuuppskriftunum: Uppskrift að „mömmudraumi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. september 2016 11:30 Eva Laufey er einn þekktasti sjónvarpskokkur landsins. vísir Í næsta mánuði kemur út glæný kökubók frá sjónvarpskokkinum Evu Laufey Kjaran Hermannsdóttur en í henni verða um áttatíu uppskriftir af uppáhalds kökum Evu. Þar má skoða uppskriftir af Bollakökum, súkkulaðikökum, marengskökum og tilefniskökum eins og brúðartertur og fleira. Allar kökurnar saman komnar í eina bók. Það var Karl Petersson sem tók myndirnar sem eru í bókinni en núna er verið að leggja lokahöndina á hana. Sérstök forsala á bókinni hófst á föstudaginn en þá gefst fólki tækifæri til þess að tryggja sér eintak á mjög góðu verði en sérstakur afsláttur er á bókinni meðan á forsölu stendur.Hér er hægt að kaupa eintak af bókinni á forsöluverði. Hér að neðan er uppskrift að ljúffengri köku sem allir ættu að prófa:Mömmudraumur150 g sykur150 g púðursykur130 g smjör2 egg260 g hveiti1 tsk matarsódi1,5 tsk lyftiduftsalt á hnífsoddi50 g kakó2 dl mjólkAðferð:Þeytið sykur og smjör þar til blandan verður létt og ljós. Bætið eggjum saman við, einu í einu. Blandið þurrefnum út í deigið ásamt mjólkinni. Skiptið deiginu niður í tvö smurð hringlaga form og bakið við 180°C í 20 – 25 mínútur.Súkkulaðikrem 500 g flórsykur 60 g kakó 1 egg 80 g smjör 1 tsk vanilla (extract eða dropar) 4 msk sterkt uppáhellt kaffiAðferð:Bræðið smjör við vægan hita Blandið öllu saman í hrærivélaskál og þeytið þar til kremið verður silkimjúkt og fallegt. Það er mjög mikilvægt að kæla kökubotnanna áður en þið smyrjið kreminu á milli botnanna og yfir alla kökuna. Skreytið gjarnan með kökuskrauti eða ferskum berjum. Eva Laufey Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið
Í næsta mánuði kemur út glæný kökubók frá sjónvarpskokkinum Evu Laufey Kjaran Hermannsdóttur en í henni verða um áttatíu uppskriftir af uppáhalds kökum Evu. Þar má skoða uppskriftir af Bollakökum, súkkulaðikökum, marengskökum og tilefniskökum eins og brúðartertur og fleira. Allar kökurnar saman komnar í eina bók. Það var Karl Petersson sem tók myndirnar sem eru í bókinni en núna er verið að leggja lokahöndina á hana. Sérstök forsala á bókinni hófst á föstudaginn en þá gefst fólki tækifæri til þess að tryggja sér eintak á mjög góðu verði en sérstakur afsláttur er á bókinni meðan á forsölu stendur.Hér er hægt að kaupa eintak af bókinni á forsöluverði. Hér að neðan er uppskrift að ljúffengri köku sem allir ættu að prófa:Mömmudraumur150 g sykur150 g púðursykur130 g smjör2 egg260 g hveiti1 tsk matarsódi1,5 tsk lyftiduftsalt á hnífsoddi50 g kakó2 dl mjólkAðferð:Þeytið sykur og smjör þar til blandan verður létt og ljós. Bætið eggjum saman við, einu í einu. Blandið þurrefnum út í deigið ásamt mjólkinni. Skiptið deiginu niður í tvö smurð hringlaga form og bakið við 180°C í 20 – 25 mínútur.Súkkulaðikrem 500 g flórsykur 60 g kakó 1 egg 80 g smjör 1 tsk vanilla (extract eða dropar) 4 msk sterkt uppáhellt kaffiAðferð:Bræðið smjör við vægan hita Blandið öllu saman í hrærivélaskál og þeytið þar til kremið verður silkimjúkt og fallegt. Það er mjög mikilvægt að kæla kökubotnanna áður en þið smyrjið kreminu á milli botnanna og yfir alla kökuna. Skreytið gjarnan með kökuskrauti eða ferskum berjum.
Eva Laufey Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið