Rofinn samfélagssáttmáli Bolli Héðinsson skrifar 6. september 2016 07:00 Umræðan um að þjóðin fái eðlilegt endurgjald fyrir afnot útgerðarmanna af fiskveiðiauðlindinni virðist oftar en ekki verða til þess að endurvekja leikþáttinn „einn voða vitlaus“. Þessi leikþáttur fer alltaf í gang hjá útgerðarmönnum og ekki síður stjórnmálamönnum þegar þjóðin vitjar réttar síns. – Hjá stjórnmálamönnum birtist hann yfirleitt í því að „kvótinn safnist á fárra hendur“ vitandi vits að það eru lög í landinu sem hindra það. Eða þá að nýliðun verði erfiðari með útboðsleið sem tryggir árlegt útboð á t.d. 10% kvótans frekar en kvótakaupum nýliða á uppsprengdu verði eins og nú tíðkast. Hjá útgerðarmönnum lýsir leikþátturinn sér aðallega í yfirlýsingum um að „ekki dugi að bjóða út allan kvótann árlega“ á meðan enginn hefur talað fyrir því heldur verði það a.m.k. til fimm eða tíu ára í senn. Eða þá hvað þjóðin eigi að vera þakklát fyrir að útgerðir greiði skatt eins og önnur fyrirtæki í landinu. Auðvitað er það sorglegt að horfa upp á vel gefna einstaklinga bregða sér í hlutverkið „einn voða vitlaus“ þegar þessir sömu einstaklingar hafa sýnt með dugnaði sínum, útsjónarsemi og aðganginum að fiskimiðunum þá hafa þeir náð að skapa sér gróða sem nemur milljörðum á milljarða ofan ár eftir ár.Aflaheimildir eru aðföng; – útgjöld en ekki skattur Vert er að hafa í huga að aflaheimildirnar sem þjóðin úthlutar árlega verður að líta á eins og hver önnur aðföng í rekstri útgerða, eins og t.d. olíu eða veiðarfæri. Þess vegna hafa tekjurnar sem þjóðinni ber af þessari eign sinni ekkert með skatta að gera heldur eru eingöngu það afgjald sem þjóðinni ber af afnotum eignar hennar. Til frekari skýringa má hugsa sér að þegar fiskiskip fer til veiða þá tekur það olíu. Olíufélagið sem seldi því olíuna spurði ekki útgerðina áður hvernig gengi, hvort útgerðin væri aflögufær og léti svo verð olíunnar ráðast af því. Olíuverðið ræðst einfaldlega á markaði. Sama hlýtur að gilda um fiskveiðiheimildirnar sem þjóðin leigir útgerðunum, þjóðin á ekki að spyrja útgerðirnar hvort þær séu aflögufærar til að greiða eitthvað fyrir þær. Verð aflaheimildanna hlýtur að ráðast af eftirspurn þeirra sem vilja fá að færa sér aflaheimildirnar í nyt, en ekki afkomu einstakra útgerða. Stjórnmálamenn sem eru andsnúnir útboði aflaheimilda hafa viðurkennt að með því að bjóða út aflaheimildir þá væri hægt að fá hæst verð fyrir þær og þar með væri þjóðin að fá mest fyrir sinn snúð. Samt sem áður vilja þeir ekki fara þá leið. Nei, þeir vilja sjálfir fá að hygla einstökum útgerðum af því að þær eru staðsettar þar sem þeim líkar eða hafa eitthvað annað til að bera sem þeim einum er þóknanlegt. – Hvers vegna á iðnverkakona í Fellahverfi að sætta sig við að hennar hluti fiskveiðiheimilda skuli ekki boðinn hæstbjóðanda sem gæti orðið til þess að öldruð móðir hennar kæmist á hjúkrunarheimili, af því að einhverjum þingmönnum finnst að útgerðarmenn, sem eru í náðinni hjá þeim, eigi að sleppa við að greiða fullt gjald? Um þetta snýst viðfangsefnið um úthlutun aflaheimilda.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Umræðan um að þjóðin fái eðlilegt endurgjald fyrir afnot útgerðarmanna af fiskveiðiauðlindinni virðist oftar en ekki verða til þess að endurvekja leikþáttinn „einn voða vitlaus“. Þessi leikþáttur fer alltaf í gang hjá útgerðarmönnum og ekki síður stjórnmálamönnum þegar þjóðin vitjar réttar síns. – Hjá stjórnmálamönnum birtist hann yfirleitt í því að „kvótinn safnist á fárra hendur“ vitandi vits að það eru lög í landinu sem hindra það. Eða þá að nýliðun verði erfiðari með útboðsleið sem tryggir árlegt útboð á t.d. 10% kvótans frekar en kvótakaupum nýliða á uppsprengdu verði eins og nú tíðkast. Hjá útgerðarmönnum lýsir leikþátturinn sér aðallega í yfirlýsingum um að „ekki dugi að bjóða út allan kvótann árlega“ á meðan enginn hefur talað fyrir því heldur verði það a.m.k. til fimm eða tíu ára í senn. Eða þá hvað þjóðin eigi að vera þakklát fyrir að útgerðir greiði skatt eins og önnur fyrirtæki í landinu. Auðvitað er það sorglegt að horfa upp á vel gefna einstaklinga bregða sér í hlutverkið „einn voða vitlaus“ þegar þessir sömu einstaklingar hafa sýnt með dugnaði sínum, útsjónarsemi og aðganginum að fiskimiðunum þá hafa þeir náð að skapa sér gróða sem nemur milljörðum á milljarða ofan ár eftir ár.Aflaheimildir eru aðföng; – útgjöld en ekki skattur Vert er að hafa í huga að aflaheimildirnar sem þjóðin úthlutar árlega verður að líta á eins og hver önnur aðföng í rekstri útgerða, eins og t.d. olíu eða veiðarfæri. Þess vegna hafa tekjurnar sem þjóðinni ber af þessari eign sinni ekkert með skatta að gera heldur eru eingöngu það afgjald sem þjóðinni ber af afnotum eignar hennar. Til frekari skýringa má hugsa sér að þegar fiskiskip fer til veiða þá tekur það olíu. Olíufélagið sem seldi því olíuna spurði ekki útgerðina áður hvernig gengi, hvort útgerðin væri aflögufær og léti svo verð olíunnar ráðast af því. Olíuverðið ræðst einfaldlega á markaði. Sama hlýtur að gilda um fiskveiðiheimildirnar sem þjóðin leigir útgerðunum, þjóðin á ekki að spyrja útgerðirnar hvort þær séu aflögufærar til að greiða eitthvað fyrir þær. Verð aflaheimildanna hlýtur að ráðast af eftirspurn þeirra sem vilja fá að færa sér aflaheimildirnar í nyt, en ekki afkomu einstakra útgerða. Stjórnmálamenn sem eru andsnúnir útboði aflaheimilda hafa viðurkennt að með því að bjóða út aflaheimildir þá væri hægt að fá hæst verð fyrir þær og þar með væri þjóðin að fá mest fyrir sinn snúð. Samt sem áður vilja þeir ekki fara þá leið. Nei, þeir vilja sjálfir fá að hygla einstökum útgerðum af því að þær eru staðsettar þar sem þeim líkar eða hafa eitthvað annað til að bera sem þeim einum er þóknanlegt. – Hvers vegna á iðnverkakona í Fellahverfi að sætta sig við að hennar hluti fiskveiðiheimilda skuli ekki boðinn hæstbjóðanda sem gæti orðið til þess að öldruð móðir hennar kæmist á hjúkrunarheimili, af því að einhverjum þingmönnum finnst að útgerðarmenn, sem eru í náðinni hjá þeim, eigi að sleppa við að greiða fullt gjald? Um þetta snýst viðfangsefnið um úthlutun aflaheimilda.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun