Rofinn samfélagssáttmáli Bolli Héðinsson skrifar 6. september 2016 07:00 Umræðan um að þjóðin fái eðlilegt endurgjald fyrir afnot útgerðarmanna af fiskveiðiauðlindinni virðist oftar en ekki verða til þess að endurvekja leikþáttinn „einn voða vitlaus“. Þessi leikþáttur fer alltaf í gang hjá útgerðarmönnum og ekki síður stjórnmálamönnum þegar þjóðin vitjar réttar síns. – Hjá stjórnmálamönnum birtist hann yfirleitt í því að „kvótinn safnist á fárra hendur“ vitandi vits að það eru lög í landinu sem hindra það. Eða þá að nýliðun verði erfiðari með útboðsleið sem tryggir árlegt útboð á t.d. 10% kvótans frekar en kvótakaupum nýliða á uppsprengdu verði eins og nú tíðkast. Hjá útgerðarmönnum lýsir leikþátturinn sér aðallega í yfirlýsingum um að „ekki dugi að bjóða út allan kvótann árlega“ á meðan enginn hefur talað fyrir því heldur verði það a.m.k. til fimm eða tíu ára í senn. Eða þá hvað þjóðin eigi að vera þakklát fyrir að útgerðir greiði skatt eins og önnur fyrirtæki í landinu. Auðvitað er það sorglegt að horfa upp á vel gefna einstaklinga bregða sér í hlutverkið „einn voða vitlaus“ þegar þessir sömu einstaklingar hafa sýnt með dugnaði sínum, útsjónarsemi og aðganginum að fiskimiðunum þá hafa þeir náð að skapa sér gróða sem nemur milljörðum á milljarða ofan ár eftir ár.Aflaheimildir eru aðföng; – útgjöld en ekki skattur Vert er að hafa í huga að aflaheimildirnar sem þjóðin úthlutar árlega verður að líta á eins og hver önnur aðföng í rekstri útgerða, eins og t.d. olíu eða veiðarfæri. Þess vegna hafa tekjurnar sem þjóðinni ber af þessari eign sinni ekkert með skatta að gera heldur eru eingöngu það afgjald sem þjóðinni ber af afnotum eignar hennar. Til frekari skýringa má hugsa sér að þegar fiskiskip fer til veiða þá tekur það olíu. Olíufélagið sem seldi því olíuna spurði ekki útgerðina áður hvernig gengi, hvort útgerðin væri aflögufær og léti svo verð olíunnar ráðast af því. Olíuverðið ræðst einfaldlega á markaði. Sama hlýtur að gilda um fiskveiðiheimildirnar sem þjóðin leigir útgerðunum, þjóðin á ekki að spyrja útgerðirnar hvort þær séu aflögufærar til að greiða eitthvað fyrir þær. Verð aflaheimildanna hlýtur að ráðast af eftirspurn þeirra sem vilja fá að færa sér aflaheimildirnar í nyt, en ekki afkomu einstakra útgerða. Stjórnmálamenn sem eru andsnúnir útboði aflaheimilda hafa viðurkennt að með því að bjóða út aflaheimildir þá væri hægt að fá hæst verð fyrir þær og þar með væri þjóðin að fá mest fyrir sinn snúð. Samt sem áður vilja þeir ekki fara þá leið. Nei, þeir vilja sjálfir fá að hygla einstökum útgerðum af því að þær eru staðsettar þar sem þeim líkar eða hafa eitthvað annað til að bera sem þeim einum er þóknanlegt. – Hvers vegna á iðnverkakona í Fellahverfi að sætta sig við að hennar hluti fiskveiðiheimilda skuli ekki boðinn hæstbjóðanda sem gæti orðið til þess að öldruð móðir hennar kæmist á hjúkrunarheimili, af því að einhverjum þingmönnum finnst að útgerðarmenn, sem eru í náðinni hjá þeim, eigi að sleppa við að greiða fullt gjald? Um þetta snýst viðfangsefnið um úthlutun aflaheimilda.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Umræðan um að þjóðin fái eðlilegt endurgjald fyrir afnot útgerðarmanna af fiskveiðiauðlindinni virðist oftar en ekki verða til þess að endurvekja leikþáttinn „einn voða vitlaus“. Þessi leikþáttur fer alltaf í gang hjá útgerðarmönnum og ekki síður stjórnmálamönnum þegar þjóðin vitjar réttar síns. – Hjá stjórnmálamönnum birtist hann yfirleitt í því að „kvótinn safnist á fárra hendur“ vitandi vits að það eru lög í landinu sem hindra það. Eða þá að nýliðun verði erfiðari með útboðsleið sem tryggir árlegt útboð á t.d. 10% kvótans frekar en kvótakaupum nýliða á uppsprengdu verði eins og nú tíðkast. Hjá útgerðarmönnum lýsir leikþátturinn sér aðallega í yfirlýsingum um að „ekki dugi að bjóða út allan kvótann árlega“ á meðan enginn hefur talað fyrir því heldur verði það a.m.k. til fimm eða tíu ára í senn. Eða þá hvað þjóðin eigi að vera þakklát fyrir að útgerðir greiði skatt eins og önnur fyrirtæki í landinu. Auðvitað er það sorglegt að horfa upp á vel gefna einstaklinga bregða sér í hlutverkið „einn voða vitlaus“ þegar þessir sömu einstaklingar hafa sýnt með dugnaði sínum, útsjónarsemi og aðganginum að fiskimiðunum þá hafa þeir náð að skapa sér gróða sem nemur milljörðum á milljarða ofan ár eftir ár.Aflaheimildir eru aðföng; – útgjöld en ekki skattur Vert er að hafa í huga að aflaheimildirnar sem þjóðin úthlutar árlega verður að líta á eins og hver önnur aðföng í rekstri útgerða, eins og t.d. olíu eða veiðarfæri. Þess vegna hafa tekjurnar sem þjóðinni ber af þessari eign sinni ekkert með skatta að gera heldur eru eingöngu það afgjald sem þjóðinni ber af afnotum eignar hennar. Til frekari skýringa má hugsa sér að þegar fiskiskip fer til veiða þá tekur það olíu. Olíufélagið sem seldi því olíuna spurði ekki útgerðina áður hvernig gengi, hvort útgerðin væri aflögufær og léti svo verð olíunnar ráðast af því. Olíuverðið ræðst einfaldlega á markaði. Sama hlýtur að gilda um fiskveiðiheimildirnar sem þjóðin leigir útgerðunum, þjóðin á ekki að spyrja útgerðirnar hvort þær séu aflögufærar til að greiða eitthvað fyrir þær. Verð aflaheimildanna hlýtur að ráðast af eftirspurn þeirra sem vilja fá að færa sér aflaheimildirnar í nyt, en ekki afkomu einstakra útgerða. Stjórnmálamenn sem eru andsnúnir útboði aflaheimilda hafa viðurkennt að með því að bjóða út aflaheimildir þá væri hægt að fá hæst verð fyrir þær og þar með væri þjóðin að fá mest fyrir sinn snúð. Samt sem áður vilja þeir ekki fara þá leið. Nei, þeir vilja sjálfir fá að hygla einstökum útgerðum af því að þær eru staðsettar þar sem þeim líkar eða hafa eitthvað annað til að bera sem þeim einum er þóknanlegt. – Hvers vegna á iðnverkakona í Fellahverfi að sætta sig við að hennar hluti fiskveiðiheimilda skuli ekki boðinn hæstbjóðanda sem gæti orðið til þess að öldruð móðir hennar kæmist á hjúkrunarheimili, af því að einhverjum þingmönnum finnst að útgerðarmenn, sem eru í náðinni hjá þeim, eigi að sleppa við að greiða fullt gjald? Um þetta snýst viðfangsefnið um úthlutun aflaheimilda.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar