Með merkari fornleifafundum síðustu ára Heiðar Lind Hansson skrifar 6. september 2016 07:00 Rúnar Stanley Sighvatsson, einn fundarmanna, og Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, skoða sverðið við afhendinguna. „Þetta fer á topp tíu.“ Þetta segir dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, um sverðið sem gæsaveiðimenn fundu í Skaftárhreppi á Suðurlandi um helgina. Kristín telur fundinn með merkari fornleifafundum síðustu ára. „Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ bætir hún við en samkvæmt fyrstu greiningu er sverðið frá 10. öld. „Við ætluðum bara á veiðar, enduðum í fornleifauppgreftri,“ sagði Árni Björn Valdimarsson í samtali við Vísi í gærmorgun, en hann og félagar hans fundu sverðið í veiðiferð á sunnudaginn. Í kjölfarið birtu þeir mynd af sverðinu á Facebook-síðu sinni. „Það fór allt á flug og þetta endar með að Minjastofnun hefur samband við okkur.“ Þeir afhentu Minjastofnun sverðið í gærmorgun. Kristín segir að hingað til hafi rúmlega 20 sverð og sverðbútar fundist á Íslandi. „Hérna hafa fundist margar tegundir af sverðum, en þetta sverð tilheyrir næstelstu tegundinni, af svokallaðri Q-gerð, sem smíðuð var á 10. öld. Við sjáum þetta af hjöltunum út frá ákveðinni aðferðafræði, meðal annars af lögun þeirra og skrauti og hnöppum á þeim,“ segir Kristín. Hún telur ljóst að sverðið sé þess háttar sverð að það hafi vel verið hægt að nota í bardaga. Kristín segir að sverðið hafi verið í kumli sem lenti undir hrauni í Skaftáreldum 1783. Það hafi líklega oltið út úr því í kjölfar Skaftárhlaupsins í fyrra og vitað var að raskaði svæðum þar sem talið er líklegt að fornminjar hafi verið. „Sverðið er hins vegar vel á sig komið. Það er lítið brotið, en það er bara oddurinn sem er brotinn af,“ segir Kristín „Þetta er því mjög verðmætt sverð.“ Samkvæmt fornminjalögum frá 2012 ber almenningi að tilkynna um fundi sem þessa. Það var gert í þessu tilviki. „Við erum mjög þakklát mönnunum fyrir fundinn og að þeir létu vita af þessu. Samkvæmt lögunum má fólk ekki hrófla við neinu nema brýna nauðsyn beri til. Í þessu tilviki skipti máli að þeir tóku sverðið því það hefði hæglega geta borist út í á og glatast.“ Hún segir að starfsmaður Minjastofnunar sé nú að kanna svæðið betur þar sem sverðið fannst. Finnist t.d. beinagrind þarf að kalla mannabeinafræðing á vettvang. Því sé ekki hægt að gefa upp hvar fundarstaðurinn sé. Minjastofnun hefur nú afhent Þjóðminjasafninu sverðið til varðveislu og greiningar, en samkvæmt fornminjalögum er sverðið nú eign íslensku þjóðarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Á réttum stað á réttum tíma Gæsaveiðiferð fimm manna tók óvænta stefnu þegar þeir fundu fyrir tilviljun merkar fornminjar - sverð sem talið er hafa legið í heiðinni gröf frá seinni hluta tíundu aldar. Mennirnir segjast hafa áttað sig á því hversu merkilegur fundurinn var eftir að þeir settu mynd af sverðinu á Facebook. 5. september 2016 20:00 Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
„Þetta fer á topp tíu.“ Þetta segir dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, um sverðið sem gæsaveiðimenn fundu í Skaftárhreppi á Suðurlandi um helgina. Kristín telur fundinn með merkari fornleifafundum síðustu ára. „Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ bætir hún við en samkvæmt fyrstu greiningu er sverðið frá 10. öld. „Við ætluðum bara á veiðar, enduðum í fornleifauppgreftri,“ sagði Árni Björn Valdimarsson í samtali við Vísi í gærmorgun, en hann og félagar hans fundu sverðið í veiðiferð á sunnudaginn. Í kjölfarið birtu þeir mynd af sverðinu á Facebook-síðu sinni. „Það fór allt á flug og þetta endar með að Minjastofnun hefur samband við okkur.“ Þeir afhentu Minjastofnun sverðið í gærmorgun. Kristín segir að hingað til hafi rúmlega 20 sverð og sverðbútar fundist á Íslandi. „Hérna hafa fundist margar tegundir af sverðum, en þetta sverð tilheyrir næstelstu tegundinni, af svokallaðri Q-gerð, sem smíðuð var á 10. öld. Við sjáum þetta af hjöltunum út frá ákveðinni aðferðafræði, meðal annars af lögun þeirra og skrauti og hnöppum á þeim,“ segir Kristín. Hún telur ljóst að sverðið sé þess háttar sverð að það hafi vel verið hægt að nota í bardaga. Kristín segir að sverðið hafi verið í kumli sem lenti undir hrauni í Skaftáreldum 1783. Það hafi líklega oltið út úr því í kjölfar Skaftárhlaupsins í fyrra og vitað var að raskaði svæðum þar sem talið er líklegt að fornminjar hafi verið. „Sverðið er hins vegar vel á sig komið. Það er lítið brotið, en það er bara oddurinn sem er brotinn af,“ segir Kristín „Þetta er því mjög verðmætt sverð.“ Samkvæmt fornminjalögum frá 2012 ber almenningi að tilkynna um fundi sem þessa. Það var gert í þessu tilviki. „Við erum mjög þakklát mönnunum fyrir fundinn og að þeir létu vita af þessu. Samkvæmt lögunum má fólk ekki hrófla við neinu nema brýna nauðsyn beri til. Í þessu tilviki skipti máli að þeir tóku sverðið því það hefði hæglega geta borist út í á og glatast.“ Hún segir að starfsmaður Minjastofnunar sé nú að kanna svæðið betur þar sem sverðið fannst. Finnist t.d. beinagrind þarf að kalla mannabeinafræðing á vettvang. Því sé ekki hægt að gefa upp hvar fundarstaðurinn sé. Minjastofnun hefur nú afhent Þjóðminjasafninu sverðið til varðveislu og greiningar, en samkvæmt fornminjalögum er sverðið nú eign íslensku þjóðarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Á réttum stað á réttum tíma Gæsaveiðiferð fimm manna tók óvænta stefnu þegar þeir fundu fyrir tilviljun merkar fornminjar - sverð sem talið er hafa legið í heiðinni gröf frá seinni hluta tíundu aldar. Mennirnir segjast hafa áttað sig á því hversu merkilegur fundurinn var eftir að þeir settu mynd af sverðinu á Facebook. 5. september 2016 20:00 Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Á réttum stað á réttum tíma Gæsaveiðiferð fimm manna tók óvænta stefnu þegar þeir fundu fyrir tilviljun merkar fornminjar - sverð sem talið er hafa legið í heiðinni gröf frá seinni hluta tíundu aldar. Mennirnir segjast hafa áttað sig á því hversu merkilegur fundurinn var eftir að þeir settu mynd af sverðinu á Facebook. 5. september 2016 20:00
Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46