„Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. september 2016 11:02 Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. Fréttablaðið/Anton Brink „Við ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu þegar öllum prófkjörum er lokið. Við munum væntanlega fara betur yfir alla ferlana hjá okkur til að sjá hvað við getum gert betur að kosningum afstöðnum,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. Endurtektarkosning fyrir röðun á framboðslista Pírata í Norðvesturkjördæmi stendur nú yfir og lýkur henni klukkan 12 á hádegi. Ástæða endurtektarkosningarinnar er að Píratar felldu listann í kjördæminu síðasta föstudag, en samkvæmt reglum Pírata þurfa framboðslistar að fara í staðfestingakosningu á landsvísu eftir kosningar í kjördæmunum. Alls voru sautján frambjóðendur í fyrri kosningu en einungis ellefu þeirra gefa kost á sér nú. Atkvæði voru endurtalin í síðasta mánuði eftir að Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, kafteinn Pírata á Vestfjörðum, dró framboð sitt til baka. Þórður Guðsteinn Pétursson, sem var kosinn efstur á lista í síðasta prófkjöri, var sagður hafa smalað kjósendum, sem er bannað samkvæmt reglum Pírata. Úrskurðarnefnd flokksins mat það þó sem svo að hann hefði þó ekki brotið reglur. Listinn var í kjölfarið felldur í staðfestingarkosningu en margir þeirra sem kusu gegn staðfestingu hans gerðu það vegna smölunar Þórðar. „Það er af misjöfnum ástæðum sem fólk velur að samþykkja ekki listann. Það getur verið að fólk segi bara nei. Sumir gera það einfaldlega því þeim líst ekki á listann en aðrir voru sammála um það, eða töldu það að oddvitinn hefði smalað og þetta mál var því sent til úrskurðarnefndar. Í kjölfarið var staðfestingakosningin haldin og hún endaði þannig að listanum var hafnað,“ útskýrir Sigríður Bylgja. Sigríður segir að til að ná meiri sátt um listann hafi kjördæmisráð ákveðið að allir Píratar á landsvísu hafi kosningarétt, en í fyrra prófkjörinu voru það aðeins Píratar í Norðvesturkjördæmi. Hún segir að um sé að ræða tilraunaverkefni og að farið verði í endurskoðun á öllum ferlum eftir kosningar. „Við þurfum að skoða þetta allt saman. Við erum auðvitað bara að læra jafn óðum og við munum læra af því sem gengur illa og tökum það svo áfram sem gengur vel,“ segir Sigríður. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Smalaði fólki í flokkinn en braut ekki reglur Úrskurðarnefnd Pírata telur að Þórður Guðsteinn Pétursson hafi stundað kosningasmölun í aðdraganda prófkjörs flokksins í Norðvesturkjördæmi. 25. ágúst 2016 15:16 Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna "Ef listinn verður felldur þá bara verður hann felldur,“ segir Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur, í samtali við Vísi. 17. ágúst 2016 13:12 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
„Við ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu þegar öllum prófkjörum er lokið. Við munum væntanlega fara betur yfir alla ferlana hjá okkur til að sjá hvað við getum gert betur að kosningum afstöðnum,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. Endurtektarkosning fyrir röðun á framboðslista Pírata í Norðvesturkjördæmi stendur nú yfir og lýkur henni klukkan 12 á hádegi. Ástæða endurtektarkosningarinnar er að Píratar felldu listann í kjördæminu síðasta föstudag, en samkvæmt reglum Pírata þurfa framboðslistar að fara í staðfestingakosningu á landsvísu eftir kosningar í kjördæmunum. Alls voru sautján frambjóðendur í fyrri kosningu en einungis ellefu þeirra gefa kost á sér nú. Atkvæði voru endurtalin í síðasta mánuði eftir að Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, kafteinn Pírata á Vestfjörðum, dró framboð sitt til baka. Þórður Guðsteinn Pétursson, sem var kosinn efstur á lista í síðasta prófkjöri, var sagður hafa smalað kjósendum, sem er bannað samkvæmt reglum Pírata. Úrskurðarnefnd flokksins mat það þó sem svo að hann hefði þó ekki brotið reglur. Listinn var í kjölfarið felldur í staðfestingarkosningu en margir þeirra sem kusu gegn staðfestingu hans gerðu það vegna smölunar Þórðar. „Það er af misjöfnum ástæðum sem fólk velur að samþykkja ekki listann. Það getur verið að fólk segi bara nei. Sumir gera það einfaldlega því þeim líst ekki á listann en aðrir voru sammála um það, eða töldu það að oddvitinn hefði smalað og þetta mál var því sent til úrskurðarnefndar. Í kjölfarið var staðfestingakosningin haldin og hún endaði þannig að listanum var hafnað,“ útskýrir Sigríður Bylgja. Sigríður segir að til að ná meiri sátt um listann hafi kjördæmisráð ákveðið að allir Píratar á landsvísu hafi kosningarétt, en í fyrra prófkjörinu voru það aðeins Píratar í Norðvesturkjördæmi. Hún segir að um sé að ræða tilraunaverkefni og að farið verði í endurskoðun á öllum ferlum eftir kosningar. „Við þurfum að skoða þetta allt saman. Við erum auðvitað bara að læra jafn óðum og við munum læra af því sem gengur illa og tökum það svo áfram sem gengur vel,“ segir Sigríður.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Smalaði fólki í flokkinn en braut ekki reglur Úrskurðarnefnd Pírata telur að Þórður Guðsteinn Pétursson hafi stundað kosningasmölun í aðdraganda prófkjörs flokksins í Norðvesturkjördæmi. 25. ágúst 2016 15:16 Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna "Ef listinn verður felldur þá bara verður hann felldur,“ segir Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur, í samtali við Vísi. 17. ágúst 2016 13:12 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
Smalaði fólki í flokkinn en braut ekki reglur Úrskurðarnefnd Pírata telur að Þórður Guðsteinn Pétursson hafi stundað kosningasmölun í aðdraganda prófkjörs flokksins í Norðvesturkjördæmi. 25. ágúst 2016 15:16
Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna "Ef listinn verður felldur þá bara verður hann felldur,“ segir Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur, í samtali við Vísi. 17. ágúst 2016 13:12