Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - ÍBV 2-0 | KR afgreiddi ÍBV í síðari hálfleik Anton Ingi Leifsson á Alvogen-vellinum skrifar 10. september 2016 18:45 Óskar Örn Hauksson skoraði annað mark KR í kvöld. vísir/anton Morten Beck Andersen og Óskar Örn Hauksson tryggðu KR 2-0 sigur á ÍBV, en leikið var í Frostaskjólinu í dag. Leikurinn var fyrsti leikur átjándu umferðar, en KR-ingar voru betri aðilinn og áttu sigurinn skilið. Þeir skutu meðal annars í tvígang í slá, en fyrsta mark leiksins kom á 73. mínútu þegar Morten Beck Andersen skoraði eftir darraðadans. Óskar Örn Hauksson tvöfaldaði svo forystuna undir lok leiksins þegar hann skoraði eftir að Eyjamenn höfðu tapað boltanum á miðjunni. Óskari urðu engin mistök á og lokatölur 2-0. KR er í sjöunda sæti deildarinnar með 26 stig - þremur stigum frá þriðja sætinu, en ÍBV er í tíunda sætinu með 18 stig - fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.Af hverju vann KR? KR hefur einfaldlega meiri gæði en ÍBV fyrir framan markið. Staðan var jöfn í hálfleik og Eyjamenn gerðu vel í fyrri hálfleik, en bæði lið hefðu getað skorað í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik voru heimamenn sterkari og gæði leikmanna eins og Óskars Arnars, Kennie Chopart og fleiri leikmanna KR skildi liðin að.Þessir stóð upp úr Palm Rafn Pálmason átti flottan leik á miðju KR og Indriði Sigurðsson stóð vaktina vel í vörninni ásamt Aroni Bjarka, en það reyndi ekki mikið á þá. Annars átti KR-liðin nokkuð jafnan dag og sigldi sigrinum heim. Sem fyrr í liði ÍBV var Hafsteinn Briem öflugur, en hann spilaði í miðri vörninni í dag. Andri Ólafsson fékk það hlutkesti að spila aftastur á miðjunni og leysti hann það með mikilli prýði. Leikur Eyjamanna fór versnandi þegar Andri fór af velli.Hvað gekk illa? Eyjamönnum að binda endahnútir á sínar sóknir. ÍBV hefur einungis skorað 16 mörk í sumar, en aðeins Þróttur hefur skorað færra (12). Liðið er ekki að klára færin sín nægilega vel og færin sem þeir fengu í kvöld hefðu getað skilað marki, en gæðin vantaði. Elvar Ingi Vignissen komst engan vegin í takt við leikinn og var týndur og tröllum gefinn í fremstu víglínu Eyjamanna sem og fleiri sóknarmenn Eyjamanna. Þeir sakna þess að hafa ekki Gunnar Heiðar Þorvaldsson í toppstandi, en hann hefur verið að glíma við meiðsli í allt sumar.Hvað gerist næst? KR heldur áfram í Evrópudrauminn með þesusm sigri, en liðið mætir ÍA upp á Skaga á fimmtudag. KR er nú fjórum stigum frá Breiðablik, sem er í þriðja sætinu, en Breiðablik á leik til góða gegn FH í toppslag í Kaplakrika á morgun. ÍBV er áfram í bullandi fallbaráttu, en Fylkir á leik gegn Víkingi Ólafsvík á morgun. Vinni Fylkir leikinn, er ÍBV því einungis einu stigi frá fallsæti. ÍBV spilar næst við Stjörnuna á heimavelli, en ÍBV á mjög erfiða leiki það sem eftir er af tímabilinu. Willum: Evrópudraumurinn fjarlægur en við trúum á hann„Mér fannst við ekki ná okkur almennilega á stirk í fyrri hálfleik þrátt fyrir að hafa skapað einhver færi,” sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, í leikslok. „Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik. Þeir eru með feykifínt lið; líkamlega sterkir og góða og hæfileikaríka stráka. Okkur fannst sjálfum að það vantaði herslumuninn í návígin og vinnsluna, en það er bara það sem við bættum í síðari hálfleik.” „Þá ógnuðum við meira og vorum skarpari. Við færðum boltann hraðar og mér fannst það ganga betur. Mér fannst við vera sterkari í síðari hálfleik.” KR fékk tvö góð færi í upphafi leiks, en eftir það datt dálítið botninn úr þessu hjá heimamönnum sem hækkuðu hraðann í síðari hálfleik og þá komu meiri gæði. „Við ætluðum að byrja leikinn af krafti, en svo fjaraði undan þessu. Við vorum ósáttir við okkur og fórum yfir það í hálfleik, en við löguðum eitt og annað.” „Mér fannst strákarnir bregðast mjög vel við því, en mér fannst KR-liðið í síðari hálfleik verðskulda sigurinn. Við vorum að spila gegn öflugu liði sem er að berjast fyrir lífi sínu. Þeta var aldrei að fara verða auðvelt.” Varamaðurinn Morten Beck Andersen kom inná og gerði vel, en hann skoraði meðal annars eitt mark og var duglegur í fremstu víglínu. „Hann breytt leiknum. Hann kom mjög sterkur inn og fór að vinna bolta í loftinu og halda boltanum. Þá gátum við fært liðið framar og nýtt hraðann á köntunum, en hann hefur gjarnan gert þetta fyrir okkur.” KR á enn möguleika á Evrópusæti og segir Willum að liðið muni halda áfram þangað til að sá draumur er tölfræðilega úr sögunni. „Hann er fjarlægur, en við trúum á hann. Það er aldrei að vita til þess að við getum komið okkur í einhverja stöðu ef við eigum góðan leik uppá Skaga á fimmtudag,” sagði Willum við íþróttadeild að lokum. Jeffs: Má ekki bara fara og gráta yfir þessu„Við brotnuðum eftir að þeir skoruðu fyrsta markið. Þeir voru meira með boltann og stjórnuðu leiknum, en við vorum þéttir og góðir varnarlega, fannst mér,” sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, við Vísi í leikslok. „Við erum bara ekki að nýta okkar færi. Þegar þú nýtir ekki svona færi eins og Aron fékk í dag og þessar skyndisóknar-tækifæri til að búa til eitthvað. Það vantaði upp á síðustu sendinguna og bara klára þessi færi. Það vantar gæði á síðasta þriðjungnum.” Eyjamenn áttu skínandi fínan fyrri hálfleik, en staðan var markalaus í hálfleik. ÍBV fékk færi til að skora, en allt kom fyrir ekki og gæðin fram á við hjá KR skildu á milli. „Ég var mjög ánægður með strákana og við töluðum um að halda áfram svona. Við láum til baka og spiluðum upp á skyndisóknirnar. Það gekk alveg upp og það kom oft tækifæri í fyrri hálfleik þegar við unnum boltann á góðum stöðum til að koma og breika á þá, en ákvarðirnar voru ekki nógu góðar.” „Við reyndum að vinna með það í vikunni og gerðum það á æfingum í vikunni, en þetta er ekki alveg að skila sér í leleikina.” Jonathan Barden og Derby Carillo voru ekki með vegna meiðsla, en Jeffs vonast til að þeir verði báðir klárir í næsta leik ÍBV sem er gegn Stjörnunni í Eyjum. „Derby meiddist og var frá í dag. VIð sjáum til með næsta leik. Barden er með lítið í náranum, en það er líklega ekki langt í hann,” segir Jeffs. Hann segir að liðið verði að fara kroppa í stig. „Við þurfum að safna stigum, það er á hreinu. Ég er búinn að vera mjög ánægður með okkar spilamennsku síðan ég og Alfreð komum inn í þetta. Það var erfitt að kyngja tapinu gegn Víking og við áttum að vera búnir að ganga frá leiknum eftir 30 mínútur.” „Þetta er ekki alveg að detta með okkur, en við þurfum bara að rífa okkur upp og halda áfram. Við ætlum okkur að fá stig í næsta leik. Það má ekki bara fara og gráta yfir þessu. Við þurfum bara fá þrjú stig í næsta leik,” sagði Jeffs að lokum. Pálmi Rafn: Hættir enginn í Vesturbænum „Þeir voru þéttir og veittu okkur góða mótsspyrnu. Það má kalla þetta þolinmæðisverk,” sagði Pálmi Rafn Pálmason, miðjumaður KR, sem átti góðan leik fyrir KR á miðjunni í dag. KR tapaði síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé með tveimur mörkum gegn engu þar sem mikið á. Pálmi segir að það hafi tekið á að fara með það tap inn í hléið. „Maður vill alltaf fara með sigur inn í svona hlé. Þetta var dálitið sárt tap á Hlíðarenda, en í staðinn fengum við bara lengri tíma til að undirbúa okkur fyrir þennan leik og við nýttum það vel.” „Ég var bæði ánægður og óánægður með spilamennskuna. Við vorum frekar slappir í fyrri hálfleik þó að við hefðum átt að skora, en þeir möguleika líka.” „Fyrri hálfleikurinn var ekki góður, en síðari hálfleikurinn var betri. Við vorum meira “direct” og boltinn gekk hraðar, því fengum við boltann oft í hættusvæði. Ég var þokkalega sáttur með síðari hálfleikinn.” Evrópudraumur KR lifir þótt að margt þurfi að ganga á, en Pálmi heldur í vonina. „Við eigum fjóra leiki eftir og við erum ekki hættir. Það hættir enginn hér í Vesturbænum,” sagði Pálmi að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Morten Beck Andersen og Óskar Örn Hauksson tryggðu KR 2-0 sigur á ÍBV, en leikið var í Frostaskjólinu í dag. Leikurinn var fyrsti leikur átjándu umferðar, en KR-ingar voru betri aðilinn og áttu sigurinn skilið. Þeir skutu meðal annars í tvígang í slá, en fyrsta mark leiksins kom á 73. mínútu þegar Morten Beck Andersen skoraði eftir darraðadans. Óskar Örn Hauksson tvöfaldaði svo forystuna undir lok leiksins þegar hann skoraði eftir að Eyjamenn höfðu tapað boltanum á miðjunni. Óskari urðu engin mistök á og lokatölur 2-0. KR er í sjöunda sæti deildarinnar með 26 stig - þremur stigum frá þriðja sætinu, en ÍBV er í tíunda sætinu með 18 stig - fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.Af hverju vann KR? KR hefur einfaldlega meiri gæði en ÍBV fyrir framan markið. Staðan var jöfn í hálfleik og Eyjamenn gerðu vel í fyrri hálfleik, en bæði lið hefðu getað skorað í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik voru heimamenn sterkari og gæði leikmanna eins og Óskars Arnars, Kennie Chopart og fleiri leikmanna KR skildi liðin að.Þessir stóð upp úr Palm Rafn Pálmason átti flottan leik á miðju KR og Indriði Sigurðsson stóð vaktina vel í vörninni ásamt Aroni Bjarka, en það reyndi ekki mikið á þá. Annars átti KR-liðin nokkuð jafnan dag og sigldi sigrinum heim. Sem fyrr í liði ÍBV var Hafsteinn Briem öflugur, en hann spilaði í miðri vörninni í dag. Andri Ólafsson fékk það hlutkesti að spila aftastur á miðjunni og leysti hann það með mikilli prýði. Leikur Eyjamanna fór versnandi þegar Andri fór af velli.Hvað gekk illa? Eyjamönnum að binda endahnútir á sínar sóknir. ÍBV hefur einungis skorað 16 mörk í sumar, en aðeins Þróttur hefur skorað færra (12). Liðið er ekki að klára færin sín nægilega vel og færin sem þeir fengu í kvöld hefðu getað skilað marki, en gæðin vantaði. Elvar Ingi Vignissen komst engan vegin í takt við leikinn og var týndur og tröllum gefinn í fremstu víglínu Eyjamanna sem og fleiri sóknarmenn Eyjamanna. Þeir sakna þess að hafa ekki Gunnar Heiðar Þorvaldsson í toppstandi, en hann hefur verið að glíma við meiðsli í allt sumar.Hvað gerist næst? KR heldur áfram í Evrópudrauminn með þesusm sigri, en liðið mætir ÍA upp á Skaga á fimmtudag. KR er nú fjórum stigum frá Breiðablik, sem er í þriðja sætinu, en Breiðablik á leik til góða gegn FH í toppslag í Kaplakrika á morgun. ÍBV er áfram í bullandi fallbaráttu, en Fylkir á leik gegn Víkingi Ólafsvík á morgun. Vinni Fylkir leikinn, er ÍBV því einungis einu stigi frá fallsæti. ÍBV spilar næst við Stjörnuna á heimavelli, en ÍBV á mjög erfiða leiki það sem eftir er af tímabilinu. Willum: Evrópudraumurinn fjarlægur en við trúum á hann„Mér fannst við ekki ná okkur almennilega á stirk í fyrri hálfleik þrátt fyrir að hafa skapað einhver færi,” sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, í leikslok. „Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik. Þeir eru með feykifínt lið; líkamlega sterkir og góða og hæfileikaríka stráka. Okkur fannst sjálfum að það vantaði herslumuninn í návígin og vinnsluna, en það er bara það sem við bættum í síðari hálfleik.” „Þá ógnuðum við meira og vorum skarpari. Við færðum boltann hraðar og mér fannst það ganga betur. Mér fannst við vera sterkari í síðari hálfleik.” KR fékk tvö góð færi í upphafi leiks, en eftir það datt dálítið botninn úr þessu hjá heimamönnum sem hækkuðu hraðann í síðari hálfleik og þá komu meiri gæði. „Við ætluðum að byrja leikinn af krafti, en svo fjaraði undan þessu. Við vorum ósáttir við okkur og fórum yfir það í hálfleik, en við löguðum eitt og annað.” „Mér fannst strákarnir bregðast mjög vel við því, en mér fannst KR-liðið í síðari hálfleik verðskulda sigurinn. Við vorum að spila gegn öflugu liði sem er að berjast fyrir lífi sínu. Þeta var aldrei að fara verða auðvelt.” Varamaðurinn Morten Beck Andersen kom inná og gerði vel, en hann skoraði meðal annars eitt mark og var duglegur í fremstu víglínu. „Hann breytt leiknum. Hann kom mjög sterkur inn og fór að vinna bolta í loftinu og halda boltanum. Þá gátum við fært liðið framar og nýtt hraðann á köntunum, en hann hefur gjarnan gert þetta fyrir okkur.” KR á enn möguleika á Evrópusæti og segir Willum að liðið muni halda áfram þangað til að sá draumur er tölfræðilega úr sögunni. „Hann er fjarlægur, en við trúum á hann. Það er aldrei að vita til þess að við getum komið okkur í einhverja stöðu ef við eigum góðan leik uppá Skaga á fimmtudag,” sagði Willum við íþróttadeild að lokum. Jeffs: Má ekki bara fara og gráta yfir þessu„Við brotnuðum eftir að þeir skoruðu fyrsta markið. Þeir voru meira með boltann og stjórnuðu leiknum, en við vorum þéttir og góðir varnarlega, fannst mér,” sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, við Vísi í leikslok. „Við erum bara ekki að nýta okkar færi. Þegar þú nýtir ekki svona færi eins og Aron fékk í dag og þessar skyndisóknar-tækifæri til að búa til eitthvað. Það vantaði upp á síðustu sendinguna og bara klára þessi færi. Það vantar gæði á síðasta þriðjungnum.” Eyjamenn áttu skínandi fínan fyrri hálfleik, en staðan var markalaus í hálfleik. ÍBV fékk færi til að skora, en allt kom fyrir ekki og gæðin fram á við hjá KR skildu á milli. „Ég var mjög ánægður með strákana og við töluðum um að halda áfram svona. Við láum til baka og spiluðum upp á skyndisóknirnar. Það gekk alveg upp og það kom oft tækifæri í fyrri hálfleik þegar við unnum boltann á góðum stöðum til að koma og breika á þá, en ákvarðirnar voru ekki nógu góðar.” „Við reyndum að vinna með það í vikunni og gerðum það á æfingum í vikunni, en þetta er ekki alveg að skila sér í leleikina.” Jonathan Barden og Derby Carillo voru ekki með vegna meiðsla, en Jeffs vonast til að þeir verði báðir klárir í næsta leik ÍBV sem er gegn Stjörnunni í Eyjum. „Derby meiddist og var frá í dag. VIð sjáum til með næsta leik. Barden er með lítið í náranum, en það er líklega ekki langt í hann,” segir Jeffs. Hann segir að liðið verði að fara kroppa í stig. „Við þurfum að safna stigum, það er á hreinu. Ég er búinn að vera mjög ánægður með okkar spilamennsku síðan ég og Alfreð komum inn í þetta. Það var erfitt að kyngja tapinu gegn Víking og við áttum að vera búnir að ganga frá leiknum eftir 30 mínútur.” „Þetta er ekki alveg að detta með okkur, en við þurfum bara að rífa okkur upp og halda áfram. Við ætlum okkur að fá stig í næsta leik. Það má ekki bara fara og gráta yfir þessu. Við þurfum bara fá þrjú stig í næsta leik,” sagði Jeffs að lokum. Pálmi Rafn: Hættir enginn í Vesturbænum „Þeir voru þéttir og veittu okkur góða mótsspyrnu. Það má kalla þetta þolinmæðisverk,” sagði Pálmi Rafn Pálmason, miðjumaður KR, sem átti góðan leik fyrir KR á miðjunni í dag. KR tapaði síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé með tveimur mörkum gegn engu þar sem mikið á. Pálmi segir að það hafi tekið á að fara með það tap inn í hléið. „Maður vill alltaf fara með sigur inn í svona hlé. Þetta var dálitið sárt tap á Hlíðarenda, en í staðinn fengum við bara lengri tíma til að undirbúa okkur fyrir þennan leik og við nýttum það vel.” „Ég var bæði ánægður og óánægður með spilamennskuna. Við vorum frekar slappir í fyrri hálfleik þó að við hefðum átt að skora, en þeir möguleika líka.” „Fyrri hálfleikurinn var ekki góður, en síðari hálfleikurinn var betri. Við vorum meira “direct” og boltinn gekk hraðar, því fengum við boltann oft í hættusvæði. Ég var þokkalega sáttur með síðari hálfleikinn.” Evrópudraumur KR lifir þótt að margt þurfi að ganga á, en Pálmi heldur í vonina. „Við eigum fjóra leiki eftir og við erum ekki hættir. Það hættir enginn hér í Vesturbænum,” sagði Pálmi að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira