Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - ÍA 3-1 | Er von fyrir Þróttara? Árni Jóhannsson á Þróttarvellinum skrifar 11. september 2016 22:00 Christian Sörensen kom Þrótti á bragðið. vísir/stefán Þróttur gerði sér lítið fyrir og vann eitt heitasta lið landsins, ÍA, 3-1 í Laugardalnum í kvöld. Brynjar Jónsson gerði 2 mörk og Christian Sörensen eitt en stjarnan var Vilhjálmur Pálmason sem gaf 3 stoðsendingar. Jón Vilhelm Ákason gerði mark Skagamanna. Þróttarar leiddur 1-0 í hálfleik en þessi leikur var mjög jafn og hefðu bæði lið getað skorað fleiri mörk á fyrstu 45 mínútunum en eitt mark var staðreynd. Skagamenn ætluðu sér að koma brjálaðir til leiks í seinni hálfleik en fengu mark í andlitið eftir 2 mínútur. Það sló þá ekki út af laginu þannig að úr varð góður fótboltaleikur. Þróttur kláraði dæmið þegar um 10 mínútur voru eftir en Skagamenn klóruðu aðeins í bakkann sen það varð ekki nóg.Afhverju vannÞróttur? Leikmenn Þróttar ætluðu sér svo sannarlega að selja sig dýrt í leiknum við Skagamenn í kvöld og gekk þeim vel að berjast fyrir sigrinum. Eins og segir að ofan þá fengu bæði lið færi til að skora mörk í dag en það voru Þróttarar sem nýttu sín færi betur. Tvö þeirra komu eftir góðar skyndisóknir en leikplanið þeirra var að vera þéttir fyrir og sækja hratt og það gekk upp. Vörn Þróttar leit mjög vel út í dag ásamt því að Arnar Darri var mjög góður fyrir aftan lið sitt en hann hefur farið vaxandi í sumar. Hann varð flestallt sem kom á markið ásamt því að grípa vel inn í þegar Skagamenn gáfu fyrir en gestirnir náðu ansi ofta að senda fyrir markið og þá sérstaklega af hægri kanti.Þessir stóðu upp úrEins og áður segir var Arnar Darri Pétursson góður á milli stanganna sem gerði það að verkum að vörn Þróttar leit mjög vel út. Brynjar Jónsson gerði tvö mörk í dag og var hættulegur ásamt Dion Acoff sem nýtti hraða sinn mjög vel til að skapa usla í vörn Skagamanna. Vilhjálmu Pálmason er þó maður leiksins en hann skapaði öll mörk sinna manna með stoðsendingum og gerðust hlutirnir þegar hann fékk boltann á miðju vallarins. Hjá Skaganum voru Tryggvi Haraldsson og Þórður Þ. Þórðarson hættulegir á hægri kantinum.Hvað gekk vel?Hjá heimamönnum hélt skipulagið vel í varnarleiknum og skyndisóknir þeirra báru ríkulegan ávöxt. Markvarslan var einnig til fyrirmyndar. Einbeiting heimamanna hélt út allan leikinn en það hefur verið vandamál hjá liðinu í sumar. Skagamenn voru líklegast meira með boltann í kvöld og áttu þeir margar góðar sóknir upp kantana sem enduðu með fyrirgjöfum. Fyrirgjafirnar voru hinsvegar misjafnar og ekki báru þær árangur.Hvað gekk illa?Ég ætla að segja að allt hafi gengið upp hjá Þrótturum en Skaginn gat bara ekki komið boltanum í netið. Þau voru mýmörg færin sem Skaginn hefði getað nýtt sér en vörn og markvörður gátu séð um allt það. Fyrirgjafirnar voru mjög margar en sjaldan rötuðu þær á samherja í teignum og á það líka við um hornspyrnur Skagamanna sem voru æði margar.Hvað gerist næst?Úrslitin í dag voru ansi hagstæð fyrir Þróttara en þeir minnkuðu muninn á ÍBV niður í 6 stig þegar fjórar umferðir eru eftir. Þeir fara næst á erfiðan útivöll í Grafarvoginum en haldi þeir áfram að spila eins og þeir gerðu í dag er allt hægt. ÍBV og Víkingur Ó. eiga erfiða leiki eftir líka. Skagamenn halda áfram í átt að því að gera betur en í fyrra en þetta tap dældar Evrópuvonir sem líklega voru farnar að gera vart við sig. Þeir fá KR næst í heimsókn en það eru alltaf hörkuleikir og ekkert gefið þar. Þeir eru þó sloppnir við falldrauginn sem þeir segja að hafi verið aðalmarkmiðið.Gunnlaugur: Evrópa verður að bíða enn um sinn Þjálfari Skagamanna var sammála því að ekkert væri gefið í Pepsi deildinni eftir tap ÍA gegn Þrótti í kvöld. „Við vissum það fyrir þennan leik að þessi deild er óútreiknanlega og þú þarft að vera klár í leikina ef þú ætlar að ná stigunum úr þeim. Við vorum einfaldlega undir í kvöld og Þróttarar vildu þetta miklu meira. Við vorum ekki eins samstilltir eins og við höfum verið í undanförnum leikjum og því fór sem fór.“ „Við höfum ekkert gefið upp um að Evrópa sé markmiðið, markmiðið er enn að gera betur en í fyrra og við höfðum tækifæri til þess í dag en Evrópa verður að bíða enn um sinn“, sagði Gunnlaugur þegar hann var spurður út í vonir Skagamanna um að komast í Evrópukeppni. Hann var að lokum spurður út í þurfi að laga fyrir næstu umferð. „Við þurfum einfaldlega að járna okkur saman en við fáum strax verkefni á fimmtudgainn en við þurfum að gera þetta sem lið. Við vorum fullmikið að gera þetta hver í sínu eigin horni í dag og ég hef fulla trú á því að við gerum það. Mínir menn vita þetta. Ég fann það á þeim eftir leik að þeir vissu að við gerðum í brók og vitum upp á hár hvað við þurfum að gera í næsta leik.“Ryder: Þurfum að berjast og sýna ástríðu „Eins og þeir segja á íslensku, loksins, loksins!" sagði kampakátur þjálfari Þróttar eftir sigur sinna manna á ÍA í kvöld en þetta er fyrsti sigurleikur liðsins síðan í fyrri umferðinni á móti ÍA. „Það er orðið langt síðan og þetta er mjög góð tilfinning. Við vorum mjög vel skipulagðir en það sem skipti mestu máli var baráttuandinn í liðinu. Ástríðan sem við sýndum í seinni hálfleik sýnir að það skiptir litlu máli hvernig þú setur liðið upp ef ástríðan er til staðar, þá gengur betur.“ Gregg var spurður hvort það væri séns fyrir Þrótt að bjarga sér frá falli. „Það er alltaf séns þangað til þetta er stærðfræðilega ómögulegt. Við erum sex stigum frá ÍBV og ég sé þá ekki ná í stig héðan af þannig að þetta er galopið. Við þurfum að vinna leiki og til þess þurfum við að halda áfram eins og í kvöld og berjast og sýna ástríðu.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Þróttur gerði sér lítið fyrir og vann eitt heitasta lið landsins, ÍA, 3-1 í Laugardalnum í kvöld. Brynjar Jónsson gerði 2 mörk og Christian Sörensen eitt en stjarnan var Vilhjálmur Pálmason sem gaf 3 stoðsendingar. Jón Vilhelm Ákason gerði mark Skagamanna. Þróttarar leiddur 1-0 í hálfleik en þessi leikur var mjög jafn og hefðu bæði lið getað skorað fleiri mörk á fyrstu 45 mínútunum en eitt mark var staðreynd. Skagamenn ætluðu sér að koma brjálaðir til leiks í seinni hálfleik en fengu mark í andlitið eftir 2 mínútur. Það sló þá ekki út af laginu þannig að úr varð góður fótboltaleikur. Þróttur kláraði dæmið þegar um 10 mínútur voru eftir en Skagamenn klóruðu aðeins í bakkann sen það varð ekki nóg.Afhverju vannÞróttur? Leikmenn Þróttar ætluðu sér svo sannarlega að selja sig dýrt í leiknum við Skagamenn í kvöld og gekk þeim vel að berjast fyrir sigrinum. Eins og segir að ofan þá fengu bæði lið færi til að skora mörk í dag en það voru Þróttarar sem nýttu sín færi betur. Tvö þeirra komu eftir góðar skyndisóknir en leikplanið þeirra var að vera þéttir fyrir og sækja hratt og það gekk upp. Vörn Þróttar leit mjög vel út í dag ásamt því að Arnar Darri var mjög góður fyrir aftan lið sitt en hann hefur farið vaxandi í sumar. Hann varð flestallt sem kom á markið ásamt því að grípa vel inn í þegar Skagamenn gáfu fyrir en gestirnir náðu ansi ofta að senda fyrir markið og þá sérstaklega af hægri kanti.Þessir stóðu upp úrEins og áður segir var Arnar Darri Pétursson góður á milli stanganna sem gerði það að verkum að vörn Þróttar leit mjög vel út. Brynjar Jónsson gerði tvö mörk í dag og var hættulegur ásamt Dion Acoff sem nýtti hraða sinn mjög vel til að skapa usla í vörn Skagamanna. Vilhjálmu Pálmason er þó maður leiksins en hann skapaði öll mörk sinna manna með stoðsendingum og gerðust hlutirnir þegar hann fékk boltann á miðju vallarins. Hjá Skaganum voru Tryggvi Haraldsson og Þórður Þ. Þórðarson hættulegir á hægri kantinum.Hvað gekk vel?Hjá heimamönnum hélt skipulagið vel í varnarleiknum og skyndisóknir þeirra báru ríkulegan ávöxt. Markvarslan var einnig til fyrirmyndar. Einbeiting heimamanna hélt út allan leikinn en það hefur verið vandamál hjá liðinu í sumar. Skagamenn voru líklegast meira með boltann í kvöld og áttu þeir margar góðar sóknir upp kantana sem enduðu með fyrirgjöfum. Fyrirgjafirnar voru hinsvegar misjafnar og ekki báru þær árangur.Hvað gekk illa?Ég ætla að segja að allt hafi gengið upp hjá Þrótturum en Skaginn gat bara ekki komið boltanum í netið. Þau voru mýmörg færin sem Skaginn hefði getað nýtt sér en vörn og markvörður gátu séð um allt það. Fyrirgjafirnar voru mjög margar en sjaldan rötuðu þær á samherja í teignum og á það líka við um hornspyrnur Skagamanna sem voru æði margar.Hvað gerist næst?Úrslitin í dag voru ansi hagstæð fyrir Þróttara en þeir minnkuðu muninn á ÍBV niður í 6 stig þegar fjórar umferðir eru eftir. Þeir fara næst á erfiðan útivöll í Grafarvoginum en haldi þeir áfram að spila eins og þeir gerðu í dag er allt hægt. ÍBV og Víkingur Ó. eiga erfiða leiki eftir líka. Skagamenn halda áfram í átt að því að gera betur en í fyrra en þetta tap dældar Evrópuvonir sem líklega voru farnar að gera vart við sig. Þeir fá KR næst í heimsókn en það eru alltaf hörkuleikir og ekkert gefið þar. Þeir eru þó sloppnir við falldrauginn sem þeir segja að hafi verið aðalmarkmiðið.Gunnlaugur: Evrópa verður að bíða enn um sinn Þjálfari Skagamanna var sammála því að ekkert væri gefið í Pepsi deildinni eftir tap ÍA gegn Þrótti í kvöld. „Við vissum það fyrir þennan leik að þessi deild er óútreiknanlega og þú þarft að vera klár í leikina ef þú ætlar að ná stigunum úr þeim. Við vorum einfaldlega undir í kvöld og Þróttarar vildu þetta miklu meira. Við vorum ekki eins samstilltir eins og við höfum verið í undanförnum leikjum og því fór sem fór.“ „Við höfum ekkert gefið upp um að Evrópa sé markmiðið, markmiðið er enn að gera betur en í fyrra og við höfðum tækifæri til þess í dag en Evrópa verður að bíða enn um sinn“, sagði Gunnlaugur þegar hann var spurður út í vonir Skagamanna um að komast í Evrópukeppni. Hann var að lokum spurður út í þurfi að laga fyrir næstu umferð. „Við þurfum einfaldlega að járna okkur saman en við fáum strax verkefni á fimmtudgainn en við þurfum að gera þetta sem lið. Við vorum fullmikið að gera þetta hver í sínu eigin horni í dag og ég hef fulla trú á því að við gerum það. Mínir menn vita þetta. Ég fann það á þeim eftir leik að þeir vissu að við gerðum í brók og vitum upp á hár hvað við þurfum að gera í næsta leik.“Ryder: Þurfum að berjast og sýna ástríðu „Eins og þeir segja á íslensku, loksins, loksins!" sagði kampakátur þjálfari Þróttar eftir sigur sinna manna á ÍA í kvöld en þetta er fyrsti sigurleikur liðsins síðan í fyrri umferðinni á móti ÍA. „Það er orðið langt síðan og þetta er mjög góð tilfinning. Við vorum mjög vel skipulagðir en það sem skipti mestu máli var baráttuandinn í liðinu. Ástríðan sem við sýndum í seinni hálfleik sýnir að það skiptir litlu máli hvernig þú setur liðið upp ef ástríðan er til staðar, þá gengur betur.“ Gregg var spurður hvort það væri séns fyrir Þrótt að bjarga sér frá falli. „Það er alltaf séns þangað til þetta er stærðfræðilega ómögulegt. Við erum sex stigum frá ÍBV og ég sé þá ekki ná í stig héðan af þannig að þetta er galopið. Við þurfum að vinna leiki og til þess þurfum við að halda áfram eins og í kvöld og berjast og sýna ástríðu.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira