Bubbi bendir á læknana: „Gísli Pálmi er ekki sökudólgurinn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2016 10:45 "Gísli Pálmi er rappari flottur og hæfileikaríkur. Í tvígang deyr fólk úr ofneyslu nálægt honum, sorglegra getur það ekki orðið. En hann ber ekki ábyrgð á því,“ segir Bubbi. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens telur tilefni til þess að koma rapparanum Gísla Pálma til varnar í kjölfar umræðu á samfélagsmiðlum vegna andláts ungs manns úr ofneyslu fíkniefna á Menningarnótt. Um er að ræða í annað skiptið á þremur árum sem einstaklingur í blóma lífsins fellur frá vegna ofneyslu. Stúlka á táningsaldri lét lífið á heimili Gísla Pálma fyrir tæpum þremur árum og sá sem féll frá fyrir rúmri viku var vinur Gísla Pálma. Höfðu þeir verið saman að skemmta sér um kvöldið. „Gísli Pálmi er rappari flottur og hæfileikaríkur. Í tvígang deyr fólk úr ofneyslu nálægt honum, sorglegra getur það ekki orðið. En hann ber ekki ábyrgð á því,“ segir Bubbi sem þekkir vel baráttuna við fíkniefnadjöfulinn frá sínum yngri árum. Mörg af hans vinsælustu lögum fjalla um neyslu fíkniefna og má nefna Afgan og Rómeó og Júlíu í því samhengi.Bubbi hefur verið lengi í tónlistarbransanum og segir hann vímuefni alltaf hafa verið fyrirferðamikil, þá sérstaklega áfengi.„Stundum hef ég fengið í hausinn að ungt fólk hafi dópað vegna þess að ég dópaði og maður gapir. Morfín skyld efni koma frá læknum sem skrifa þau út. Þetta efni sem hefur dregið ungt fólk til dauða undanfarin misseri eru efni sem koma frá læknum … Það er vandamál í sjálfu sér.“Umrætt efni er fentanýl sem er verkjalyf, hundrað sinnum sterkara en morfín og fimmtíu sinnum sterkara en heróín ef það er mælt milligramm fyrir milligramm. Þrír hafa látist það sem af er ári vegna neyslu fentanýls.Auk þess varð annar ungur maður, vinur Gísla Pálma og unga mannsins sem lét lífið, meðvitundarlaus á Menningarnótt. Gísli Pálmi mun hafa gert tilraunir til endurlífgunar áður en sjúkrateymi kom á vettvang. Frægt er að hann reyndi sömuleiðis að aðstoða ungu stúlkuna í nóvember 2013 en símtalið til Neyðarlínunnar var spilað í sjónvarpsþættinum Brestum árið 2014.Hlusta má á Neyðarlínusímtalið hér að neðan.Í báðum atvikum hefur lögreglu gengið erfiðlega að hafa uppi á vitnum, bæði í partýinu á heimili Gísla Pálma á Ásvallagötu í nóvember 2013, og sömuleiðis á Menningarnótt. Faðir stúlkunnar biðlaði til Gísla Pálma að upplýsa sig um hvað gerðist í fyrrnefndu partýi en hefur lagt áherslu á að foreldrarnir kenni honum ekki um hvernig fór. Þá var það ofneysla MDMA sem varð stúlkunni að bana og þótti þá í mikilli tísku. Nú virðist fentanýl komið í skuggalega mikla dreyfingu.„Þetta er mjög gott verkjalyf en hættulegar aukaverkanir. Það getur valdið mikilli hömlun á öndun upp í heila. Við stóra skammta þá hreinlega hættir einstaklingurinn að anda og fer þar af leiðandi í hjartastopp,“ segir Kolbeinn Guðmundsson, yfirlæknir Lyfjastofnunar.Bubbi segist vona að Gísla Pálma beri gæfa til þess að verða edrú því lífið sé stórkostlegt án efna. Heilbrigðismál Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Fentanýl á Menningarnótt: Lögreglu reynist erfitt að hafa uppi á vitnum að atburðum næturinnar Um kunnuglegt stef er að ræða í málum þar sem grunur leikur á um ofneyslu fíkniefna. 26. ágúst 2016 14:45 Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53 Fentanýl ekkert til að fíflast með Hættan af fentanýli er vanmetin í fíkniefnaheiminum, en lyfið er stórhættulegt og ekket til að fíflast með. Þetta segir Íslendingur sem sjálfur var háður heróíni í Bandaríkjunum. 27. ágúst 2016 19:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens telur tilefni til þess að koma rapparanum Gísla Pálma til varnar í kjölfar umræðu á samfélagsmiðlum vegna andláts ungs manns úr ofneyslu fíkniefna á Menningarnótt. Um er að ræða í annað skiptið á þremur árum sem einstaklingur í blóma lífsins fellur frá vegna ofneyslu. Stúlka á táningsaldri lét lífið á heimili Gísla Pálma fyrir tæpum þremur árum og sá sem féll frá fyrir rúmri viku var vinur Gísla Pálma. Höfðu þeir verið saman að skemmta sér um kvöldið. „Gísli Pálmi er rappari flottur og hæfileikaríkur. Í tvígang deyr fólk úr ofneyslu nálægt honum, sorglegra getur það ekki orðið. En hann ber ekki ábyrgð á því,“ segir Bubbi sem þekkir vel baráttuna við fíkniefnadjöfulinn frá sínum yngri árum. Mörg af hans vinsælustu lögum fjalla um neyslu fíkniefna og má nefna Afgan og Rómeó og Júlíu í því samhengi.Bubbi hefur verið lengi í tónlistarbransanum og segir hann vímuefni alltaf hafa verið fyrirferðamikil, þá sérstaklega áfengi.„Stundum hef ég fengið í hausinn að ungt fólk hafi dópað vegna þess að ég dópaði og maður gapir. Morfín skyld efni koma frá læknum sem skrifa þau út. Þetta efni sem hefur dregið ungt fólk til dauða undanfarin misseri eru efni sem koma frá læknum … Það er vandamál í sjálfu sér.“Umrætt efni er fentanýl sem er verkjalyf, hundrað sinnum sterkara en morfín og fimmtíu sinnum sterkara en heróín ef það er mælt milligramm fyrir milligramm. Þrír hafa látist það sem af er ári vegna neyslu fentanýls.Auk þess varð annar ungur maður, vinur Gísla Pálma og unga mannsins sem lét lífið, meðvitundarlaus á Menningarnótt. Gísli Pálmi mun hafa gert tilraunir til endurlífgunar áður en sjúkrateymi kom á vettvang. Frægt er að hann reyndi sömuleiðis að aðstoða ungu stúlkuna í nóvember 2013 en símtalið til Neyðarlínunnar var spilað í sjónvarpsþættinum Brestum árið 2014.Hlusta má á Neyðarlínusímtalið hér að neðan.Í báðum atvikum hefur lögreglu gengið erfiðlega að hafa uppi á vitnum, bæði í partýinu á heimili Gísla Pálma á Ásvallagötu í nóvember 2013, og sömuleiðis á Menningarnótt. Faðir stúlkunnar biðlaði til Gísla Pálma að upplýsa sig um hvað gerðist í fyrrnefndu partýi en hefur lagt áherslu á að foreldrarnir kenni honum ekki um hvernig fór. Þá var það ofneysla MDMA sem varð stúlkunni að bana og þótti þá í mikilli tísku. Nú virðist fentanýl komið í skuggalega mikla dreyfingu.„Þetta er mjög gott verkjalyf en hættulegar aukaverkanir. Það getur valdið mikilli hömlun á öndun upp í heila. Við stóra skammta þá hreinlega hættir einstaklingurinn að anda og fer þar af leiðandi í hjartastopp,“ segir Kolbeinn Guðmundsson, yfirlæknir Lyfjastofnunar.Bubbi segist vona að Gísla Pálma beri gæfa til þess að verða edrú því lífið sé stórkostlegt án efna.
Heilbrigðismál Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Fentanýl á Menningarnótt: Lögreglu reynist erfitt að hafa uppi á vitnum að atburðum næturinnar Um kunnuglegt stef er að ræða í málum þar sem grunur leikur á um ofneyslu fíkniefna. 26. ágúst 2016 14:45 Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53 Fentanýl ekkert til að fíflast með Hættan af fentanýli er vanmetin í fíkniefnaheiminum, en lyfið er stórhættulegt og ekket til að fíflast með. Þetta segir Íslendingur sem sjálfur var háður heróíni í Bandaríkjunum. 27. ágúst 2016 19:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Fentanýl á Menningarnótt: Lögreglu reynist erfitt að hafa uppi á vitnum að atburðum næturinnar Um kunnuglegt stef er að ræða í málum þar sem grunur leikur á um ofneyslu fíkniefna. 26. ágúst 2016 14:45
Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53
Fentanýl ekkert til að fíflast með Hættan af fentanýli er vanmetin í fíkniefnaheiminum, en lyfið er stórhættulegt og ekket til að fíflast með. Þetta segir Íslendingur sem sjálfur var háður heróíni í Bandaríkjunum. 27. ágúst 2016 19:30