„Veruleg afstöðubreyting“ í fíkniefnamálum Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. ágúst 2016 20:44 „Hér er um að ræða verulega afstöðubreytingu,“ segir Borgar Þór Einarsson formaður nefndar heilbrigðisráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu. Nefndin leggur meðal annars til að refsing fyrir vörslu fíkniefna verði bundin við fésektir. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skilaði Alþingi í dag skýrslunni.Tillögur nefndarinnar byggja á því að innleidd verði skaðaminnkandi úrræði í stað refsinga þegar fíkniefnabrot eru annars vegar. Borgar Þór fór yfir nokkur atriði upp úr skýrslu nefndarinnar í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. „Tillaga um að afnema fangelsisrefsingar er hugsuð sem skaðaminnkandi tillaga,“ sagði Borgar Þór. Helstu niðurstöður nefndarinnar eru meðal annars þessar:Lagt er til að gerðar verði breytingar á ákvæðum laga um ávana- og fíkniefni og þeim verði breytt á þá leið að refsing fyrir vörslu og meðferð ólöglegra vímuefna þegar um neysluskammta er að ræða verði bundin við sektir, þannig að enginn verði dæmdur til fangelsisvistar fyrir slík brot.Lagt er til að reglum um sakaskrá verði breytt þannig að sérstaða brota gegn lögum um ávana og fíkniefni verði afnumin. Í því felst að brot sem einungis sæta sekt eru ekki skráð á sakaskrá frekar en önnur sektarbrot.Lagt er til að fellt verði úr umferðarlögum ákvæði þess efnis að mæling á tilvist ávana- og fíkniefna „í þvagi“ ökumanns geti, ein og sér, talist viðhlítandi grundvöllur til stofnunar refsiábyrgðar og það eitt áskilið að mæling á blóði ökumanns leiði í ljós að hann hafi fyrir aksturinn neytt ávana- og fíkniefna sem bönnuð eru. Lagt er til að fjölgað verði afeitrunarplássum sem eru tiltæk með litlum sem engum fyrirvara fyrir fólk sem er í stöðugri vímuefnaneyslu, einkum á landsbyggðinni.Einstaklingum sem sprauta vímuefnum í æð verði tryggður aðgangur að gjaldfrjálsri nálaskiptiþjónustu.Sjá viðtal við Borgar Þór Einarsson í myndskeiði. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
„Hér er um að ræða verulega afstöðubreytingu,“ segir Borgar Þór Einarsson formaður nefndar heilbrigðisráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu. Nefndin leggur meðal annars til að refsing fyrir vörslu fíkniefna verði bundin við fésektir. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skilaði Alþingi í dag skýrslunni.Tillögur nefndarinnar byggja á því að innleidd verði skaðaminnkandi úrræði í stað refsinga þegar fíkniefnabrot eru annars vegar. Borgar Þór fór yfir nokkur atriði upp úr skýrslu nefndarinnar í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. „Tillaga um að afnema fangelsisrefsingar er hugsuð sem skaðaminnkandi tillaga,“ sagði Borgar Þór. Helstu niðurstöður nefndarinnar eru meðal annars þessar:Lagt er til að gerðar verði breytingar á ákvæðum laga um ávana- og fíkniefni og þeim verði breytt á þá leið að refsing fyrir vörslu og meðferð ólöglegra vímuefna þegar um neysluskammta er að ræða verði bundin við sektir, þannig að enginn verði dæmdur til fangelsisvistar fyrir slík brot.Lagt er til að reglum um sakaskrá verði breytt þannig að sérstaða brota gegn lögum um ávana og fíkniefni verði afnumin. Í því felst að brot sem einungis sæta sekt eru ekki skráð á sakaskrá frekar en önnur sektarbrot.Lagt er til að fellt verði úr umferðarlögum ákvæði þess efnis að mæling á tilvist ávana- og fíkniefna „í þvagi“ ökumanns geti, ein og sér, talist viðhlítandi grundvöllur til stofnunar refsiábyrgðar og það eitt áskilið að mæling á blóði ökumanns leiði í ljós að hann hafi fyrir aksturinn neytt ávana- og fíkniefna sem bönnuð eru. Lagt er til að fjölgað verði afeitrunarplássum sem eru tiltæk með litlum sem engum fyrirvara fyrir fólk sem er í stöðugri vímuefnaneyslu, einkum á landsbyggðinni.Einstaklingum sem sprauta vímuefnum í æð verði tryggður aðgangur að gjaldfrjálsri nálaskiptiþjónustu.Sjá viðtal við Borgar Þór Einarsson í myndskeiði.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira