Íslenski boltinn

Stöðvar Breiðablik sigurgöngu KR?

Anton Ingi Leifsson skrifar
KR hefur verið á góðu skriði.
KR hefur verið á góðu skriði. vísir/pjetur
Tveir mikilvægir leikir fara fram í Pepsi-deild karla í dag, en stórleikur dagsins verður í Frostaskjóli.

Breiðablik heimsækir KR á Alvogen-völlinn, en KR hefur verið á blússandi siglingu undanfarna daga og vikur og unnið þrjá leiki í röð.

Þeir eru komnir upp í sjötta sæti deildarinnar, með 22 stig, en Breiðablik er í fjórða sætinu með 26 stig eftir sigur á Þrótti í síðustu umferð.

Leikurinn er því afar mikilvægur fyrir bæði lið, en Breiðablik er fimm stigum frá FH sem er á toppi deildarinnar.

Í hinum leik dagsins heimsækja Fjölnismenn Ólafsvík þar sem þeir mæta heimamönnum í Víking sem hafa verið í frjálsu falli.

Fjölnir tapaði naumlega fyrir FH í síðasta leik, 1-0, en liðið er í þriðja sæti deildarinnar, fimm stigum frá FH.

Víkingur hefur tapað fimm leikjum í röð og hafa dregist niður í níunda sætið þar sem þeir sitja með 18 stig. Þeir eru fimm stgum frá Fylki sem er í fallsæti.

Umferðinni lýkur svo á morgun með fjórum leikjum, en umferðinni verður gerð skil klukkan 22.00 í Pepsi-mörkunum þar sem Hörður Magnússon og spekingar fara yfir umferðina í máli og myndum.

Leikir dagsins:

18.00 KR - Breiðablik (Stöð 2 Sport HD)

18.00 Víkingur Ó. - Fjölnir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×