Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Fjölnir 2-2 | Víkingur stöðvaði blæðinguna | Sjáðu mörkin Guðmundur Marinó Ingvarsson á Ólafsvíkurvelli skrifar 21. ágúst 2016 21:15 Marcus Solberg tryggði Fjölni 2-2 jafntefli gegn Víkingi Ólafsvík á útivelli í 16. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn hafði Víkingur tapað fimm leikjum í röð en liðið fékk þó nokkuð sjálfstraust þegar Kenan Turudija kom liðinu yfir strax á sjöundu mínútu með skalla af stuttu færi. Víkingur varðist vel en sofnaði í augnablik í varnarleiknum sem Marcus Solberg nýtti sér með að jafna metin á 38. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar var Þorsteinn Már Ragnarsson búinn að koma Víkingi yfir á ný eftir mistök í vörn Fjölnis og var Víkingur því 2-1 yfir í hálfleik.Emir Dokara hægri bakvörður Víkings fékk að líta rauðaspjaldið á síðustu mínútu fyrri hálfleiks fyrir háskaleik, hann sparkaði í höfuð Martin Lund Pedersen. Einum fleiri sóttu Fjölnismenn án afláts í seinni hálfleik gegn þéttum varnarmúr Víkings og uppskáru jöfnunarmark þegar Solberg skoraði annað mark sitt af stuttu færi eftir góða sendingu Þóris Guðjónssonar. Ólsarar eru nú sex stigum frá fallsæti og Fjölnir fór í annað sætið með stiginu sem dugir þó skammt í titilbaráttunni.Af hverju jafntefli? Það er hægt að líta á það frá bæjardyrum beggja liða. Víkingar gætu sagt; af því að Ólsarar voru manni færri allan seinni hálfleikinn. Fjölnismaður gæti svarað að liðið náði ekki að skapa sér nægjanlega mörg færi til að nýta yfirburðina í seinni hálfleik til að sækja þrjú stig. Víkingur var betri aðilinn í fyrri hálfleik og var verðskuldað yfir í hálfleik. Rauða spjaldið hafði augljós áhrif en heimamenn vörðust vel nánast allan leikinn en gleymdu sér í tvígang og því náði Fjölnir að jafna metin tvisvar í leiknum. Fjölnismenn geta líka bent á að þeir höfðu tækifæri til að hreinsa boltanum frá áður en Víkingur komst yfir í seinna skiptið enda má alltaf gera betur í varnarleik þegar mörk eru skoruð.Þessir stóðu upp úr Marcus Solberg skoraði tvö mörk fyrir Fjölni. Hvað er hægt að biðja um meira frá framherja? Hann kláraði bæði færi sín mjög vel en Fjölnir náði ekki að leika eins vel og liðið hefur gert best á leiktíðinni. Cristian Martinez átti góðan leik í marki Víkings og Martin Svensson var mjög líflegur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann var mjög ógnandi og virtist fá mikið sjálfstraust við fyrra mark Víkings líkt og liðið allt.Hvað gekk illa? Varnarmenn liðanna hefðu getað gert mun betur í mörkunum. Fyrra mark Fjölnis kemur upp úr markspyrnu og eftir langa sendingu fram, ekki ósvipað markinu sem ÍBV skoraði á þessum velli fyrir tveimur vikum. Hans Viktor Guðmundsson vil eflaust ekki sjá annað mark Víkings aftur. Hann fékk gott tækifæri til að hreinsa boltann frá markinu en virtist ekki hitta knöttinn.Hvað gerist næst? Ólsarar halda lífróðri sínum í deildinni áfram. Liðið fékk mikilvægt stig í kvöld en þarf líklega að minnsta kosti þrjú stig til viðbótar til að halda sæti sínu í deildinni að lágmarki. Liðið fær Íslandsmeistara FH í heimsókn í næstu umferð eftir viku. Fjölnir er enn í baráttunni á toppnum þó stigið hjálpi liðinu lítið í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Fjölnir fær Fylki í heimsókn eftir viku og má ekki misstíga sig aftur gegn liði í fallbaráttunni ætli liðið að ná í Evrópusæti. Ejub: Góð viðbrögð við hörmungunum að undanförnuEjub Purisevic þjálfar Víkings Ólafsvíkur var augljóslega létt eftir að lið hans náði að binda enda á fimm leikja taphrinu í kvöld. „Það var mjög gott að fá stig og líka gott að eiga góðan leik. Við lékum vel í fyrri hálfleik og líka í seinni miðað við að vera manni færri,“ sagði Ejub fljótlega eftir leikinn. „Við lékum á móti góðu liði manni færri. Við vorum mjög flottir fram að jöfnunarmarki þeirra og þetta voru góð viðbrögð við hörmungunum að undanförnu. „Við höfum verið í holu og erum að grafa okkur upp. Við getum klárlega byggt ofan á þennan leik.“ Fyrir leikinn í kvöld hafði Víkingur tapað fimm leikjum í röð og aðeins náð í eitt stig í sex síðustu leikjum sínum. Nú er uppskeran tvö stig í sjö leikjum og enn mikil vinna fyrir höndum. „Ég hugsa bara um næsta leik. Fyrir fjórum vikum setti ég leik þannig upp að ef við myndum vinna værum við í toppbaráttu. Síðan þá hafa hlutirnir breyst og við sogast niður. „Auðvitað væri maður mikið rólegri ef við myndum tryggja okkur í deildinni. Það er of snemmt að stressa sig á stöðunni,“ sagði Ejub en viðurkenndi þó að stigið í kvöld létti lund manna í Ólafsvík. „Þrjú stig í kvöld hefðu verið frábær og við hefðum getað hugsað lengra fram í tímann en ef þú tapar svona mörgum leikjum þá er stig rosalega gott, sérstaklega á móti svona góðu liði. Það hefur ekkert unnist eða tapast með þessu stigi en vissulega verður betri stemning í klefanum með þessu stigi.“ Ólsarar voru ekki sáttir þegar Þorvaldur Árnason dómari dró upp rauða spjaldið á Emir Dokara undir lok fyrri hálfleiks þrátt fyrir gróft brot hans og háskaleik. Af orðum Ejub að dæma var um uppsafnaðan pirring í garð dómara í sumar að dæma. „Mér finnst allt of kjánalegt að tala um dómgæslu. Það sem ég segi um dómara er að ég vil fá þá hluti með mér sem ég fæ á móti mér. „Við fáum marg oft tækifæri til að fá víti sem við fáum ekki og svo fáum við víti dæmd á okkur sem eru í besta falli vafasöm. „Svo er það þetta sem gerist í kvöld. Okkur finnst nægja gult spjald. Þetta var óhapp. Hann er að sparka boltanum. Auðvitað finnst mér gula spjaldið nægja. Okkur virðist við hvert tækifæri vera grimmilega refsað. „Það getur vel verið að þetta hafi verið rétt. En eins og ég segi fáum við oft á okkur of stranga dóma. „Ég get alls ekki sagt að dómarinn hafi dæmt illa. En þessi atriði telja mjög mikið. „Það vilja allir fá það sem honum ber. Það er enginn að biðja um neitt meira,“ sagði Ejub. Ágúst: Fúlt að ná ekki að skora fleiriÁgúst Gylfason þjálfari Fjölnis var allt annað en sáttur við byrjun Fjölnis í leiknum í kvöld. „Við mættum ekki fyrr en það voru 35 mínútur liðnar. Þeir voru hættulegri en við og komust sanngjarnt yfir í 1-0,“ sagði Ágúst. „Við vorum fljótir að jafna en svo fá þeir smá gjöf og komast yfir. Svo breytist leikurinn við rauða spjaldið. „Við stjórnuðum seinni hálfleiknum frá a til ö og herjuðum vel á þá og náðum að setja eitt mark á þá. Það var auðvitað fúlt og ná ekki að skora fleiri og ná þessum þrem stigum sem eru mikilvæg í þessari baráttu.“ Þrátt fyrir harða sókn í seinni hálfleik átti Fjölnir í vandræðum með að skapa sér afgerandi færi í seinni hálfleik. „Þegar lið leggja allt sitt lið inn í teiginn þá er erfitt að komast í gegnum þau. Við gerðum harða atlögu að þeim en það er erfitt að skapa sér færi í þessari stöðu. „Heilt yfir eru þetta kannski sanngjörn úrslit og þetta er kærkomið stig fyrir Ólsarana í þessari baráttu og kannski fyrir okkur líka. Það voru tvö atvik í leiknum sem vógu þungt á úrslit leiksins. Það fyrra var rauða spjaldið sem Ágúst sagði erfitt að rína í. „Hann kemur á fullri ferð og okkar leikmaður er með stórt far á öxlinni. Hann hlýtur að hafa farið ofarlega með takkana. En ég læt aðra dæma um það.“ Hitt atriðið var mark sem dæmt af Tobias Salquist vegna rangstöðu. „Það er líka erfitt að sjá það. Línuvörðurinn er í bestu aðstöðunni til að sjá það. Fyrirgjöfin frá Viðari er svolítið sein að koma inn í teiginn og kannski hafi aðstoðardómarinn flagsað á því. Það breytir engu, við fáum ekkert þessi þrjú stig frá honum,“ sagði Ágúst. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Marcus Solberg tryggði Fjölni 2-2 jafntefli gegn Víkingi Ólafsvík á útivelli í 16. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn hafði Víkingur tapað fimm leikjum í röð en liðið fékk þó nokkuð sjálfstraust þegar Kenan Turudija kom liðinu yfir strax á sjöundu mínútu með skalla af stuttu færi. Víkingur varðist vel en sofnaði í augnablik í varnarleiknum sem Marcus Solberg nýtti sér með að jafna metin á 38. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar var Þorsteinn Már Ragnarsson búinn að koma Víkingi yfir á ný eftir mistök í vörn Fjölnis og var Víkingur því 2-1 yfir í hálfleik.Emir Dokara hægri bakvörður Víkings fékk að líta rauðaspjaldið á síðustu mínútu fyrri hálfleiks fyrir háskaleik, hann sparkaði í höfuð Martin Lund Pedersen. Einum fleiri sóttu Fjölnismenn án afláts í seinni hálfleik gegn þéttum varnarmúr Víkings og uppskáru jöfnunarmark þegar Solberg skoraði annað mark sitt af stuttu færi eftir góða sendingu Þóris Guðjónssonar. Ólsarar eru nú sex stigum frá fallsæti og Fjölnir fór í annað sætið með stiginu sem dugir þó skammt í titilbaráttunni.Af hverju jafntefli? Það er hægt að líta á það frá bæjardyrum beggja liða. Víkingar gætu sagt; af því að Ólsarar voru manni færri allan seinni hálfleikinn. Fjölnismaður gæti svarað að liðið náði ekki að skapa sér nægjanlega mörg færi til að nýta yfirburðina í seinni hálfleik til að sækja þrjú stig. Víkingur var betri aðilinn í fyrri hálfleik og var verðskuldað yfir í hálfleik. Rauða spjaldið hafði augljós áhrif en heimamenn vörðust vel nánast allan leikinn en gleymdu sér í tvígang og því náði Fjölnir að jafna metin tvisvar í leiknum. Fjölnismenn geta líka bent á að þeir höfðu tækifæri til að hreinsa boltanum frá áður en Víkingur komst yfir í seinna skiptið enda má alltaf gera betur í varnarleik þegar mörk eru skoruð.Þessir stóðu upp úr Marcus Solberg skoraði tvö mörk fyrir Fjölni. Hvað er hægt að biðja um meira frá framherja? Hann kláraði bæði færi sín mjög vel en Fjölnir náði ekki að leika eins vel og liðið hefur gert best á leiktíðinni. Cristian Martinez átti góðan leik í marki Víkings og Martin Svensson var mjög líflegur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann var mjög ógnandi og virtist fá mikið sjálfstraust við fyrra mark Víkings líkt og liðið allt.Hvað gekk illa? Varnarmenn liðanna hefðu getað gert mun betur í mörkunum. Fyrra mark Fjölnis kemur upp úr markspyrnu og eftir langa sendingu fram, ekki ósvipað markinu sem ÍBV skoraði á þessum velli fyrir tveimur vikum. Hans Viktor Guðmundsson vil eflaust ekki sjá annað mark Víkings aftur. Hann fékk gott tækifæri til að hreinsa boltann frá markinu en virtist ekki hitta knöttinn.Hvað gerist næst? Ólsarar halda lífróðri sínum í deildinni áfram. Liðið fékk mikilvægt stig í kvöld en þarf líklega að minnsta kosti þrjú stig til viðbótar til að halda sæti sínu í deildinni að lágmarki. Liðið fær Íslandsmeistara FH í heimsókn í næstu umferð eftir viku. Fjölnir er enn í baráttunni á toppnum þó stigið hjálpi liðinu lítið í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Fjölnir fær Fylki í heimsókn eftir viku og má ekki misstíga sig aftur gegn liði í fallbaráttunni ætli liðið að ná í Evrópusæti. Ejub: Góð viðbrögð við hörmungunum að undanförnuEjub Purisevic þjálfar Víkings Ólafsvíkur var augljóslega létt eftir að lið hans náði að binda enda á fimm leikja taphrinu í kvöld. „Það var mjög gott að fá stig og líka gott að eiga góðan leik. Við lékum vel í fyrri hálfleik og líka í seinni miðað við að vera manni færri,“ sagði Ejub fljótlega eftir leikinn. „Við lékum á móti góðu liði manni færri. Við vorum mjög flottir fram að jöfnunarmarki þeirra og þetta voru góð viðbrögð við hörmungunum að undanförnu. „Við höfum verið í holu og erum að grafa okkur upp. Við getum klárlega byggt ofan á þennan leik.“ Fyrir leikinn í kvöld hafði Víkingur tapað fimm leikjum í röð og aðeins náð í eitt stig í sex síðustu leikjum sínum. Nú er uppskeran tvö stig í sjö leikjum og enn mikil vinna fyrir höndum. „Ég hugsa bara um næsta leik. Fyrir fjórum vikum setti ég leik þannig upp að ef við myndum vinna værum við í toppbaráttu. Síðan þá hafa hlutirnir breyst og við sogast niður. „Auðvitað væri maður mikið rólegri ef við myndum tryggja okkur í deildinni. Það er of snemmt að stressa sig á stöðunni,“ sagði Ejub en viðurkenndi þó að stigið í kvöld létti lund manna í Ólafsvík. „Þrjú stig í kvöld hefðu verið frábær og við hefðum getað hugsað lengra fram í tímann en ef þú tapar svona mörgum leikjum þá er stig rosalega gott, sérstaklega á móti svona góðu liði. Það hefur ekkert unnist eða tapast með þessu stigi en vissulega verður betri stemning í klefanum með þessu stigi.“ Ólsarar voru ekki sáttir þegar Þorvaldur Árnason dómari dró upp rauða spjaldið á Emir Dokara undir lok fyrri hálfleiks þrátt fyrir gróft brot hans og háskaleik. Af orðum Ejub að dæma var um uppsafnaðan pirring í garð dómara í sumar að dæma. „Mér finnst allt of kjánalegt að tala um dómgæslu. Það sem ég segi um dómara er að ég vil fá þá hluti með mér sem ég fæ á móti mér. „Við fáum marg oft tækifæri til að fá víti sem við fáum ekki og svo fáum við víti dæmd á okkur sem eru í besta falli vafasöm. „Svo er það þetta sem gerist í kvöld. Okkur finnst nægja gult spjald. Þetta var óhapp. Hann er að sparka boltanum. Auðvitað finnst mér gula spjaldið nægja. Okkur virðist við hvert tækifæri vera grimmilega refsað. „Það getur vel verið að þetta hafi verið rétt. En eins og ég segi fáum við oft á okkur of stranga dóma. „Ég get alls ekki sagt að dómarinn hafi dæmt illa. En þessi atriði telja mjög mikið. „Það vilja allir fá það sem honum ber. Það er enginn að biðja um neitt meira,“ sagði Ejub. Ágúst: Fúlt að ná ekki að skora fleiriÁgúst Gylfason þjálfari Fjölnis var allt annað en sáttur við byrjun Fjölnis í leiknum í kvöld. „Við mættum ekki fyrr en það voru 35 mínútur liðnar. Þeir voru hættulegri en við og komust sanngjarnt yfir í 1-0,“ sagði Ágúst. „Við vorum fljótir að jafna en svo fá þeir smá gjöf og komast yfir. Svo breytist leikurinn við rauða spjaldið. „Við stjórnuðum seinni hálfleiknum frá a til ö og herjuðum vel á þá og náðum að setja eitt mark á þá. Það var auðvitað fúlt og ná ekki að skora fleiri og ná þessum þrem stigum sem eru mikilvæg í þessari baráttu.“ Þrátt fyrir harða sókn í seinni hálfleik átti Fjölnir í vandræðum með að skapa sér afgerandi færi í seinni hálfleik. „Þegar lið leggja allt sitt lið inn í teiginn þá er erfitt að komast í gegnum þau. Við gerðum harða atlögu að þeim en það er erfitt að skapa sér færi í þessari stöðu. „Heilt yfir eru þetta kannski sanngjörn úrslit og þetta er kærkomið stig fyrir Ólsarana í þessari baráttu og kannski fyrir okkur líka. Það voru tvö atvik í leiknum sem vógu þungt á úrslit leiksins. Það fyrra var rauða spjaldið sem Ágúst sagði erfitt að rína í. „Hann kemur á fullri ferð og okkar leikmaður er með stórt far á öxlinni. Hann hlýtur að hafa farið ofarlega með takkana. En ég læt aðra dæma um það.“ Hitt atriðið var mark sem dæmt af Tobias Salquist vegna rangstöðu. „Það er líka erfitt að sjá það. Línuvörðurinn er í bestu aðstöðunni til að sjá það. Fyrirgjöfin frá Viðari er svolítið sein að koma inn í teiginn og kannski hafi aðstoðardómarinn flagsað á því. Það breytir engu, við fáum ekkert þessi þrjú stig frá honum,“ sagði Ágúst.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira