Þorsteinn Sæmundsson: Augljóst að flokksþing yrði fyrir kosningar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 21. ágúst 2016 13:43 Misjafnar skoðanir virðast vera á því innan Framsóknarflokksins hvort halda eigi flokksþing fyrir komandi kosningar. Vísir Þingmaður Framsóknarflokksins segir augljóst að verði boðað til flokksþings að þá muni það fara fram fyrir kosningar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins segir hins vegar að þegar liggi fyrir að boðað verði til flokksþings, en þó sé ekki víst hvort það fari fram fyrir eða eftir kosningar. Tillaga á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi um að óska eftir flokksþingi í haust var felld í gær. Tillaga sama efnis var hins vegar samþykkt í Norðvestur- og Suðurkjördæmi. Samkvæmt reglum Framsóknarflokksins er skylt að boða til flokksþings ef meirihluti kjördæmisþinga óskar þess en þau eru fimm talsins. Í næstu viku fara fram kjördæmisþing flokksins í Suðurvesturkjördæmi og í Reykjavík og því ljóst að boðað verður til flokksþings samþykki annað þessara slíka tillögu en þar er æðsta stjórn flokksins kosin, það er formaður, varaformaður og ritari.Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins.Æskilegt að boða til flokksþingsÞorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurvesturkjördæmi, kemur til með að sitja bæði þessi kjördæmisþing en hann gefur kost á sér í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi kosningar „Ég held að það sé að mörgu leyti æskilegt að flýta flokksþingi. Bæði til að skerpa á stefnunni fyrir kosningar og ég held að það sé bara gott fyrir forystuna að fá endurnýjað umboð og fara þannig inn í kosningar.“Áttu von á að slík tillaga komi fram á kjördæmisþingum í Suðurvesturkjördæmi og í Reykjavík?„Ég á nú frekar von á því, já,“ segir Þorsteinn.Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins.Kostir og gallarSigmundur Davíð segir þá tillögu sem var felld á kjördæmisþingi í Norðausturkjördæmi í gær hafa verið aukaatriði þar sem það liggi fyrir nú þegar að boðað verði til flokksþings. „Það er búið að boða miðstjórnarfund sem að sér um boðun flokksþings. Þannig að það fer bara sinn vanagang,“ segir Sigmundur.Hvers vegna segir þú að það sé búið að boða til flokksþings?„Vegna þess að það er hlutverk haustfundar miðstjórnar flokksþings að boða til flokksþings.“Ertu þá að tala um að það liggi fyrir að það verði flokksþing fyrir kosningar„Miðstjórnin bara metur það hvenær eða hvaða dagsetning hentar best.“Þannig að það liggur ekki fyrir ákvörðun um það að það verði flokksþing fyrir kosningar?„Nei, það bara geri ég ráð fyrir að menn meti hvaða tímasetning henti best.“Hver er þín skoðun á þessu, hvort það eigi að boða til flokksþings fyrir kosningar eða ekki?„Það eru svona bæði kostir og gallar við það að hafa hefðbundna aðferð, sem mér sýnist aðrir flokkar ætla að hafa, eða að breyta útaf því vegna þess að kosningar séu haldnar á svona óvenjulegum tíma. Við munum bara ræða það og meta á miðstjórnarfundi.“En þú vilt ekki gefa upp þína afstöðu?„Ég er bara að reyna að meta það eins og aðrir flokksmenn hvað henti best í því,“ segir Sigmundur Davíð.Augljóst að flokksþing yrði fyrir kosningarÞorsteinn Sæmundsson segir hins vegar augljóst að slíkt flokksþing kæmi til með að fara fram fyrir kosningar.Áttu von á að það verði flokksþing fyrir kosningar?„Ef við ákveðum að flýta flokksþingi að þá verður það haldið fyrir kosningar. Því að reglulegur tími flokksþings er að mig minnir í febrúar eða mars. Þannig að ef við ætluðum að flýta því hvort sem er, þá yrði því flýtt þannig að það yrði fyrir kosningar. Annars yrði enginn sérstakur akkur í því að flýta því,“ segir Þorsteinn. Kosningar 2016 X16 Norðaustur X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður X16 Suður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins segir augljóst að verði boðað til flokksþings að þá muni það fara fram fyrir kosningar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins segir hins vegar að þegar liggi fyrir að boðað verði til flokksþings, en þó sé ekki víst hvort það fari fram fyrir eða eftir kosningar. Tillaga á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi um að óska eftir flokksþingi í haust var felld í gær. Tillaga sama efnis var hins vegar samþykkt í Norðvestur- og Suðurkjördæmi. Samkvæmt reglum Framsóknarflokksins er skylt að boða til flokksþings ef meirihluti kjördæmisþinga óskar þess en þau eru fimm talsins. Í næstu viku fara fram kjördæmisþing flokksins í Suðurvesturkjördæmi og í Reykjavík og því ljóst að boðað verður til flokksþings samþykki annað þessara slíka tillögu en þar er æðsta stjórn flokksins kosin, það er formaður, varaformaður og ritari.Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins.Æskilegt að boða til flokksþingsÞorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurvesturkjördæmi, kemur til með að sitja bæði þessi kjördæmisþing en hann gefur kost á sér í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi kosningar „Ég held að það sé að mörgu leyti æskilegt að flýta flokksþingi. Bæði til að skerpa á stefnunni fyrir kosningar og ég held að það sé bara gott fyrir forystuna að fá endurnýjað umboð og fara þannig inn í kosningar.“Áttu von á að slík tillaga komi fram á kjördæmisþingum í Suðurvesturkjördæmi og í Reykjavík?„Ég á nú frekar von á því, já,“ segir Þorsteinn.Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins.Kostir og gallarSigmundur Davíð segir þá tillögu sem var felld á kjördæmisþingi í Norðausturkjördæmi í gær hafa verið aukaatriði þar sem það liggi fyrir nú þegar að boðað verði til flokksþings. „Það er búið að boða miðstjórnarfund sem að sér um boðun flokksþings. Þannig að það fer bara sinn vanagang,“ segir Sigmundur.Hvers vegna segir þú að það sé búið að boða til flokksþings?„Vegna þess að það er hlutverk haustfundar miðstjórnar flokksþings að boða til flokksþings.“Ertu þá að tala um að það liggi fyrir að það verði flokksþing fyrir kosningar„Miðstjórnin bara metur það hvenær eða hvaða dagsetning hentar best.“Þannig að það liggur ekki fyrir ákvörðun um það að það verði flokksþing fyrir kosningar?„Nei, það bara geri ég ráð fyrir að menn meti hvaða tímasetning henti best.“Hver er þín skoðun á þessu, hvort það eigi að boða til flokksþings fyrir kosningar eða ekki?„Það eru svona bæði kostir og gallar við það að hafa hefðbundna aðferð, sem mér sýnist aðrir flokkar ætla að hafa, eða að breyta útaf því vegna þess að kosningar séu haldnar á svona óvenjulegum tíma. Við munum bara ræða það og meta á miðstjórnarfundi.“En þú vilt ekki gefa upp þína afstöðu?„Ég er bara að reyna að meta það eins og aðrir flokksmenn hvað henti best í því,“ segir Sigmundur Davíð.Augljóst að flokksþing yrði fyrir kosningarÞorsteinn Sæmundsson segir hins vegar augljóst að slíkt flokksþing kæmi til með að fara fram fyrir kosningar.Áttu von á að það verði flokksþing fyrir kosningar?„Ef við ákveðum að flýta flokksþingi að þá verður það haldið fyrir kosningar. Því að reglulegur tími flokksþings er að mig minnir í febrúar eða mars. Þannig að ef við ætluðum að flýta því hvort sem er, þá yrði því flýtt þannig að það yrði fyrir kosningar. Annars yrði enginn sérstakur akkur í því að flýta því,“ segir Þorsteinn.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður X16 Suður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira