Íslenski boltinn

Hermann: Til háborinnar skammar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson vísir/hanna
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, sagði frammistöðu sinna manna hafa valdið sér gríðarlegum vonbrigðum í 3-0 tapleiknum gegn ÍA í kvöld.

„Þetta olli mér mjög miklum vonbrigðum. Ef þú mætir ekki til leiks þá kemstu aldrei neitt áfram,“ sagði Hermann eftir leikinn. „Það var mikill doði yfir öllu hjá okkur. Hvort sem við vorum með boltann eða ekki. Við notuðum boltann alveg hræðilega illa.“

„Það er erfitt að fá svona frammistöðu þegar búið er að setja ákveðin viðmið og gera raunhæfar væntingar til liðsins. Þá býstu við því. En þetta var algjörlega til háborinnar skammar.“

Hann segir ekkert að marka hvernig liðið hafi spilað í kvöld, leikmenn hafi brugðist. „Ég get alveg sagt þér það að leikskipulagið skiptir ekki rassgat máli. Ef að menn eru svona dofnir úti á velli og ákvarðantakan svona þá áttu aldrei séns.“

„Fyrstu tvö mörkin voru líka algjörar gjafir. ÍA fékk þau á silfurfati. Við eigum það nú eftir að geta spilað illa og fengið stig. Við höfum spilað leiki vel en ekkert fengið úr þeim.“

Nánari umfjöllun og viðtöl eru í greininni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×