Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Fótboltalið eins og líffæri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Slök frammistaða Fylkis í leiknum gegn ÍA í Pepsi-deild karla á mánudagskvöld var til umræðu í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport.

ÍA vann sannfærandi sigur í leiknum, 3-0, og fyrir vikið er Fylkir enn fjórum stigum frá öruggu sæti þegar sex umferðir eru eftir.

„Fyrst og síðast voru þeir ótrúlega andlausir,“ sagði Hjörtur um frammistöðu Fylkismanna í leiknum og bendir á að það hefði verið ótrúlegt að hugsa til þess að þar færi lið sem væri að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.

„Fótboltalið er stundum eins og eitthvað líffæri sem hefur eigin heila. Þú veist ekki af hverju stemningin dettur niður. Það eru allir af vilja gerðir en svo koðnar þetta niður og enginn getur sett fingurinn á það,“ sagði Hjörtur enn fremur.

„Ég veit ekki hvaða líffæri þú átt við,“ sagði Logi þá í léttum dúr og virtist hafa eitt ákveðið í huga. „Ég ætla nú ekki að nefna það hér.“

Þessa stórskemmtilegu umræðu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×