Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - ÍBV 2-1 | Stjörnukonur náðu fimm stiga forskoti Kristinn Páll Teitsson á Samsung-vellinum skrifar 24. ágúst 2016 20:30 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/ernir Stjarnan náði fimm stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með naumum 2-1 sigri á ÍBV á heimavelli í kvöld en þetta var sjötti sigurleikur Stjörnunnar í röð. Eyjakonur byrjuðu leikinn betur og komust yfir með marki frá Cloe Lacasse er hún hljóp einfaldlega framhjá allri varnarlínu Stjörnunnar og renndi boltanum framhjá markverði Stjörnunnar. Harpa Þorsteinsdóttir jafnaði metin stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks en það var síðan Donna Key Henry sem skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok með stórglæsilegu marki. Stjörnukonur áttu í erfiðleikum með að skapa færi en náðu að nýta tvö þeirra til þess að hirða stigin þrjú og ná fimm stiga forskoti þegar fimm umferðir eru eftir.Af hverju vann Stjarnan? Það vantar ekki gæðin í lið Stjörnunnar og þegar þú ert með leikmann á borð við Hörpu í fremstu víglínu sem nýtir öll þau færi sem hún fær þá á liðið alltaf góða möguleika. Eyjakonur byrjuðu leikinn betur og virtust ætla að halda sama skipulagi og gegn Val í síðasta leik sem gekk vel en Harpa refsaði þeim við fyrsta tækifæri og hleypti Stjörnunni aftur inn í leikinn. Sigurmarkið kom nánast upp úr þurru eftir gullsendingu Önu Victoriu Cate á Donnu. Ana gerði gríðarlega vel þegar hún vann boltann við miðjuhringinn og sendi boltann beint á Donnu í vítateig Eyjaliðsins og Donna kláraði færið afskaplega vel. Stjarnan hefur oft spilað betur en í dag en liðið gerði einfaldlega nóg til að taka stigin þrjú og ná góðu forskoti á toppi deildarinnar.Þessar stóðu upp úr Annan leikinn í röð tókst Eyjaliðinu vel að verjast sem heild en varnarlínan gaf framherjum Stjörnunnar engan tíma og fyrir framan þær unnu Sara Rós Einarsdóttir og Lisa-Marie Woods vinnuna sína vel. Þá var Cloe mjög spræk í sóknarleik ÍBV þrátt fyrir að liðsfélagar hennar væru full aftarlega. Ásamt því að skora mark ÍBV í leiknum komu hættulegustu færi Eyjaliðsins yfirleitt eftir góða rispu frá Cloe. Garðbæingar stýrðu leiknum vel og voru María Eva Eyjólfsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir vel á verði og stöðvuðu flestar sóknir Eyjaliðsins í fæðingu.Hvað gekk illa? Stjarnan fékk fjöldan allra tækifæra til þess að koma boltanum fyrir markið úr álitlegri stöðu en það vantaði upp á gæðin í fyrirgjöfum sóknarsinnaðra miðjumanna liðsins. Fyrir vikið gekk liðinu illa að skapa færi í leiknum þrátt fyrir að vera mun meira með boltann, sérstaklega eftir að Harpa jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Eyjaliðið byrjaði leikinn af krafti og var líklegra liðið framan af en liðið féll of aftarlega á völlinn í fyrri hálfleik og var því lítið um sóknarleik liðsins í seinni hálfleik.Hvað gerist næst? Stjörnukonur eru komnar með gott fimm stiga forskot á Breiðablik þegar fimm umferðir eru eftir en liðið á erfitt próf framundan í næsta leik gegn Val á útivelli. Valskonur sem eiga enn veika von á titlinum eiga eflaust eftir að selja sig dýrt og gæti það opnað baráttuna upp á Íslandsmeistaratitilinn á ný en takist Garðbæingum að sigra þar stíga þær stórt skref í átt að titlinum. Eyjakonur eiga þriðja útileikinn í röð gegn ÍA en liðið heldur áfram að herja baráttu gegn Þór/KA um fjórða sæti Pepsi-deildarinnar. ÍBV féll niður í fimmta sætið eftir 1-0 sigur Þór/KA á KR en Valskonur náðu sex stiga forskoti á ÍBV í þriðja sætinu í kvöld. Ásgerður: Getum ekki hugsað út í þetta forskotÁsgerður með skot að marki sem Natasha Anasi hendir sér fyrir.Vísir/Ernir„Það er gríðarlegur léttir að hafa náð sigurmarkinu þarna. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik en við áttum í erfiðleikum í sókninni í seinni hálfleik,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, sátt að leikslokum. „Við áttum erfitt með að skapa opin færi en stigin þrjú eru allt sem skipta máli á þessu stigi mótsins.“ Stjarnan náði oft að komast í álitlega stöðu en lokasendingin og fyrirgjafir voru að reynast liðinu erfiðlega. „Við vorum að senda fyrirgjafirnar fyrir aftan sóknarmennina og lokasendingarnar voru slappar. Við fengum oft ágætis tíma en það vantaði herslumuninn í sóknarleikinn.“ ÍBV komst yfir þegar Cloe nýtti sér mistök í varnarlínu Stjörnunnar og hljóp í gegnum miðja vörn Stjörnunnar óáreitt. „Við vildum setja betri pressu á þær því við vitum að þær erum með hraða leikmenn. Við bjuggumst við að geta lokað á það með að pressa þær snemma en Cloe náði að leysa það vel í markinu.“ Ásgerður hrósaði Eyjaliðinu fyrir varnarleikinn í kvöld. „ÍBV er með frábært lið sem gaf okkur engin góð færi í leiknum. Varnarlínan þeirra og Bryndís gerðu okkur erfitt fyrir en Harpa og Donna kláruðu færin sín vel.“ Stjörnukonur eru með fimm stiga forskot þegar fimm umferðir eru eftir en Ásgerður gerði lítið úr þessu bili. „FH er með sjö stiga forskot í karlaboltanum en það er ekki búið að krýna þá meistara, það sýnir að við getum ekki hugsað út í þetta forskot. Það er fínt að leikurinn sem við áttum inni sé búinn en það en einn erfiðasti leikur sumarsins framundan gegn Val.“ Ian Jeffs: Áttum ekkert skilið úr þessum leikÞað var bongóblíða í Garðabænum í kvöld sem stríddi Jeffs.Vísir/Ernir„Það er vissulega svekkjandi að missa stigið undir lokin en ef ég á að vera hreinskilinn áttum við ekkert skilið úr þessum leik,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, hreinskilinn að leik loknum í kvöld. „Spilamennskan var ekki nægilega góð þrátt fyrir að við kæmumst yfir. Við fengum nokkur færi en spilamennskan var einfaldlega ekki nægilega góð.“ ÍBV gaf fá færi á sér í leiknum en liðið féll full aftarlega eftir að hafa komist yfir. „Við vorum þétt aftarlega og við vörðumst vel lengst af í leiknum en það gekk ekkert að halda boltanum. Við fórum of oft í háa bolta í von um að eitthvað myndi gerast,“ sagði Ian og bætti við: „Við þurfum að refsa betur þegar við fáum færi í leikjum. Í báðum leikjum tímabilsins átti Stjarnan ekkert frábæran leik en þær ná að knýja fram sigurinn. Við erum ekki nógu góð í að refsa þótt að við séum ekki að spila vel.“ Ólafur: Þolinmæðin skilaði sigrinum„Við mættum frábæru Eyjaliði í kvöld sem leyfði okkur að vera með boltann en gaf engin færi á sér. Þolinmæðin skilaði sér sem betur fer í dag og karakterinn sem er ánægjulegt,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, að leikslokum í kvöld. „Við sáum það þegar við skoðuðum leiki ÍBV í sumar að þær eru með mjög öflugt lið með eitraðar skyndisóknir.“ Ólafur var ósáttur með varnarleikinn í marki ÍBV. „Þetta var mjög klaufalegt en það er hægt að gagnrýna bæði miðverðina og miðjumennina fyrir framan þær. Við lokuðum ekki nægilega vel á hana þótt við vissum að hún væri með þetta upp í erminni.“ Ólafur hrósaði Donnu sem skoraði sigurmarkið með síðustu snertingu sinni í leiknum. „Hún er búin að vera frá í síðustu leikjum og þetta er fyrsti alvöru leikurinn hennar í nokkrar vikur. Henni tókst þrátt fyrir það að sýna gæði sín í markinu sem var glæsilegt og ekki var sendingin frá Önu síðri.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Stjarnan náði fimm stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með naumum 2-1 sigri á ÍBV á heimavelli í kvöld en þetta var sjötti sigurleikur Stjörnunnar í röð. Eyjakonur byrjuðu leikinn betur og komust yfir með marki frá Cloe Lacasse er hún hljóp einfaldlega framhjá allri varnarlínu Stjörnunnar og renndi boltanum framhjá markverði Stjörnunnar. Harpa Þorsteinsdóttir jafnaði metin stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks en það var síðan Donna Key Henry sem skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok með stórglæsilegu marki. Stjörnukonur áttu í erfiðleikum með að skapa færi en náðu að nýta tvö þeirra til þess að hirða stigin þrjú og ná fimm stiga forskoti þegar fimm umferðir eru eftir.Af hverju vann Stjarnan? Það vantar ekki gæðin í lið Stjörnunnar og þegar þú ert með leikmann á borð við Hörpu í fremstu víglínu sem nýtir öll þau færi sem hún fær þá á liðið alltaf góða möguleika. Eyjakonur byrjuðu leikinn betur og virtust ætla að halda sama skipulagi og gegn Val í síðasta leik sem gekk vel en Harpa refsaði þeim við fyrsta tækifæri og hleypti Stjörnunni aftur inn í leikinn. Sigurmarkið kom nánast upp úr þurru eftir gullsendingu Önu Victoriu Cate á Donnu. Ana gerði gríðarlega vel þegar hún vann boltann við miðjuhringinn og sendi boltann beint á Donnu í vítateig Eyjaliðsins og Donna kláraði færið afskaplega vel. Stjarnan hefur oft spilað betur en í dag en liðið gerði einfaldlega nóg til að taka stigin þrjú og ná góðu forskoti á toppi deildarinnar.Þessar stóðu upp úr Annan leikinn í röð tókst Eyjaliðinu vel að verjast sem heild en varnarlínan gaf framherjum Stjörnunnar engan tíma og fyrir framan þær unnu Sara Rós Einarsdóttir og Lisa-Marie Woods vinnuna sína vel. Þá var Cloe mjög spræk í sóknarleik ÍBV þrátt fyrir að liðsfélagar hennar væru full aftarlega. Ásamt því að skora mark ÍBV í leiknum komu hættulegustu færi Eyjaliðsins yfirleitt eftir góða rispu frá Cloe. Garðbæingar stýrðu leiknum vel og voru María Eva Eyjólfsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir vel á verði og stöðvuðu flestar sóknir Eyjaliðsins í fæðingu.Hvað gekk illa? Stjarnan fékk fjöldan allra tækifæra til þess að koma boltanum fyrir markið úr álitlegri stöðu en það vantaði upp á gæðin í fyrirgjöfum sóknarsinnaðra miðjumanna liðsins. Fyrir vikið gekk liðinu illa að skapa færi í leiknum þrátt fyrir að vera mun meira með boltann, sérstaklega eftir að Harpa jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Eyjaliðið byrjaði leikinn af krafti og var líklegra liðið framan af en liðið féll of aftarlega á völlinn í fyrri hálfleik og var því lítið um sóknarleik liðsins í seinni hálfleik.Hvað gerist næst? Stjörnukonur eru komnar með gott fimm stiga forskot á Breiðablik þegar fimm umferðir eru eftir en liðið á erfitt próf framundan í næsta leik gegn Val á útivelli. Valskonur sem eiga enn veika von á titlinum eiga eflaust eftir að selja sig dýrt og gæti það opnað baráttuna upp á Íslandsmeistaratitilinn á ný en takist Garðbæingum að sigra þar stíga þær stórt skref í átt að titlinum. Eyjakonur eiga þriðja útileikinn í röð gegn ÍA en liðið heldur áfram að herja baráttu gegn Þór/KA um fjórða sæti Pepsi-deildarinnar. ÍBV féll niður í fimmta sætið eftir 1-0 sigur Þór/KA á KR en Valskonur náðu sex stiga forskoti á ÍBV í þriðja sætinu í kvöld. Ásgerður: Getum ekki hugsað út í þetta forskotÁsgerður með skot að marki sem Natasha Anasi hendir sér fyrir.Vísir/Ernir„Það er gríðarlegur léttir að hafa náð sigurmarkinu þarna. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik en við áttum í erfiðleikum í sókninni í seinni hálfleik,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, sátt að leikslokum. „Við áttum erfitt með að skapa opin færi en stigin þrjú eru allt sem skipta máli á þessu stigi mótsins.“ Stjarnan náði oft að komast í álitlega stöðu en lokasendingin og fyrirgjafir voru að reynast liðinu erfiðlega. „Við vorum að senda fyrirgjafirnar fyrir aftan sóknarmennina og lokasendingarnar voru slappar. Við fengum oft ágætis tíma en það vantaði herslumuninn í sóknarleikinn.“ ÍBV komst yfir þegar Cloe nýtti sér mistök í varnarlínu Stjörnunnar og hljóp í gegnum miðja vörn Stjörnunnar óáreitt. „Við vildum setja betri pressu á þær því við vitum að þær erum með hraða leikmenn. Við bjuggumst við að geta lokað á það með að pressa þær snemma en Cloe náði að leysa það vel í markinu.“ Ásgerður hrósaði Eyjaliðinu fyrir varnarleikinn í kvöld. „ÍBV er með frábært lið sem gaf okkur engin góð færi í leiknum. Varnarlínan þeirra og Bryndís gerðu okkur erfitt fyrir en Harpa og Donna kláruðu færin sín vel.“ Stjörnukonur eru með fimm stiga forskot þegar fimm umferðir eru eftir en Ásgerður gerði lítið úr þessu bili. „FH er með sjö stiga forskot í karlaboltanum en það er ekki búið að krýna þá meistara, það sýnir að við getum ekki hugsað út í þetta forskot. Það er fínt að leikurinn sem við áttum inni sé búinn en það en einn erfiðasti leikur sumarsins framundan gegn Val.“ Ian Jeffs: Áttum ekkert skilið úr þessum leikÞað var bongóblíða í Garðabænum í kvöld sem stríddi Jeffs.Vísir/Ernir„Það er vissulega svekkjandi að missa stigið undir lokin en ef ég á að vera hreinskilinn áttum við ekkert skilið úr þessum leik,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, hreinskilinn að leik loknum í kvöld. „Spilamennskan var ekki nægilega góð þrátt fyrir að við kæmumst yfir. Við fengum nokkur færi en spilamennskan var einfaldlega ekki nægilega góð.“ ÍBV gaf fá færi á sér í leiknum en liðið féll full aftarlega eftir að hafa komist yfir. „Við vorum þétt aftarlega og við vörðumst vel lengst af í leiknum en það gekk ekkert að halda boltanum. Við fórum of oft í háa bolta í von um að eitthvað myndi gerast,“ sagði Ian og bætti við: „Við þurfum að refsa betur þegar við fáum færi í leikjum. Í báðum leikjum tímabilsins átti Stjarnan ekkert frábæran leik en þær ná að knýja fram sigurinn. Við erum ekki nógu góð í að refsa þótt að við séum ekki að spila vel.“ Ólafur: Þolinmæðin skilaði sigrinum„Við mættum frábæru Eyjaliði í kvöld sem leyfði okkur að vera með boltann en gaf engin færi á sér. Þolinmæðin skilaði sér sem betur fer í dag og karakterinn sem er ánægjulegt,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, að leikslokum í kvöld. „Við sáum það þegar við skoðuðum leiki ÍBV í sumar að þær eru með mjög öflugt lið með eitraðar skyndisóknir.“ Ólafur var ósáttur með varnarleikinn í marki ÍBV. „Þetta var mjög klaufalegt en það er hægt að gagnrýna bæði miðverðina og miðjumennina fyrir framan þær. Við lokuðum ekki nægilega vel á hana þótt við vissum að hún væri með þetta upp í erminni.“ Ólafur hrósaði Donnu sem skoraði sigurmarkið með síðustu snertingu sinni í leiknum. „Hún er búin að vera frá í síðustu leikjum og þetta er fyrsti alvöru leikurinn hennar í nokkrar vikur. Henni tókst þrátt fyrir það að sýna gæði sín í markinu sem var glæsilegt og ekki var sendingin frá Önu síðri.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira