Íslenski boltinn

Gulir og glaðir Grindvíkingar færast nær Pepsi-deildinni með sigri á Selfossi í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Grindvíkingar hafa fagnað 44 mörkum í sumar, langflestum allra liða í Inkasso-deildinni.
Grindvíkingar hafa fagnað 44 mörkum í sumar, langflestum allra liða í Inkasso-deildinni. vísir/hanna
Átjánda umferð Inkasso-deildarinnar hefst í kvöld með þremur leikjum.

Topplið Grindavíkur sækir Selfoss heim í leik sem verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD.

Grindvíkingar eru sjóðheitir og hafa unnið fjóra leiki í röð með markatölunni 12-1. Með sigri á Selfossi í kvöld eru þeir gulu komnir með annan fótinn upp í Pepsi-deildina þar sem þeir hafa ekki leikið frá árinu 2012.

Grindavík er með 37 stig, einu stigi meira en KA sem er í 2. sætinu og 11 stigum á undan grönnunum í Keflavík sem sitja í 3. sæti.

Keflvíkingar fá Hauka í heimsókn í kvöld. Lærisveinar Þorvaldar Örlygssonar hafa farið illa að ráði sínu að undanförnu og aðeins fengið eitt stig út úr síðustu þremur leikjum sínum.

Haukar hafa aftur á móti unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og með sigri í kvöld jafna þeir Keflavík að stigum.

Hitt liðið sem féll úr Pepsi-deildinni í fyrra, Leiknir R., tekur á móti Fram.

Leiknismenn hafa stimplað sig út úr toppbaráttunni með fjórum töpum í síðustu fimm leikjum og eru komnir niður í 5. sæti deildarinnar.

Frammarar sigla lygnan sjó með 22 stig í 8. sæti en með sigri í kvöld fara þeir upp fyrir Leikni.

Leikir kvöldsins (hefjast allir klukkan 18:00):

Selfoss - Grindavík    Stöð 2 Sport 2 HD

Keflavík - Haukar

Leiknir R. - Fram




Fleiri fréttir

Sjá meira


×