Íslenski boltinn

Sunnudagskvöldið undirlagt Pepsi-deildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Fjölnis og FH fyrr í sumar en bæði lið verða í beinni útsendingu á sunnudag.
Úr leik Fjölnis og FH fyrr í sumar en bæði lið verða í beinni útsendingu á sunnudag. Vísir
Áhugamenn um íslenska knattspyrnu fá stóran skammt af Pepsi-deildinni á sunnudag en þá fara fimm leikir fram í deildinni. Þrír þeirra verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hliðarrásum.

Á Stöð 2 Sport verður samfelld sex klukkustunda útsending frá Pepsi-deildinni en hún hefst með upphitun fyrir viðureign Fjölnis og Fylkis klukkan 17.30 og lýkur þegar Pepsi-mörkin fara úr útsendingu um klukkan 23.30.

Eftir beina útsendingu í Grafarvoginum verður skipt yfir í beina útsendingu frá Hlíðarenda þar sem Reykjavíkurslagur Vals og KR verður sýndur en sá leikur hefst klukkan 20.00.

Að þeirri útsendingu lokinni taka svo Hörður Magnússon og sérfræðingar hans við í Pepsi-mörkunum og gera upp sautjándu umferðina.

Þess fyrir utan verður sýnt frá leik Víkings Ólafsvíkur og FH í beinni útsendingu klukkan 17.50 á sunnudag á Stöð 2 Sport auk þess sem að viðureign Breiðabliks og Stjörnunnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16.30 á laugardag.

Alls verða því fjórir leikir af sex í 17. umferð Pepsi-deildar karla í beinni sjónvarpsútsendingu. Öllum leikjum verður þar að auki gerð góð skil á íþróttavef Vísis, þar sem allir leikir eru í beinni textalýsingu.

Upplýsingar um beinar útsendingar sem eru fram undan á stöðvum Stöðvar 2 Sports má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×