Spenntur fyrir alls konar vitleysu 26. ágúst 2016 10:00 Benni Hemm Hemm gefur út ljóðabókina Skordýr og samnefnda plötu á sama tíma. Fréttablaðið/Hanna Þann 2. september gefur tónlistarmaðurinn Benedikt Hermann Hermannsson, eða Benni Hemm Hemm, út ljóðabókina Skordýr og samhliða henni kemur út tuttugu og tveggja laga plata. „Sándlega séð er þessi plata dáldið mikið öðruvísi en það sem ég hef gert áður. Þetta er eiginlega unnið sem demó. Venjulega hef ég alltaf unnið demó og sent á þá sem ég spila með og fer svo í stúdíó og bý til eitthvað úr því þar. Mig hefur alltaf langað til að gera eitthvað með þetta demó-stig því að það er svolítið skemmtilegt. Það er oft eitthvert rugl þar sem týnist svo oft á leiðinni. Núna er ég svolítið að vinna með þessi demó heima sjálfur. Í textunum eru þetta aðeins meiri ljóð en áður. Ljóðin í bókinni og textarnir haldast í hendur – en ekki alveg það sama samt. Það er fullt af ljóðum í bókinni sem ekki eru til lög við og öfugt. Mig langaði til að hafa þetta allt eins beinskeytt og ég gæti. Það er mikið af löngum þögnum. Það var einbeittur brotavilji hjá mér að gera bara algjörlega það sem mér sýndist. Maður er alltaf að vinna með eitthvert form, ef maður veit að maður er að fara að gera geisladisk verður heildarlengd laganna alltaf þekkt en ef maður gefur út á netinu getur það þess vegna verið tveir dagar. Ég er ekki að fara að selja neitt – það er enginn að fara að kaupa plötuna. Þannig að það má segja að það að gera það sem manni sýnist er þemað,“ segir Benni, sem af þessu tilefni ætlar að halda tónleika í Mengi – en þetta verða engir venjulegir útgáfutónleikar heldur mun hann halda þrenna tónleika á tveimur dögum næstu helgi. Fyrstu tónleikarnir eru á föstudegi og þá spilar hann með tónlistarmönnum sem hann hefur aldrei spilað með áður. Á laugardeginum spilar hann með kórnum Kórus og síðan kemur hann fram um kvöldið ásamt hópi tónlistarmanna sem hann hefur áður spilað með. „Við spilum bara lögin af plötunni og þau verða bara einhvern veginn. Það veit enginn. Mér finnst það svolítið spennandi og það helst í hendur við hvernig ég tók þetta upp. Ég reyndi að taka upp alla partana áður en ég kunni lögin almennilega. Maður spilar öðruvísi þegar maður er ekki alveg með kveikt á öllum skilningarvitum. Það er einhver spenna yfir því að vera að gera þetta í fyrsta sinn sem heillar mig. Mig langaði svolítið til að halda þessu konsepti á þessum tónleikum. Á laugardagskvöldinu þá er ég með fólki sem ég hef spilað með áður. Það fólk veit alveg hvað það þýðir þegar ég lyfti upp hælnum. Þetta verður allt öðruvísi dæmi, þau lesa allt öðruvísi í allt sem ég geri. Það verður spennandi að gera einhverja vitleysu sem ég veit ekki hvernig verður fyrirfram.“ Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Þann 2. september gefur tónlistarmaðurinn Benedikt Hermann Hermannsson, eða Benni Hemm Hemm, út ljóðabókina Skordýr og samhliða henni kemur út tuttugu og tveggja laga plata. „Sándlega séð er þessi plata dáldið mikið öðruvísi en það sem ég hef gert áður. Þetta er eiginlega unnið sem demó. Venjulega hef ég alltaf unnið demó og sent á þá sem ég spila með og fer svo í stúdíó og bý til eitthvað úr því þar. Mig hefur alltaf langað til að gera eitthvað með þetta demó-stig því að það er svolítið skemmtilegt. Það er oft eitthvert rugl þar sem týnist svo oft á leiðinni. Núna er ég svolítið að vinna með þessi demó heima sjálfur. Í textunum eru þetta aðeins meiri ljóð en áður. Ljóðin í bókinni og textarnir haldast í hendur – en ekki alveg það sama samt. Það er fullt af ljóðum í bókinni sem ekki eru til lög við og öfugt. Mig langaði til að hafa þetta allt eins beinskeytt og ég gæti. Það er mikið af löngum þögnum. Það var einbeittur brotavilji hjá mér að gera bara algjörlega það sem mér sýndist. Maður er alltaf að vinna með eitthvert form, ef maður veit að maður er að fara að gera geisladisk verður heildarlengd laganna alltaf þekkt en ef maður gefur út á netinu getur það þess vegna verið tveir dagar. Ég er ekki að fara að selja neitt – það er enginn að fara að kaupa plötuna. Þannig að það má segja að það að gera það sem manni sýnist er þemað,“ segir Benni, sem af þessu tilefni ætlar að halda tónleika í Mengi – en þetta verða engir venjulegir útgáfutónleikar heldur mun hann halda þrenna tónleika á tveimur dögum næstu helgi. Fyrstu tónleikarnir eru á föstudegi og þá spilar hann með tónlistarmönnum sem hann hefur aldrei spilað með áður. Á laugardeginum spilar hann með kórnum Kórus og síðan kemur hann fram um kvöldið ásamt hópi tónlistarmanna sem hann hefur áður spilað með. „Við spilum bara lögin af plötunni og þau verða bara einhvern veginn. Það veit enginn. Mér finnst það svolítið spennandi og það helst í hendur við hvernig ég tók þetta upp. Ég reyndi að taka upp alla partana áður en ég kunni lögin almennilega. Maður spilar öðruvísi þegar maður er ekki alveg með kveikt á öllum skilningarvitum. Það er einhver spenna yfir því að vera að gera þetta í fyrsta sinn sem heillar mig. Mig langaði svolítið til að halda þessu konsepti á þessum tónleikum. Á laugardagskvöldinu þá er ég með fólki sem ég hef spilað með áður. Það fólk veit alveg hvað það þýðir þegar ég lyfti upp hælnum. Þetta verður allt öðruvísi dæmi, þau lesa allt öðruvísi í allt sem ég geri. Það verður spennandi að gera einhverja vitleysu sem ég veit ekki hvernig verður fyrirfram.“
Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira