Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - KR 2-0 | Kristinn Freyr er óstöðvandi og sá um KR Smári Jökull Jónsson skrifar 28. ágúst 2016 23:30 Guðmundur Ársæll átti ekki sinn besta leik með flautuna í kvöld. vísir/hanna Valur vann frábæran sigur á KR, 2-0, í lokaleik 17. umferðar Pepsi-deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. Kristinn Freyr Sigurðsson fór hreinlega á kostum og skoraði hann tvö mörk. Það getur fátt stöðvað þennan magnaða miðjumann í Pepsi-deildinni. Skúli Jón Friðgeirsson fékk rauða spjaldið hjá KR í dag en hann fékk í tvígang að líta gula spjaldið. Valur er komið í þriðja sæti með 28 stig í deildinni. KR-ingar eru í áttunda sætinu með 23 stig.Af hverju vann Valur?Valsmenn hafa verið á miklu skriði undanfarið en í fyrri hálfleik voru þeir í töluverðu basli gegn sprækum KR-ingum. Valsmenn voru hættulegir þegar þeir sóttu en það voru KR-ingar líka og gestirnir unnu boltann oft á miðsvæðinu. Heimamenn komu síðan töluvert sterkari út í seinni hálfleikinn og tóku yfirhöndina. Eftir að Skúli Jón fékk rauða spjaldið á 65.mínútu var ljóst að róðurinn yrði þungur fyrir gestina. Valsarar nýttu sér liðsmuninn vel og sóknarleikurinn fór að ganga eins og hann hefur gert í síðustu leikjum. Vítaspyrnan var kannski í ódýrari kantinum en Morten Beck tekur sénsinn þegar hann fer í bakið á Andra Adolphssyni inni í teig. Vesturbæingar létu dómgæsluna fara mikið í taugarnar á sér og misstu einbeitinguna á leikinn. Valsmenn sigldu sigrinum nokkuð örugglega í höfn og hefðu getað bætt við í lokin.Hverjir stóðu upp úr?Hjá Val átti Kristinn Freyr Sigurðsson enn einu sinni góðan leik. Hann er sífellt hættulegur á miðsvæðinu og ef Garðar Gunnlaugsson væri ekki búinn að vera jafn öflugur í liði ÍA og hann hefur verið í sumar þá væri auðvelt að velja mann tímabilsins. Stefán Logi Magnússon var einnig mjög góður í marki KR og varði oft á tíðum í góðum færum. Hann var öruggur í úthlaupum og gat lítið gert í þeim mörkum sem Valsmenn skoruðu. Kristinn Ingi Halldórsson var líflegur í framlínu Vals en hefði getað nýtt færin sín betur. Finnur Orri og Pálmi Rafn dreifðu spilinu ágætlega á miðju KR og þá voru þeir Rasmus og Orri Sigurður öflugir í miðri vörn Valsara og Andri sprækur í sókninni.Hvað gekk vel?Sóknarleikur Valsara var lengur í gang í kvöld en hann hefur verið undanfarið, en þegar hann komst af stað þá var hann flottur. Sóknarmennirnir Andri, Kristinn Ingi og Sigurður Egill eru sífellt ógnandi og með Kristin Frey þar fyrir aftan er öruggt mál að Valsarar fá færi í sínum leikjum. Þeir hafa skorað flest mörk allra í deildinni og það er auðvelt að sjá af hverju þegar maður horfir á þá spila. Varnarleikur heimamanna var sömuleiðis nokkuð traustur og KR-ingar ógnuðu helst með skotum við eða fyrir utan teiginn. Hjá KR var markvarslan góð eins og áður segir og í fyrri hálfleik voru þeir afar baráttuglaðir og unnu boltann oft af Valsmönnum á miðsvæðinu.Hvað gekk illa?KR-ingum gekk illa að halda haus í kvöld og bæði á bekknum og inni á vellinum létu menn ákvarðanir dómarans fara of mikið í taugarnar á sér. Það er skiljanlegt að þeir hafi verið ósáttir með rauða spjaldið en jafnt reynt lið og KR verður að ná að einbeita sér betur í mótlæti en þeir gerðu í kvöld. Að því sögðu verður einnig að minnast á dómarann. Guðmundur Ársæll Guðmundsson tók nokkrar sérstakar ákvarðanir í kvöld. Ef það er svo rétt sem Skúli Jón segir í viðtali hér á Vísi um atvikið þegar hann var rekinn útaf, þá er ljóst að hann fékk rautt spjald fyrir litlar sakir.Hvað næst?Valsmenn komu sér upp í 3.sæti deildarinnar með sigrinum í kvöld. Þeir halda næst í Garðabæinn og mæta Stjörnunni á Samsung-vellinum. Þar mætast eitt heitasta lið deildarinnar og eitt það kaldasta og ég myndi ekki tippa gegn Valssigri í þeim leik. KR-ingar sitja áfram í 8.sætinu eftir tapið og misstu þeir af ágætu tækifæri til að blanda sér í baráttuna um Evrópusæti. Þeir fá Eyjamenn í heimsókn á laugardaginn sem hefur gengið afleitlega undanfarið. Þeir verða þar án Skúla Jóns sem fær væntanlega leikbann eftir rauða spjaldið í kvöld en Indriði Sigurðsson kemur aftur inn eftir meiðsli. Þá talaði þjálfarinn Willum Þór um það eftir leik að meiðsli Michael Præst hefðu verið alvarleg og því ekki sérstaklega líklegt að hann verði með í Eyjum. Ólafur: 100% viss að FH vinnurÓlafur Jóhannesson var ánægður eftir sigurinn gegn KR í kvöld en sagði titilbaráttunni lokið og óskaði FH-ingum til hamingju með titilinn. „Ég er mjög ánægður með mína menn. Við spiluðum fínan leik og vorum með yfirhöndina. Leikurinn var reyndar jafn í upphafi en eftir svona 20 mínútur þá tókum við yfir,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi. Atvikin tvö í síðari hálfleik, þar sem KR-ingar fá á sig rautt spjald og svo vítaspyrnu, höfðu mikil áhrif á leikinn. Ólafur sagði klárt að vítið hefði verið réttur dómur. „Frá mér séð var þetta pottþétt vítaspyrna, það er enginn vafi á því. Rauða spjaldið veit ég ekkert um, það gerist bara inni á vellinum. Mér fannst bara KR-ingarnir tapa hausnum gagnvart dómaranum og einblína of mikið á það,“ bætti Ólafur við. Í fyrri hálfleiknum varð umdeilt atvik þegar Michael Præst meiðist og Kristinn Freyr Sigurðsson nýtir sér að Præst spilar hann réttstæðan langt fyrir aftan varnarlínu KR. „Þú sást kannski hver fékk boltann fyrst? Það var KR-ingur og hann setti boltann ekki útaf. Af hverju eigum við þá að gera það? Dómarinn dæmir þetta. KR-ingarnir missa boltann þegar þeir eru að leggja af stað og eigum við þá að sparka út. Ekki að dreyma um það,“ sagði Ólafur ákveðinn. Valsmenn unnu sinn þriðja sigur í Pepsi-deildinni í röð og komust upp í 3.sætið í deildinni með sigrinum. „Ég er 100% klár á því að FH vinnur þetta mót. Ég get meira að segja óskað þeim til hamingju með það. En við munum gera okkar besta til að ná í fleiri stig og svo sjáum við hvað gerist þegar mótið er búið. Willum: Erfitt að vera einum færriWillum Þór Þórsson sagði rauða spjaldið sem KR-ingar fengu hafa gert hans mönnum erfitt um vik og sagði það hafa breytt leiknum. Hann var rólegur þegar Vísir ræddi við hann eftir leik en varamannabekkur KR lét mikið heyra í sér á meðan á leik stóð. „Ég get sagt mjög margt um þennan leik. Mér fannst þetta vera tvö frábær fótboltalið í fyrri hálfleik. Sóknirnar flugu á milli og hraðinn var mikill. Þetta var einnig í jafnvægi í seinni hálfleik þar til við missum mann útaf,“ sagði Willum Þór að leik loknum. „Frá mér séð var vítaspyrnan ekki réttur dómur. Það var mjög erfitt að vera einum færri. Þeir eru með vel spilandi lið og á meðan allt var í jafnvægi var þetta í lagi. Svo breyttist það einfaldlega. Svo fengu þeir vítið og þannig fór þessi leikur eiginlega, lítið um það að segja.“ Varðandi atvikið þegar Michael Præst meiddist sagði Willum að Valsmenn hefðu vel getað rúllað boltanum út. „Mér fannst þetta ekkert sérstakt. Þeir sjá manninn liggja á vellinum og geta rúllað honum út. Það er það sem ég hefði viljað sjá. Þetta var alvarlegt og hann þurfti að yfirgefa völlinn. Það getur verið að þetta sé snertur af heilahristing eða því um líkt, við förum bara yfir það,“ sagði Willum að lokum. Pálmi Rafn: Hef aldrei séð annað einsPálmi Rafn Pálmason leikmaður KR var mjög ósáttur í leikslok eftir tapið gegn Val. Hann sagði KR-inga þurfa að líta í eigin barm en var einnig afar óánægður með Guðmund Ársæl dómara leiksins. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Við þurfum að byrja á að líta í eigin barm, við eigum ekki nógu góðan leik í dag. En það sem gerðist þarna úti, ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Pálmi í viðtali við Vísi strax eftir leik. „Ég nenni ekki að tala um þetta, ég fæ ekkert út úr því. Það þurfa allir að líta í eigin barm og við verðum að horfa á okkur fremst. En ég skelf,“ sagði Pálmi reiður í leikslok.vísir/hannavísir/hanna Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Valur vann frábæran sigur á KR, 2-0, í lokaleik 17. umferðar Pepsi-deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. Kristinn Freyr Sigurðsson fór hreinlega á kostum og skoraði hann tvö mörk. Það getur fátt stöðvað þennan magnaða miðjumann í Pepsi-deildinni. Skúli Jón Friðgeirsson fékk rauða spjaldið hjá KR í dag en hann fékk í tvígang að líta gula spjaldið. Valur er komið í þriðja sæti með 28 stig í deildinni. KR-ingar eru í áttunda sætinu með 23 stig.Af hverju vann Valur?Valsmenn hafa verið á miklu skriði undanfarið en í fyrri hálfleik voru þeir í töluverðu basli gegn sprækum KR-ingum. Valsmenn voru hættulegir þegar þeir sóttu en það voru KR-ingar líka og gestirnir unnu boltann oft á miðsvæðinu. Heimamenn komu síðan töluvert sterkari út í seinni hálfleikinn og tóku yfirhöndina. Eftir að Skúli Jón fékk rauða spjaldið á 65.mínútu var ljóst að róðurinn yrði þungur fyrir gestina. Valsarar nýttu sér liðsmuninn vel og sóknarleikurinn fór að ganga eins og hann hefur gert í síðustu leikjum. Vítaspyrnan var kannski í ódýrari kantinum en Morten Beck tekur sénsinn þegar hann fer í bakið á Andra Adolphssyni inni í teig. Vesturbæingar létu dómgæsluna fara mikið í taugarnar á sér og misstu einbeitinguna á leikinn. Valsmenn sigldu sigrinum nokkuð örugglega í höfn og hefðu getað bætt við í lokin.Hverjir stóðu upp úr?Hjá Val átti Kristinn Freyr Sigurðsson enn einu sinni góðan leik. Hann er sífellt hættulegur á miðsvæðinu og ef Garðar Gunnlaugsson væri ekki búinn að vera jafn öflugur í liði ÍA og hann hefur verið í sumar þá væri auðvelt að velja mann tímabilsins. Stefán Logi Magnússon var einnig mjög góður í marki KR og varði oft á tíðum í góðum færum. Hann var öruggur í úthlaupum og gat lítið gert í þeim mörkum sem Valsmenn skoruðu. Kristinn Ingi Halldórsson var líflegur í framlínu Vals en hefði getað nýtt færin sín betur. Finnur Orri og Pálmi Rafn dreifðu spilinu ágætlega á miðju KR og þá voru þeir Rasmus og Orri Sigurður öflugir í miðri vörn Valsara og Andri sprækur í sókninni.Hvað gekk vel?Sóknarleikur Valsara var lengur í gang í kvöld en hann hefur verið undanfarið, en þegar hann komst af stað þá var hann flottur. Sóknarmennirnir Andri, Kristinn Ingi og Sigurður Egill eru sífellt ógnandi og með Kristin Frey þar fyrir aftan er öruggt mál að Valsarar fá færi í sínum leikjum. Þeir hafa skorað flest mörk allra í deildinni og það er auðvelt að sjá af hverju þegar maður horfir á þá spila. Varnarleikur heimamanna var sömuleiðis nokkuð traustur og KR-ingar ógnuðu helst með skotum við eða fyrir utan teiginn. Hjá KR var markvarslan góð eins og áður segir og í fyrri hálfleik voru þeir afar baráttuglaðir og unnu boltann oft af Valsmönnum á miðsvæðinu.Hvað gekk illa?KR-ingum gekk illa að halda haus í kvöld og bæði á bekknum og inni á vellinum létu menn ákvarðanir dómarans fara of mikið í taugarnar á sér. Það er skiljanlegt að þeir hafi verið ósáttir með rauða spjaldið en jafnt reynt lið og KR verður að ná að einbeita sér betur í mótlæti en þeir gerðu í kvöld. Að því sögðu verður einnig að minnast á dómarann. Guðmundur Ársæll Guðmundsson tók nokkrar sérstakar ákvarðanir í kvöld. Ef það er svo rétt sem Skúli Jón segir í viðtali hér á Vísi um atvikið þegar hann var rekinn útaf, þá er ljóst að hann fékk rautt spjald fyrir litlar sakir.Hvað næst?Valsmenn komu sér upp í 3.sæti deildarinnar með sigrinum í kvöld. Þeir halda næst í Garðabæinn og mæta Stjörnunni á Samsung-vellinum. Þar mætast eitt heitasta lið deildarinnar og eitt það kaldasta og ég myndi ekki tippa gegn Valssigri í þeim leik. KR-ingar sitja áfram í 8.sætinu eftir tapið og misstu þeir af ágætu tækifæri til að blanda sér í baráttuna um Evrópusæti. Þeir fá Eyjamenn í heimsókn á laugardaginn sem hefur gengið afleitlega undanfarið. Þeir verða þar án Skúla Jóns sem fær væntanlega leikbann eftir rauða spjaldið í kvöld en Indriði Sigurðsson kemur aftur inn eftir meiðsli. Þá talaði þjálfarinn Willum Þór um það eftir leik að meiðsli Michael Præst hefðu verið alvarleg og því ekki sérstaklega líklegt að hann verði með í Eyjum. Ólafur: 100% viss að FH vinnurÓlafur Jóhannesson var ánægður eftir sigurinn gegn KR í kvöld en sagði titilbaráttunni lokið og óskaði FH-ingum til hamingju með titilinn. „Ég er mjög ánægður með mína menn. Við spiluðum fínan leik og vorum með yfirhöndina. Leikurinn var reyndar jafn í upphafi en eftir svona 20 mínútur þá tókum við yfir,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi. Atvikin tvö í síðari hálfleik, þar sem KR-ingar fá á sig rautt spjald og svo vítaspyrnu, höfðu mikil áhrif á leikinn. Ólafur sagði klárt að vítið hefði verið réttur dómur. „Frá mér séð var þetta pottþétt vítaspyrna, það er enginn vafi á því. Rauða spjaldið veit ég ekkert um, það gerist bara inni á vellinum. Mér fannst bara KR-ingarnir tapa hausnum gagnvart dómaranum og einblína of mikið á það,“ bætti Ólafur við. Í fyrri hálfleiknum varð umdeilt atvik þegar Michael Præst meiðist og Kristinn Freyr Sigurðsson nýtir sér að Præst spilar hann réttstæðan langt fyrir aftan varnarlínu KR. „Þú sást kannski hver fékk boltann fyrst? Það var KR-ingur og hann setti boltann ekki útaf. Af hverju eigum við þá að gera það? Dómarinn dæmir þetta. KR-ingarnir missa boltann þegar þeir eru að leggja af stað og eigum við þá að sparka út. Ekki að dreyma um það,“ sagði Ólafur ákveðinn. Valsmenn unnu sinn þriðja sigur í Pepsi-deildinni í röð og komust upp í 3.sætið í deildinni með sigrinum. „Ég er 100% klár á því að FH vinnur þetta mót. Ég get meira að segja óskað þeim til hamingju með það. En við munum gera okkar besta til að ná í fleiri stig og svo sjáum við hvað gerist þegar mótið er búið. Willum: Erfitt að vera einum færriWillum Þór Þórsson sagði rauða spjaldið sem KR-ingar fengu hafa gert hans mönnum erfitt um vik og sagði það hafa breytt leiknum. Hann var rólegur þegar Vísir ræddi við hann eftir leik en varamannabekkur KR lét mikið heyra í sér á meðan á leik stóð. „Ég get sagt mjög margt um þennan leik. Mér fannst þetta vera tvö frábær fótboltalið í fyrri hálfleik. Sóknirnar flugu á milli og hraðinn var mikill. Þetta var einnig í jafnvægi í seinni hálfleik þar til við missum mann útaf,“ sagði Willum Þór að leik loknum. „Frá mér séð var vítaspyrnan ekki réttur dómur. Það var mjög erfitt að vera einum færri. Þeir eru með vel spilandi lið og á meðan allt var í jafnvægi var þetta í lagi. Svo breyttist það einfaldlega. Svo fengu þeir vítið og þannig fór þessi leikur eiginlega, lítið um það að segja.“ Varðandi atvikið þegar Michael Præst meiddist sagði Willum að Valsmenn hefðu vel getað rúllað boltanum út. „Mér fannst þetta ekkert sérstakt. Þeir sjá manninn liggja á vellinum og geta rúllað honum út. Það er það sem ég hefði viljað sjá. Þetta var alvarlegt og hann þurfti að yfirgefa völlinn. Það getur verið að þetta sé snertur af heilahristing eða því um líkt, við förum bara yfir það,“ sagði Willum að lokum. Pálmi Rafn: Hef aldrei séð annað einsPálmi Rafn Pálmason leikmaður KR var mjög ósáttur í leikslok eftir tapið gegn Val. Hann sagði KR-inga þurfa að líta í eigin barm en var einnig afar óánægður með Guðmund Ársæl dómara leiksins. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Við þurfum að byrja á að líta í eigin barm, við eigum ekki nógu góðan leik í dag. En það sem gerðist þarna úti, ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Pálmi í viðtali við Vísi strax eftir leik. „Ég nenni ekki að tala um þetta, ég fæ ekkert út úr því. Það þurfa allir að líta í eigin barm og við verðum að horfa á okkur fremst. En ég skelf,“ sagði Pálmi reiður í leikslok.vísir/hannavísir/hanna
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira