Borgin greiðir húseiganda tvær milljónir vegna yfirsjónar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2016 13:32 Ráðhús Reykjavíkur. Vísir/Stefán Reykjavíkurborg þarf að greiða húseigendum hluta Hallveigarstígs 2 rúmlega tvær milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka embættismanns. Borgarráð samþykkti beiðni borgarlögmanns þess efnis á fundi sínum í fyrradag. Fyrst var sagt frá málinu af RÚV. Í ársbyrjun 2015 höfðu húseigendur sótt um leyfi til að starfrækja íbúðargistingu fyrir ferðamenn í íbúð á neðri hæð hússins. Afgreiðsla byggingafulltrúa á bóninni var jákvæð. Í kjölfarið hófust framkvæmdir til að verða við þeim kröfum sem gerðar eru til slíkrar þjónustu. Á sumarmánuðum sama árs sóttu eigendurnir um leyfi til reksturs gististaðar. Frá skrifstofu borgarstjórnar barst þá neikvæð umsögn um umsóknina þar sem íbúðin væri staðsett utan þeirra marka sem Aðalskipulag Reykjavíkurborgar heimilar rekstur gististaða. Sú niðurstaða var þvert á niðurstöðu byggingarfulltrúa. Það var síðan í ársbyrjun þessa árs sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði því að veita leyfi fyrir gististaðnum þar sem neikvæð umsögn hafði borist frá skrifstofunni. Sökum þessa kröfðust húseigendur skaðabóta að upphæð tæplega 4,5 milljónum króna. Þær voru vegna kostnaðar við afgreiðslu leyfa, tapaðra leigutekna og helmings kostnaðar við ýmsar framkvæmdir. Í bréfi borgarlögmanns kemur fram að húseigendurnir hafi orðið fyrir tjóni og ýmsu óhagræði vegna yfirsjónar embættis byggingarfulltrúa. Þá var einnig tekið fram að þrátt fyrir neikvæða umsögn skrifstofunnar hafi eigendur haldið áfram með framkvæmdir sínar og þar með ekkert gert til að takmarka tjón sitt. Með vísan til þess féllst borgarlögmaður á kröfu eigenda Hallveigarstígs 2 að hluta. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Reykjavíkurborg þarf að greiða húseigendum hluta Hallveigarstígs 2 rúmlega tvær milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka embættismanns. Borgarráð samþykkti beiðni borgarlögmanns þess efnis á fundi sínum í fyrradag. Fyrst var sagt frá málinu af RÚV. Í ársbyrjun 2015 höfðu húseigendur sótt um leyfi til að starfrækja íbúðargistingu fyrir ferðamenn í íbúð á neðri hæð hússins. Afgreiðsla byggingafulltrúa á bóninni var jákvæð. Í kjölfarið hófust framkvæmdir til að verða við þeim kröfum sem gerðar eru til slíkrar þjónustu. Á sumarmánuðum sama árs sóttu eigendurnir um leyfi til reksturs gististaðar. Frá skrifstofu borgarstjórnar barst þá neikvæð umsögn um umsóknina þar sem íbúðin væri staðsett utan þeirra marka sem Aðalskipulag Reykjavíkurborgar heimilar rekstur gististaða. Sú niðurstaða var þvert á niðurstöðu byggingarfulltrúa. Það var síðan í ársbyrjun þessa árs sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði því að veita leyfi fyrir gististaðnum þar sem neikvæð umsögn hafði borist frá skrifstofunni. Sökum þessa kröfðust húseigendur skaðabóta að upphæð tæplega 4,5 milljónum króna. Þær voru vegna kostnaðar við afgreiðslu leyfa, tapaðra leigutekna og helmings kostnaðar við ýmsar framkvæmdir. Í bréfi borgarlögmanns kemur fram að húseigendurnir hafi orðið fyrir tjóni og ýmsu óhagræði vegna yfirsjónar embættis byggingarfulltrúa. Þá var einnig tekið fram að þrátt fyrir neikvæða umsögn skrifstofunnar hafi eigendur haldið áfram með framkvæmdir sínar og þar með ekkert gert til að takmarka tjón sitt. Með vísan til þess féllst borgarlögmaður á kröfu eigenda Hallveigarstígs 2 að hluta.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira