Íslenski boltinn

Rúnar Páll: Ömurleg dekkning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúnar Páll, þjálfari Stjörnunnar.
Rúnar Páll, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Ernir
Rúnar Páll og hans menn í Stjörnunni hafa ekki unnið í fjórum leikjum í röð og um leið gefið frá sér allar vonir um Íslandsmeistaratitilinn.

Stjarnan tapaði í dag fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli, 2-1, eftir að varamaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson skoraði sigurmarkið á 90. mínútu leiksins.

„Þetta er hrikalega svekkjandi. Það er það eina sem ég get sagt núna. Mér fannst við vera með leikinn og eiga margar góðar sóknir,“ sagði Rúnar Páll eftir leikinn.

„Hvað var það svo sem gerist? Ömurleg dekkning í föstu leikatriði frá miðju. Þetta var alveg glórulaust.“

Stjarnan hefur nú tapað þremur leikjum í röð og Rúnar Páll segir að það sér erfitt að taka því. „Það segir sig sjálft. Það er skelfilegt að fá ekkert úr þessu. Við verðum að koma ferskir inn í þetta eftir landsleikjafríið.“

Fleiri viðtöl og nánari umfjöllun um leikinn má finna hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×