Íslenski boltinn

Róbert: Eins og eistun okkar skreppi saman þegar við förum úr Víkinni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Róbert Örn í leik með Víkingum.
Róbert Örn í leik með Víkingum. vísir
„Við vorum staðráðnir að taka stigin þrjú í dag en vandræði okkar á útivöllum héldu áfram í dag,“ sagði Róbert Örn Óskarsson, markvörður Víkinga, svekktur að leikslokum eftir 0-2 tap Víkinga gegn ÍA í dag.

„Við vissum það að okkur er búið að ganga illa á útivelli í sumar og það var það nákvæmlega sama upp á teningunum í dag. Það er eins og eistun okkar skreppi saman þegar við förum úr Víkinni sem er hræðilegt og ég kann ekki skýringu á.“

Víkingar lentu snemma undir og virtust varla með lífsmarki fyrr en tíu mínútum fyrir leikslok.

„Þeir voru að vinna mun meira fyrir þessu og tóku of marga seinni bolta. Það er búið að ganga mjög vel hjá Skaganum undanfarið og við vissum að þetta yrði erfiður völlur að koma á en við leyfum þeim samt að vinna mun fleiri seinni bolta,“ sagði Róbert.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×