Ollu eftirstríðsárabörnin því að stýrivextir féllu? lars christensen skrifar 10. ágúst 2016 09:15 Stýrivextir á Vesturlöndum – að undanskildu Íslandi – hafa komist í sögulegar lægðir, nálægt núllinu, eftir að kreppan skall á 2008. Það hefur valdið því að margir álitsgjafar hafa haldið því fram að peningamálastefnan sé mjög lausbeisluð. Hins vegar ættum við, þegar við hugsum um stýrivexti, að bera saman raunverulega stýrivexti og það sem sænski hagfræðingurinn Knut Wicksell kallaði „eðlilega stýrivexti“, sem eru stýrivextirnir sem eru nauðsynlegir til að halda hagkerfinu í jafnvægi – stöðugri verðbólgu og stöðugri atvinnu o.s.frv. Það er engin ástæða til að halda að eðlilegir stýrivextir séu stöðugir til lengri tíma. Ef hugsanlegur hagvöxtur til lengri tíma er hærri ættum við að búast við hærri eðlilegum stýrivöxtum. Lykilatriði þegar maður ákvarðar hagvöxt til langs tíma er lýðfræðileg þróun. Hraðari fólksfjölgun mun á endanum valda aukningu á vinnuafli, sem aftur veldur hugsanlegum hagvexti. Þetta hækkar „eðlilega stýrivexti“.Neikvæð lýðfræðileg þróun lækkar „eðlilega stýrivexti“Í stærsta hagkerfi heimsins, Bandaríkjunum, varð mikil fjölgun barneigna í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari. Þessi „eftirstríðsárabörn“ fóru að koma inn á bandaríska vinnumarkaðinn á miðjum 7. áratugnum. Núna, hins vegar, eru eftirstríðsárabörnin að fara af bandaríska vinnumarkaðnum. Það er athyglisvert að meðaleftirlaunaaldur í Bandaríkjunum er um það bil 63 ár. Þar af leiðir að meðaljóninn í Bandaríkjunum sem fæddist í lok heimsstyrjaldarinnar 1945 hefur farið á eftirlaun 63 árum síðar, eða 2008 – einmitt þegar kreppan skall á. Ef við lítum á raunverulega þróun á bandaríska vinnumarkaðnum er ljóst að brotthvarf eftirstríðsárabarnanna síðasta áratuginn hefur greinilega valdið fækkun vinnandi fólks sem hlutfalls af íbúafjöldanum. Þessi tilhneiging byrjaði um það bil árið 2000 og hefur vaxið síðan. Það hefði mátt ætla að það hefði lækkað „eðlilega stýrivexti“ í Bandaríkjunum og þetta er reyndar líka það sem við sjáum þegar við athugum formlega tölfræðilegt samband á milli stýrivaxta í Bandaríkjunum og lýðfræðinnar. Þannig getum við metið tölfræðilegt samband á milli efnahagsstarfsemi, verðbólgu og mannfjöldaþróunar. Þetta hef ég gert fyrir Bandaríkin. Niðurstaðan er sláandi. Hún sýnir að síðan í upphafi aldarinnar hefur lýðfræðin greinilega lækkað eðlilega stýrivexti í Bandaríkjunum. Raunar má skýra allt að helming lækkunar stýrivaxta – það er 2-3 prósentustig – síðasta áratuginn með mannfjöldaþróuninni. Með öðrum orðum: Þótt engin kreppa hefði skollið á og verðbólga hefði haldist eins og hún var árin 2006-7 þá væru stýrivextir í dag mun lægri bara vegna mannfjöldaþróunar í Bandaríkjunum. Það er mikilvægt að skilja þetta þegar sagt er að peningamálastefna Bandaríkjanna sé mjög hjálpsöm. Hún er það raunverulega ekki og verulegur hluti lækkunar stýrivaxtanna er kerfislægur frekar en vegna einhverra aðgerða seðlabankans hvað peningastefnu varðar. Þar af leiðandi ættum við ekki að vænta þess að stýrivextir í Bandaríkjunum færist aftur í „gamla normið“ sem var 4-5%, heldur að „nýja normið“ verði sennilega í kringum 2-3% stýrivextir í Bandaríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Stýrivextir á Vesturlöndum – að undanskildu Íslandi – hafa komist í sögulegar lægðir, nálægt núllinu, eftir að kreppan skall á 2008. Það hefur valdið því að margir álitsgjafar hafa haldið því fram að peningamálastefnan sé mjög lausbeisluð. Hins vegar ættum við, þegar við hugsum um stýrivexti, að bera saman raunverulega stýrivexti og það sem sænski hagfræðingurinn Knut Wicksell kallaði „eðlilega stýrivexti“, sem eru stýrivextirnir sem eru nauðsynlegir til að halda hagkerfinu í jafnvægi – stöðugri verðbólgu og stöðugri atvinnu o.s.frv. Það er engin ástæða til að halda að eðlilegir stýrivextir séu stöðugir til lengri tíma. Ef hugsanlegur hagvöxtur til lengri tíma er hærri ættum við að búast við hærri eðlilegum stýrivöxtum. Lykilatriði þegar maður ákvarðar hagvöxt til langs tíma er lýðfræðileg þróun. Hraðari fólksfjölgun mun á endanum valda aukningu á vinnuafli, sem aftur veldur hugsanlegum hagvexti. Þetta hækkar „eðlilega stýrivexti“.Neikvæð lýðfræðileg þróun lækkar „eðlilega stýrivexti“Í stærsta hagkerfi heimsins, Bandaríkjunum, varð mikil fjölgun barneigna í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari. Þessi „eftirstríðsárabörn“ fóru að koma inn á bandaríska vinnumarkaðinn á miðjum 7. áratugnum. Núna, hins vegar, eru eftirstríðsárabörnin að fara af bandaríska vinnumarkaðnum. Það er athyglisvert að meðaleftirlaunaaldur í Bandaríkjunum er um það bil 63 ár. Þar af leiðir að meðaljóninn í Bandaríkjunum sem fæddist í lok heimsstyrjaldarinnar 1945 hefur farið á eftirlaun 63 árum síðar, eða 2008 – einmitt þegar kreppan skall á. Ef við lítum á raunverulega þróun á bandaríska vinnumarkaðnum er ljóst að brotthvarf eftirstríðsárabarnanna síðasta áratuginn hefur greinilega valdið fækkun vinnandi fólks sem hlutfalls af íbúafjöldanum. Þessi tilhneiging byrjaði um það bil árið 2000 og hefur vaxið síðan. Það hefði mátt ætla að það hefði lækkað „eðlilega stýrivexti“ í Bandaríkjunum og þetta er reyndar líka það sem við sjáum þegar við athugum formlega tölfræðilegt samband á milli stýrivaxta í Bandaríkjunum og lýðfræðinnar. Þannig getum við metið tölfræðilegt samband á milli efnahagsstarfsemi, verðbólgu og mannfjöldaþróunar. Þetta hef ég gert fyrir Bandaríkin. Niðurstaðan er sláandi. Hún sýnir að síðan í upphafi aldarinnar hefur lýðfræðin greinilega lækkað eðlilega stýrivexti í Bandaríkjunum. Raunar má skýra allt að helming lækkunar stýrivaxta – það er 2-3 prósentustig – síðasta áratuginn með mannfjöldaþróuninni. Með öðrum orðum: Þótt engin kreppa hefði skollið á og verðbólga hefði haldist eins og hún var árin 2006-7 þá væru stýrivextir í dag mun lægri bara vegna mannfjöldaþróunar í Bandaríkjunum. Það er mikilvægt að skilja þetta þegar sagt er að peningamálastefna Bandaríkjanna sé mjög hjálpsöm. Hún er það raunverulega ekki og verulegur hluti lækkunar stýrivaxtanna er kerfislægur frekar en vegna einhverra aðgerða seðlabankans hvað peningastefnu varðar. Þar af leiðandi ættum við ekki að vænta þess að stýrivextir í Bandaríkjunum færist aftur í „gamla normið“ sem var 4-5%, heldur að „nýja normið“ verði sennilega í kringum 2-3% stýrivextir í Bandaríkjunum.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar