Viðskipti innlent

Svona losnarðu við aukinn kostnað af Pokémon GO

Sæunn Gísladóttir skrifar
Pokémon GO hefur notið gríðarlegra vinsælda frá útgáfu þann 6. júlí.
Pokémon GO hefur notið gríðarlegra vinsælda frá útgáfu þann 6. júlí. Mynd/NIANTIC
Pokémon GO æðið hefur gert vart við sig á Íslandi síðastliðinn mánuðinn eins og alls staðar annars staðar í heiminum. Leikurinn er ókeypis en hins vegar geta margir lent í því að fá háan reikning í bakið með því að kaupa sér hluti inni í appinu sem hjálpa notendum að fanga fleiri Pokémona.

Annie O’Leary, ritstjóri Netmums, bendir á að þrátt fyrir marga kosti Pokémon GO verði foreldrar að átta sig á kostnaðinum sem þeir gætu þurft að greiða vegna notkunar barna sinna.

Besta leiðin til að koma í veg fyrir aukakostnaðinn er að hindra kaup barnanna í smáforritinu í símunum þeirra. Í iPhone ferðu inn í Settings, ýtir á General restrictions, Enable restrictions, setur á lykilorð þar og ýtir á Allow og svo geturðu slökkt á In-app purchases. Svipaða leið má fara á Android-símum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×