Sonur Sævars Ciesielski: Hinn raunverulegi ofbeldismaður er kerfið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. ágúst 2016 14:12 Sævar Ciesielski hlaut þyngsta dóminn í Geirfinnsmálinu og sat inni í níu ár. Vísir/Samsett Hafþór Sævarsson segir sig og fjölskyldu sína bíða eftir haustinu, þegar endurupptökunefnd tekur ákvörðun um hvort Geirfinnsmálið verði tekið upp á ný. Hann gefur lítið fyrir kjaftasögur um málið, og tekur nýrri bók Ómars Ragnarssonar með fyrirvara. Faðir Hafþórs, Sævar Ciesielski, var einn sakborninganna í Geirfinnsmálinu og hlaut þyngsta dóminn, ævilangt fangelsi í héraðsdómi. „Maður hefur heyrt svo margar kjaftasögur um þetta mál. Án þess að ég hafi kannað þær heimildir sem liggja því til grundvallar hjá Ómari þá virðist þetta í fljótu bragði vera ein af ótalmörgum kjaftasögum sem til eru um þetta mál,“ segir Hafþór í samtali við Vísi. „Bók Jóns Daníelssonar virðist byggja á annarri nálgun. Þar hefur hann til að mynda rannsakað atriði sem Hæstiréttur ákvað að gera ekki og telur sig hafa fundið fjarvistarsönnun fyrir pabba.“ Hafþór segir að kannski verði aldrei vitað hvað varð um Guðmund og Geirfinn, sem hurfu árið 1974, en telur það ekki aðalatriðið. „Það sem skiptir máli er sannleikurinn um þetta mál. Sannleikurinn um ofbeldi yfirvalda,“ segir Hafþór. „Það er enginn sem kaupir þessar lygar á dæmdu ungmennin lengur. Nú er hins vegar búið að koma í ljós hver hinn raunverulegi ofbeldismaður og pyntari var og það er kerfið og aðilar þess.“Segir allt stefna í endurupptöku málsins Hafþór telur víst að málið verði tekið upp á ný. „Settur ríkissaksóknari hefur mælt með að málið verði tekið upp að nýju. Svo við bíðum bara róleg eftir haustinu. Þetta mál verður tekið upp að nýju, það er alveg víst.“ Hæstiréttur mildaði dóminn yfir Sævari í sautján ár og sat hann inni í níu ár. Eftir að hann losnaði úr fangelsi, árið 1984, hóf hann baráttu fyrir endurupptöku málsins, en hann hélt því alla tíð fram að á honum hefði verið framið réttarmorð. Árið 1993 fór hann fram á endurupptöku málsins, en henni hefur ætíð verið hafnað. Sævar lést árið 2011. „Starfshópur innanríkisráðuneytisins gat sýnt fram á margt sem faðir minn sagðist hafa orðið fyrir í einangrunarvistuninni. Hann var kaffærður, barinn, hafður í fót- og handjárnum, gefinn lyf í of stórum skömmtum, ljós látið loga allan sólarhringinn í þessum pínulitla klefa í marga mánuði, allan sólarhringinn. Þá köstuðu fangaverðir grjóti á þakið til að hrella hann. Skýrsla starfshóps innanríkisráðuneytis staðfestir þetta allt saman,“ segir Hafþór. Hafþór segir að einangrunarvistin sem faðir hans sætti eigi sér engin fordæmi. „Gísli Guðjónsson, einn virtasti réttarsálfræðingur heims, hefur ekki komið að máli þar sem neinn var haldinn svona stjarnfræðilega lengi í einangrun. Við erum að tala um tuttugu og eitthvað mánuði.“ „Það er búið að vera þöggun og meðvirkni gagnvart þessum pyntingum. Nákvæm smáatriði þessa réttarmorðs liggja fyrir. Ef þetta mál verður ekki tekið fyrir á nýjan leik, mun mannorð réttarkerfisins aldrei fá uppreist æru.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Hafþór Sævarsson segir sig og fjölskyldu sína bíða eftir haustinu, þegar endurupptökunefnd tekur ákvörðun um hvort Geirfinnsmálið verði tekið upp á ný. Hann gefur lítið fyrir kjaftasögur um málið, og tekur nýrri bók Ómars Ragnarssonar með fyrirvara. Faðir Hafþórs, Sævar Ciesielski, var einn sakborninganna í Geirfinnsmálinu og hlaut þyngsta dóminn, ævilangt fangelsi í héraðsdómi. „Maður hefur heyrt svo margar kjaftasögur um þetta mál. Án þess að ég hafi kannað þær heimildir sem liggja því til grundvallar hjá Ómari þá virðist þetta í fljótu bragði vera ein af ótalmörgum kjaftasögum sem til eru um þetta mál,“ segir Hafþór í samtali við Vísi. „Bók Jóns Daníelssonar virðist byggja á annarri nálgun. Þar hefur hann til að mynda rannsakað atriði sem Hæstiréttur ákvað að gera ekki og telur sig hafa fundið fjarvistarsönnun fyrir pabba.“ Hafþór segir að kannski verði aldrei vitað hvað varð um Guðmund og Geirfinn, sem hurfu árið 1974, en telur það ekki aðalatriðið. „Það sem skiptir máli er sannleikurinn um þetta mál. Sannleikurinn um ofbeldi yfirvalda,“ segir Hafþór. „Það er enginn sem kaupir þessar lygar á dæmdu ungmennin lengur. Nú er hins vegar búið að koma í ljós hver hinn raunverulegi ofbeldismaður og pyntari var og það er kerfið og aðilar þess.“Segir allt stefna í endurupptöku málsins Hafþór telur víst að málið verði tekið upp á ný. „Settur ríkissaksóknari hefur mælt með að málið verði tekið upp að nýju. Svo við bíðum bara róleg eftir haustinu. Þetta mál verður tekið upp að nýju, það er alveg víst.“ Hæstiréttur mildaði dóminn yfir Sævari í sautján ár og sat hann inni í níu ár. Eftir að hann losnaði úr fangelsi, árið 1984, hóf hann baráttu fyrir endurupptöku málsins, en hann hélt því alla tíð fram að á honum hefði verið framið réttarmorð. Árið 1993 fór hann fram á endurupptöku málsins, en henni hefur ætíð verið hafnað. Sævar lést árið 2011. „Starfshópur innanríkisráðuneytisins gat sýnt fram á margt sem faðir minn sagðist hafa orðið fyrir í einangrunarvistuninni. Hann var kaffærður, barinn, hafður í fót- og handjárnum, gefinn lyf í of stórum skömmtum, ljós látið loga allan sólarhringinn í þessum pínulitla klefa í marga mánuði, allan sólarhringinn. Þá köstuðu fangaverðir grjóti á þakið til að hrella hann. Skýrsla starfshóps innanríkisráðuneytis staðfestir þetta allt saman,“ segir Hafþór. Hafþór segir að einangrunarvistin sem faðir hans sætti eigi sér engin fordæmi. „Gísli Guðjónsson, einn virtasti réttarsálfræðingur heims, hefur ekki komið að máli þar sem neinn var haldinn svona stjarnfræðilega lengi í einangrun. Við erum að tala um tuttugu og eitthvað mánuði.“ „Það er búið að vera þöggun og meðvirkni gagnvart þessum pyntingum. Nákvæm smáatriði þessa réttarmorðs liggja fyrir. Ef þetta mál verður ekki tekið fyrir á nýjan leik, mun mannorð réttarkerfisins aldrei fá uppreist æru.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira