Erum algerlega á sömu bylgjulengd Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2016 13:30 Helgi, Rannveig og Birna Hallgrímsdóttir að æfa lag Helga, Vetrarþoku, sem er á nýja diskinum hennar Rannveigar. Til að ná viðtali við Helga R. Ingvarsson tónskáld og Rannveigu Káradóttur sópransöngkonu saman kom Skype-tæknin að góðum notum. Við Helgi hittumst á Kjarvalsstöðum og spjölluðum þar við Rannveigu sem stödd er í London. Helgi hefur líka búið í London við nám og störf síðustu ár en hyggur á flutninga til Bristol. Þau Rannveig eru perluvinir en ekki par. Hún á nefnilega breskan unnusta, Peter Aisher tenór, og er að flytja með honum til Düsseldorf í Þýskalandi. „Við Helgi erum bara langbestu vinir,“ tekur hún fram. „Já, tónlistarpar og samstarfsfélagar til margra ára,“ segir Helgi brosandi. „Öll okkar verkefni hafa verið þannig að frá degi eitt hendum við á milli okkar hugmyndum, svo þar ríkir mikið jafnrétti.“ Þau rifja upp fyrsta samstarfsverkefnið, óperuna Bráð eftir Helga, sem frumsýnd var í London 2013 og fjallar um Snæfellsjökul. „Í þeirri sýningu urðum við algerlega að treysta hvort á annað, hann var að stjórna hljómsveitinni, ég var ein á sviðinu að syngja og vissi varla hvað ég var að fara að gera, þó ég þekkti tónlistina,“ segir Rannveig. „Þetta gekk algerlega snurðulaust því við vorum algerlega á sömu bylgjulengd og sú stemning hefur haldist.“ Helgi Rafn og Rannveig voru miklir vinir á settinu í Idol stjörnuleit en hittust ekki utan þess. Þá blossar það Helgi er einmitt nýbúinn að semja lag fyrir Rannveigu sem hún flytur á nýjum diski sem kemur út á næstunni. Lagið heitir Vetrarþoka og er við texta eftir Árna Kristjánsson. „Ég er ekki búinn að heyra það í flutningi hennar nema á einni snöggri æfingu sem hljómaði mjög vel. Ég veit hins vegar að þegar Rannveig er komin í gírinn þá blossar það,“ segir tónskáldið. Rannveig tók upp geisladisk sinn hér á landi. Hann heitir Krot og inniheldur íslensk sönglög, meðal annars eftir Atla Heimi, Árna Björnsson, Jórunni Viðar, og Karl O. Runólfsson. „Lögin eru úr öllum áttum en fæst þeirra eru fræg. Ég fór í gegnum mörg hundruð lög, dró þar upp nokkrar perlur og ljóðin fjalla öll um náttúruna.“ Krot heitir diskurinn. Rannveig segir það styttingu á titli lags Atla Heimis, Krotað í sand. „Hugmyndin kom frá Eddu Heiðrúnu Backmann, frænku minni, sem myndskreytir diskinn,“ lýsir Rannveig sem mun halda útgáfutónleika í Salnum 4. september með Birnu Hallgrímsdóttur við hljóðfærið. Loftkastali fékk góða dóma Helgi hefur þegar gefið út sinn disk. „Ég fékk styrk fyrir tveimur árum frá Hörpu sem gerði mér kleift að halda tónleika í fyrrahaust með sex tónlistarmönnum í Kaldalóni. Tónleikarnir hétu Loftkastali og þar flutti ég alla strengjatónlistina sem ég hef samið undanfarið. Tónleikarnir fengu mjög góða dóma og voru teknir upp. Svo fékk ég styrk frá Stefi til að gera plötu og hún er komin út hjá Spotify og CDBaby undir heitinu Castle in Air. Þau Helgi og Rannveig kynntust fyrst fyrir átta árum í Idol stjörnuleit. „Þegar við vorum á setti vorum við rosa náin, alltaf að deila einhverju og hlæja saman en hittumst ekkert utan þess,“ segir Rannveig og ljóstrar því upp að hún hafi verið pínu feimin við Helga á þeim árum. „Hann var svo mikil stjarna og gekk miklu betur en mér.“ „Heyrðu, við komumst nú bæði í topp tíu, ég í 6. sæti og þú 7. ef ég man rétt!“ rifjar Helgi upp hlæjandi. Bæði hafa margs konar verkefnum að sinna. Hún hefur ferðast víða um Evrópu síðasta ár með sýningunni Be with me now og líka sungið spennandi aðalhlutverk, til dæmis í Madame Butterfly eftir Puccini nú í júlí. Helgi kennir íslensku og bókmenntir í London, auk tónsmíðanna og hefur stjórnað íslenska kórnum í London í fjögur ár. Það er 20-25 manna kór og hann fer til útlanda á hverju ári. Í lokin eru þau spurð hvort nokkuð sé lengur upp úr því að hafa að gefa út diska. „Ég er ekki að gefa út til að græða krónu,“ segir Helgi ákveðinn. „Ég þurfti heldur ekki að eyða neinum peningum. Skila bara af mér þessari vöru sem er eins og nafnspjald fyrir mig sem tónskáld. Því fylgir trúverðugleiki. Það er nýr hugsunarháttur fyrir plötusölu.“ Rannveig tekur undir það. „Það hefur verið þróunin undanfarið að geisladiskur er ekki söluvara í sjálfu sér heldur frekar tilefni til tónleika. Ég ætla að halda nokkra tónleika í framhaldi af útgáfutónleikunum í Salnum. Lít á það sem kynningu á okkar frábæru arfleifð sem sönglögin eru.“ Menning Idol Tónlist Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Til að ná viðtali við Helga R. Ingvarsson tónskáld og Rannveigu Káradóttur sópransöngkonu saman kom Skype-tæknin að góðum notum. Við Helgi hittumst á Kjarvalsstöðum og spjölluðum þar við Rannveigu sem stödd er í London. Helgi hefur líka búið í London við nám og störf síðustu ár en hyggur á flutninga til Bristol. Þau Rannveig eru perluvinir en ekki par. Hún á nefnilega breskan unnusta, Peter Aisher tenór, og er að flytja með honum til Düsseldorf í Þýskalandi. „Við Helgi erum bara langbestu vinir,“ tekur hún fram. „Já, tónlistarpar og samstarfsfélagar til margra ára,“ segir Helgi brosandi. „Öll okkar verkefni hafa verið þannig að frá degi eitt hendum við á milli okkar hugmyndum, svo þar ríkir mikið jafnrétti.“ Þau rifja upp fyrsta samstarfsverkefnið, óperuna Bráð eftir Helga, sem frumsýnd var í London 2013 og fjallar um Snæfellsjökul. „Í þeirri sýningu urðum við algerlega að treysta hvort á annað, hann var að stjórna hljómsveitinni, ég var ein á sviðinu að syngja og vissi varla hvað ég var að fara að gera, þó ég þekkti tónlistina,“ segir Rannveig. „Þetta gekk algerlega snurðulaust því við vorum algerlega á sömu bylgjulengd og sú stemning hefur haldist.“ Helgi Rafn og Rannveig voru miklir vinir á settinu í Idol stjörnuleit en hittust ekki utan þess. Þá blossar það Helgi er einmitt nýbúinn að semja lag fyrir Rannveigu sem hún flytur á nýjum diski sem kemur út á næstunni. Lagið heitir Vetrarþoka og er við texta eftir Árna Kristjánsson. „Ég er ekki búinn að heyra það í flutningi hennar nema á einni snöggri æfingu sem hljómaði mjög vel. Ég veit hins vegar að þegar Rannveig er komin í gírinn þá blossar það,“ segir tónskáldið. Rannveig tók upp geisladisk sinn hér á landi. Hann heitir Krot og inniheldur íslensk sönglög, meðal annars eftir Atla Heimi, Árna Björnsson, Jórunni Viðar, og Karl O. Runólfsson. „Lögin eru úr öllum áttum en fæst þeirra eru fræg. Ég fór í gegnum mörg hundruð lög, dró þar upp nokkrar perlur og ljóðin fjalla öll um náttúruna.“ Krot heitir diskurinn. Rannveig segir það styttingu á titli lags Atla Heimis, Krotað í sand. „Hugmyndin kom frá Eddu Heiðrúnu Backmann, frænku minni, sem myndskreytir diskinn,“ lýsir Rannveig sem mun halda útgáfutónleika í Salnum 4. september með Birnu Hallgrímsdóttur við hljóðfærið. Loftkastali fékk góða dóma Helgi hefur þegar gefið út sinn disk. „Ég fékk styrk fyrir tveimur árum frá Hörpu sem gerði mér kleift að halda tónleika í fyrrahaust með sex tónlistarmönnum í Kaldalóni. Tónleikarnir hétu Loftkastali og þar flutti ég alla strengjatónlistina sem ég hef samið undanfarið. Tónleikarnir fengu mjög góða dóma og voru teknir upp. Svo fékk ég styrk frá Stefi til að gera plötu og hún er komin út hjá Spotify og CDBaby undir heitinu Castle in Air. Þau Helgi og Rannveig kynntust fyrst fyrir átta árum í Idol stjörnuleit. „Þegar við vorum á setti vorum við rosa náin, alltaf að deila einhverju og hlæja saman en hittumst ekkert utan þess,“ segir Rannveig og ljóstrar því upp að hún hafi verið pínu feimin við Helga á þeim árum. „Hann var svo mikil stjarna og gekk miklu betur en mér.“ „Heyrðu, við komumst nú bæði í topp tíu, ég í 6. sæti og þú 7. ef ég man rétt!“ rifjar Helgi upp hlæjandi. Bæði hafa margs konar verkefnum að sinna. Hún hefur ferðast víða um Evrópu síðasta ár með sýningunni Be with me now og líka sungið spennandi aðalhlutverk, til dæmis í Madame Butterfly eftir Puccini nú í júlí. Helgi kennir íslensku og bókmenntir í London, auk tónsmíðanna og hefur stjórnað íslenska kórnum í London í fjögur ár. Það er 20-25 manna kór og hann fer til útlanda á hverju ári. Í lokin eru þau spurð hvort nokkuð sé lengur upp úr því að hafa að gefa út diska. „Ég er ekki að gefa út til að græða krónu,“ segir Helgi ákveðinn. „Ég þurfti heldur ekki að eyða neinum peningum. Skila bara af mér þessari vöru sem er eins og nafnspjald fyrir mig sem tónskáld. Því fylgir trúverðugleiki. Það er nýr hugsunarháttur fyrir plötusölu.“ Rannveig tekur undir það. „Það hefur verið þróunin undanfarið að geisladiskur er ekki söluvara í sjálfu sér heldur frekar tilefni til tónleika. Ég ætla að halda nokkra tónleika í framhaldi af útgáfutónleikunum í Salnum. Lít á það sem kynningu á okkar frábæru arfleifð sem sönglögin eru.“
Menning Idol Tónlist Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira