Íslenski boltinn

Milos stóð við loforðið og bauð til pitsuveislu | Myndir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Víkings klárir.
Leikmenn Víkings klárir. vísir/víkingur
Milos Milojevic, þjálfari Víkings, stóð við loforð sín og bauð leikmönnum Víkings í pítsuveislu í Keiluhöllinni í kvöld.

Milos lofaði því á dögunum að ef liðið myndi halda hreinu í sumar þá myndi hann bjóða liðinu í pítsuveislu, svipað og Claudio Ranieri, stjóri Leicester, gerði í vetur.

Víkingar gerðu sér lítið fyrir og héldu hreinu gegn KR á dögunum og því var komið að Milos að bjóða liðinu út. Það var gert í kvöld þar sem liðið fór á Shake&Pizza í Keiluhöllinni og borðaði dýrindis pítsur.

Leikmennirnir skelltu sér einnig í keilu, en myndir af þessum má sjá af fésbókarsíðu Víkings hér að neðan.

Tíst frá Milos:
Myndaveisla frá Víkingum:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×