Íslenski boltinn

Sigurður Egill: Bjuggum að reynslunni frá því í fyrra

Ingvi Þór Sæmundsson á Laugardalsvelli skrifar
Sigurður Egill átti frábæran leik fyrir Val.
Sigurður Egill átti frábæran leik fyrir Val. vísir/hafliði breiðfjörð
Sigurður Egill Lárusson var hetja Vals þegar liðið tryggði sér sinn 11. bikarmeistaratitil í sögu félagsins með 2-0 sigri á ÍBV í dag.

Sigurður Egill skoraði bæði mörkin á fyrstu 20 mínútum leiksins og eftir það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda.

„Þetta var frábær leikur, við byrjuðum vel og það var gott að fá mark strax,“ sagði Sigurður Egill í samtali við Tómas Þór Þórðarson eftir leik.

„Mér fannst spennustigið hjá okkur vera mjög gott og við höfðum reynsluna frá því í fyrra fram yfir Eyjamennina,“ sagði Sigurður Egill en Valsmenn unnu KR í bikarúrslitum í fyrra með sömu markatölu.

„Við bjuggum að reynslunni frá því í fyrra og það skipti virkilega miklu máli.“

Fyrra mark Sigurðar Egils var sérlega fallegt en þá tók hann boltann skemmtilega með sér framhjá Jonathan Barden, hægri bakverði ÍBV.

„Ég er búinn að æfa þetta á síðustu æfingum,“ sagði Sigurður Egill að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×