Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Þróttur 2-0 | Blikar halda sér við toppinn Smári Jökull Jónsson á Kópavogsvelli skrifar 15. ágúst 2016 21:00 Breiðablik vann þægilegan sigur á botnliði Þróttar í Kópavoginum í kvöld. Lokatölur 2-0 og Blikar enn með í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar. Árni Vilhjálmsson kom Breiðablik í 1-0 strax eftir fjórar mínútur og Oliver Sigurjónsson bætti við marki um miðjan fyrri hálfleik þegar hann skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Þróttarar voru afar slakir í fyrri hálfleik og ógnuðu marki heimamanna lítið. Í seinni hálfleik sýndu gestirnir töluvert betri leik og fengu færi sem þeir ekki nýttu. Blikar fengu færi sömuleiðis en mörkin urðu ekki fleiri. Öruggur sigur Breiðabliks í höfn.Af hverju vann BreiðablikBlikarnir voru töluvert betra liðið á vellinum í kvöld og sigurinn fyllilega sanngjarn. Þróttarar voru afar slakir í fyrri hálfleiknum og þá lögðu heimamenn grunninn að sigrinum með tveimur mörkum. Gestirnir ógnuðu varla marki Breiðabliks fyrir hlé á meðan heimamenn fóru mjög illa með góð færi. Breiðablik lét boltann ganga vel sín á milli og voru með yfirburði á miðjunni. Í seinni hálfleik sýndu gestirnir töluvert bættan leik og ógnuðu marki Breiðabliks í nokkur skipti. Þeim tókst hins vegar ekki að pota inn marki sem hefði getað breytt leiknum. Leikurinn er ágætt dæmi um hvernig tímabil Þróttara hefur verið og útskýrir af hverju liðið er eitt og yfirgefið í botnsæti deildarinnar.Hverjir stóðu upp úr?Í jöfnu liði Breiðabliks átti Oliver Sigurjónsson góðan leik. Hann var öflugur á miðjunni, stýrði spilinu vel og skoraði stórglæsilegt mark úr aukaspyrnu. Gísli Eyjólfsson var góður við hlið Olivers en hann hefur spilað vel eftir að hann kom frá Víkingi Ólafsvík þar sem hann var á láni í upphafi tímabils. Árni Vilhjálmsson var líflegur í framlínu heimamanna og skoraði gott mark. Hann hefði hins vegar átt að skora fleiri en vandamál Blika í sumar hefur einmitt verið markaskorun. Þá verður að minnast á tvo unga leikmenn Blika, þá Alfons Sampsted og Viktor Örn Margeirsson, en þeir áttu báðir góðan leik í vörninni. Hjá Þrótturum var Dion Acoff hættulegur og Arnar Darri var fínn í markinu þó svo að hægt sé að setja spurningamerki við hann þegar Oliver skoraði í markmannshornið úr aukaspyrnunni. En hann varði nokkrum sinnum mjög vel.Hvað gekk vel?Leikur Breiðabliks gekk í heildina vel og þeir gáfu fá færi á sér. Sóknarleikur þeirra var góður og þeir sköpuðu sér töluvert af færum. Vörnin hjá þeim var traust líkt og hún hefur verið í nær allt sumar. Með Gunnleif í markinu þar að auki er erfitt að skora hjá Blikum. Hálfleiksræða Gregg Ryder hlýtur að hafa gengið ágætlega því Þróttarar rifu sig í gang í síðari hálfleik og sýndu mikið betri leik en í þeim fyrri. Þeir hefðu getað skorað og hleypt spennu í leikinn en það gekk ekki upp í kvöld.Hvað gekk illa?Þrótturum gekk einfaldlega illa að spila fótbolta, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Það gekk lítið sem ekkert upp hjá þeim og eina ógnunin var Dion Acoff þegar hann komst í kapphlaup við varnarmenn Blika. Að öðru leyti voru gestirnir ekki með sóknarlega. Færanýting Blika gekk illa og það ekki í fyrsta sinn í sumar. Þeir hefðu auðveldlega getað klárað leikinn í fyrri hálfleik og þá sérstaklega þegar Arnþór Ari Atlason fór illa að ráði sínu þegar hann og Árni Vilhjálmsson voru tveir einir gegn Arnari Darra í marki Þróttar. Arnþór valdi að skjóta í stað þess að senda á Árna sem var langt frá því að vera sáttur. Slæm færanýting hefði getað komið í bakið á heimamönnum og hefði líklega gert það gegn betra liði.Hvað gerist næst?Blikar halda sig í námunda við toppinn og jöfnuðu Fjölnismenn að stigum með sigrinum í kvöld. Þeir eru þó enn fimm stigum frá toppnum í 4.sæti Pepsi-deildarinnar en ef þeir fara að nýta færin sín betur þá þjarma þeir eflaust enn frekar að Íslandsmeisturum FH. Breiðablik mætir næst KR í Frostaskjólinu í afar mikilvægum leik þar sem þeir geta sent liðunum í toppbaráttunni skýr skilaboð um hvað þeir ætla sér. Þróttarar halda áfram þrautagöngu sinni í leit að sigri. Þeir eru í afar slæmri stöðu á botninum og það mátti greina uppgjöf í rödd Gregg Ryder í lok leiks, þrátt fyrir yfirlýsingar hans um annað. Þróttarar eiga heimaleik gegn Valsmönum í næstu umferð og fá viku til þess að undirbúa sig fyrir þann slag. Það gæti skipt sköpum því Valsmenn eiga ekki leik fyrr en á fimmtudag og fá ekki mikla hvíld áður en þeir mæta í Laugardalinn á mánudaginn.Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks.Arnar: Sumir hefðu fengið það óþvegið hefðum við ekki fengið þrjú stig Arnar Grétarsson þjálfari Blika var ánægður með stigin þrjú gegn Þrótti í kvöld og sagði sína menn hafa verið betra liðið allan leikinn. „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Það var eitt lið á vellinum frá upphafi til enda en það sem ég er kannski óánægður með er kæruleysi upp við markið. Við erum ekki að fá dauðafæri heldur færi sem á ekki að vera hægt að klúðra,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í leikslok. „Staðan 2-0 er alltaf hættuleg. Þú getur fengið á þig aukaspyrnu eða hornspyrnu þar sem kemur inn mark og þá er þetta orðið leikur. Í staðinn fyrir að stúta leiknum 3-0 og geta þá verið rólegri og jafnvel bætt við fleiri mörkum. En heilt yfir er ég mjög sáttur. Við spiluðum mjög vel, héldum boltanum allan tímann og sköpuðum aragrúa af færum. Ég hefði viljað skora fleiri mörk,“ bætti Arnar við. Sum þeirra færa sem Blikar nýttu ekki í kvöld voru afar góð og í raun ótrúlegt að þeir hafi ekki skorað. „Það er hárrétt. Sumir hefðu fengið það óþvegið hefðum við ekki farið með þrjú stig héðan. Við komumst upp með það núna en þetta hefur kostað okkur stig í sumar. Við höfum verið að ráða ferðinni en klúðrað dauðafærum. Í dag voru yfirburðirnir það miklir að þeir ógnuðu okkur lítið, fyrir utan eitt færi var þetta nánast einstefna,“ sagði Arnar. Með sigrinum halda Blikar sig í nánd við toppinn og eru fimm stigum frá FH. Arnar fór rólega í allt tal um titilbaráttu. „Næsti leikur er gegn KR. Það verður erfitt í Vesturbænum og þangað þurfum við að sækja þrjú stig. Markmiðið er allavega að vera í efstu þremur og við erum enn í þeirri baráttu. Það er mikið af innbyrðis viðureignum eftir og við þurfum að sjá hvað gerist. FH er með góða forystu eins og staðan er í dag,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum.Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, var ekki ánægður með sína menn í kvöld.Vísir/ErnirRyder: Leikmenn verða að hafa meiri trú á sjálfum sér Gregg Ryder var niðurlútur eftir tap sinna manna í Þrótti gegn Breiðablik í kvöld. Hann var afar ósáttur með fyrri hálfleikinn og sagði sína menn ekki hafa farið eftir skipulaginu sem lagt var upp með fyrir leik. „Mér fannst leikurinn endurspegla tímabilið okkar að einhverju leyti. Við vorum með áætlun í fyrri hálfleik sem leikmenn fóru ekki eftir. Ég ræddi við leikmenn í hálfleik og síðari hálfleikur var betri af okkar hálfu. Við fengum færi sem við nýttum ekki sem hefðu getað breytt leiknum. En við spiluðum ekki nógu vel í 90 mínútur eins og þarf gegn þessum góðu liðum,“ sagði Ryder við Vísi eftir leik. Þróttarar komu sterkari til leiks eftir leikhlé, en fyrri hálfleikurinn var afar dapur eins og áður segir. „Ég breytti engu í taktíkinni. Þetta var einfaldlega spurning um að leikmenn myndu gera það sem ég er búinn að tala um alla vikuna og gera það betur en í fyrri hálfleik. Ég veit það hljómar einfalt en við vorum að klikka á einföldum hlutum eins og að stíga upp og pressa á boltamanninn. Við vorum hægir og ég var mjög vonsvikinn með fyrri hálfleikinn,“ bætti Ryder við. Staða Þróttara er mjög erfið og þeir eru 9 stigum frá öruggu sæti í deildinni auk þess að hafa leikið fleiri leiki en Fylkir og ÍBV sem eru í sætunum fyrir ofan. „Við höfum sagt allt tímabilið að við séum nógu góðir til að halda okkur uppi. En við þurfum að fara að sýna það. Það eru enn stig í pottinum. Strákarnir verða að spila sinn besta leik í hverjum leik í 90 mínútur í sjö leikjum. Ef þeir telja sig ekki geta það þá gerist það aldrei. Ég hef trú á því. Á meðan við eigum möguleika þá hef ég trú á því. Ég held að sumir leikmannanna verði að hafa meiri trú á sjálfum sér,“ sagði Gregg Ryder að lokum.Árni Vilhjálmsson í leik með Breiðablik.vísir/hannaÁrni: Hann sendir boltann næst Árni Vilhjálmsson kom Breiðablik á bragðið með góðu marki strax í upphafi leiksins gegn Þrótti í kvöld. Hann fór þó illa með nokkur færi í leiknum. „Við fengum ekkert mark á okkur, héldum hreinu og tókum þrjá punkta. Það var allt sem við ætluðum að gera. Þannig að heilt yfir er ég sáttur,“ sagði Árni þegar Vísir náði tali af honum að leik loknum í kvöld. Leikmenn Breiðabliks fóru illa með nokkur færi í leiknum og sigurinn hefði auðveldlega getað orðið stærri hefðu þeir nýtt færin betur. „Eflaust hefðum við getað skorað fleiri mörk, ef við hefðum fengið einhver færi,“ sagði Árni glottandi. „Nei nei, ég hefði getað skorað fleiri mörk. En við skoruðum tvö mörk og það er jákvætt að klára leikinn. Í fyrri hálfleik var Árni hundfúll út í liðsfélaga sinn Arnþór Ara Atlason sem fór illa með gott færi þegar þeir voru komnir einir gegn Arnari Darra markverði Þróttar. Arnar Darri varði skot Arnþórs Ara þegar Árni var galopinn við hlið hans. „Hann tók þessa ákvörðun, hann fékk séns núna. Hann sendir boltann næst, hann veit það,“ sagði Árni brosandi að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Breiðablik vann þægilegan sigur á botnliði Þróttar í Kópavoginum í kvöld. Lokatölur 2-0 og Blikar enn með í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar. Árni Vilhjálmsson kom Breiðablik í 1-0 strax eftir fjórar mínútur og Oliver Sigurjónsson bætti við marki um miðjan fyrri hálfleik þegar hann skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Þróttarar voru afar slakir í fyrri hálfleik og ógnuðu marki heimamanna lítið. Í seinni hálfleik sýndu gestirnir töluvert betri leik og fengu færi sem þeir ekki nýttu. Blikar fengu færi sömuleiðis en mörkin urðu ekki fleiri. Öruggur sigur Breiðabliks í höfn.Af hverju vann BreiðablikBlikarnir voru töluvert betra liðið á vellinum í kvöld og sigurinn fyllilega sanngjarn. Þróttarar voru afar slakir í fyrri hálfleiknum og þá lögðu heimamenn grunninn að sigrinum með tveimur mörkum. Gestirnir ógnuðu varla marki Breiðabliks fyrir hlé á meðan heimamenn fóru mjög illa með góð færi. Breiðablik lét boltann ganga vel sín á milli og voru með yfirburði á miðjunni. Í seinni hálfleik sýndu gestirnir töluvert bættan leik og ógnuðu marki Breiðabliks í nokkur skipti. Þeim tókst hins vegar ekki að pota inn marki sem hefði getað breytt leiknum. Leikurinn er ágætt dæmi um hvernig tímabil Þróttara hefur verið og útskýrir af hverju liðið er eitt og yfirgefið í botnsæti deildarinnar.Hverjir stóðu upp úr?Í jöfnu liði Breiðabliks átti Oliver Sigurjónsson góðan leik. Hann var öflugur á miðjunni, stýrði spilinu vel og skoraði stórglæsilegt mark úr aukaspyrnu. Gísli Eyjólfsson var góður við hlið Olivers en hann hefur spilað vel eftir að hann kom frá Víkingi Ólafsvík þar sem hann var á láni í upphafi tímabils. Árni Vilhjálmsson var líflegur í framlínu heimamanna og skoraði gott mark. Hann hefði hins vegar átt að skora fleiri en vandamál Blika í sumar hefur einmitt verið markaskorun. Þá verður að minnast á tvo unga leikmenn Blika, þá Alfons Sampsted og Viktor Örn Margeirsson, en þeir áttu báðir góðan leik í vörninni. Hjá Þrótturum var Dion Acoff hættulegur og Arnar Darri var fínn í markinu þó svo að hægt sé að setja spurningamerki við hann þegar Oliver skoraði í markmannshornið úr aukaspyrnunni. En hann varði nokkrum sinnum mjög vel.Hvað gekk vel?Leikur Breiðabliks gekk í heildina vel og þeir gáfu fá færi á sér. Sóknarleikur þeirra var góður og þeir sköpuðu sér töluvert af færum. Vörnin hjá þeim var traust líkt og hún hefur verið í nær allt sumar. Með Gunnleif í markinu þar að auki er erfitt að skora hjá Blikum. Hálfleiksræða Gregg Ryder hlýtur að hafa gengið ágætlega því Þróttarar rifu sig í gang í síðari hálfleik og sýndu mikið betri leik en í þeim fyrri. Þeir hefðu getað skorað og hleypt spennu í leikinn en það gekk ekki upp í kvöld.Hvað gekk illa?Þrótturum gekk einfaldlega illa að spila fótbolta, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Það gekk lítið sem ekkert upp hjá þeim og eina ógnunin var Dion Acoff þegar hann komst í kapphlaup við varnarmenn Blika. Að öðru leyti voru gestirnir ekki með sóknarlega. Færanýting Blika gekk illa og það ekki í fyrsta sinn í sumar. Þeir hefðu auðveldlega getað klárað leikinn í fyrri hálfleik og þá sérstaklega þegar Arnþór Ari Atlason fór illa að ráði sínu þegar hann og Árni Vilhjálmsson voru tveir einir gegn Arnari Darra í marki Þróttar. Arnþór valdi að skjóta í stað þess að senda á Árna sem var langt frá því að vera sáttur. Slæm færanýting hefði getað komið í bakið á heimamönnum og hefði líklega gert það gegn betra liði.Hvað gerist næst?Blikar halda sig í námunda við toppinn og jöfnuðu Fjölnismenn að stigum með sigrinum í kvöld. Þeir eru þó enn fimm stigum frá toppnum í 4.sæti Pepsi-deildarinnar en ef þeir fara að nýta færin sín betur þá þjarma þeir eflaust enn frekar að Íslandsmeisturum FH. Breiðablik mætir næst KR í Frostaskjólinu í afar mikilvægum leik þar sem þeir geta sent liðunum í toppbaráttunni skýr skilaboð um hvað þeir ætla sér. Þróttarar halda áfram þrautagöngu sinni í leit að sigri. Þeir eru í afar slæmri stöðu á botninum og það mátti greina uppgjöf í rödd Gregg Ryder í lok leiks, þrátt fyrir yfirlýsingar hans um annað. Þróttarar eiga heimaleik gegn Valsmönum í næstu umferð og fá viku til þess að undirbúa sig fyrir þann slag. Það gæti skipt sköpum því Valsmenn eiga ekki leik fyrr en á fimmtudag og fá ekki mikla hvíld áður en þeir mæta í Laugardalinn á mánudaginn.Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks.Arnar: Sumir hefðu fengið það óþvegið hefðum við ekki fengið þrjú stig Arnar Grétarsson þjálfari Blika var ánægður með stigin þrjú gegn Þrótti í kvöld og sagði sína menn hafa verið betra liðið allan leikinn. „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Það var eitt lið á vellinum frá upphafi til enda en það sem ég er kannski óánægður með er kæruleysi upp við markið. Við erum ekki að fá dauðafæri heldur færi sem á ekki að vera hægt að klúðra,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í leikslok. „Staðan 2-0 er alltaf hættuleg. Þú getur fengið á þig aukaspyrnu eða hornspyrnu þar sem kemur inn mark og þá er þetta orðið leikur. Í staðinn fyrir að stúta leiknum 3-0 og geta þá verið rólegri og jafnvel bætt við fleiri mörkum. En heilt yfir er ég mjög sáttur. Við spiluðum mjög vel, héldum boltanum allan tímann og sköpuðum aragrúa af færum. Ég hefði viljað skora fleiri mörk,“ bætti Arnar við. Sum þeirra færa sem Blikar nýttu ekki í kvöld voru afar góð og í raun ótrúlegt að þeir hafi ekki skorað. „Það er hárrétt. Sumir hefðu fengið það óþvegið hefðum við ekki farið með þrjú stig héðan. Við komumst upp með það núna en þetta hefur kostað okkur stig í sumar. Við höfum verið að ráða ferðinni en klúðrað dauðafærum. Í dag voru yfirburðirnir það miklir að þeir ógnuðu okkur lítið, fyrir utan eitt færi var þetta nánast einstefna,“ sagði Arnar. Með sigrinum halda Blikar sig í nánd við toppinn og eru fimm stigum frá FH. Arnar fór rólega í allt tal um titilbaráttu. „Næsti leikur er gegn KR. Það verður erfitt í Vesturbænum og þangað þurfum við að sækja þrjú stig. Markmiðið er allavega að vera í efstu þremur og við erum enn í þeirri baráttu. Það er mikið af innbyrðis viðureignum eftir og við þurfum að sjá hvað gerist. FH er með góða forystu eins og staðan er í dag,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum.Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, var ekki ánægður með sína menn í kvöld.Vísir/ErnirRyder: Leikmenn verða að hafa meiri trú á sjálfum sér Gregg Ryder var niðurlútur eftir tap sinna manna í Þrótti gegn Breiðablik í kvöld. Hann var afar ósáttur með fyrri hálfleikinn og sagði sína menn ekki hafa farið eftir skipulaginu sem lagt var upp með fyrir leik. „Mér fannst leikurinn endurspegla tímabilið okkar að einhverju leyti. Við vorum með áætlun í fyrri hálfleik sem leikmenn fóru ekki eftir. Ég ræddi við leikmenn í hálfleik og síðari hálfleikur var betri af okkar hálfu. Við fengum færi sem við nýttum ekki sem hefðu getað breytt leiknum. En við spiluðum ekki nógu vel í 90 mínútur eins og þarf gegn þessum góðu liðum,“ sagði Ryder við Vísi eftir leik. Þróttarar komu sterkari til leiks eftir leikhlé, en fyrri hálfleikurinn var afar dapur eins og áður segir. „Ég breytti engu í taktíkinni. Þetta var einfaldlega spurning um að leikmenn myndu gera það sem ég er búinn að tala um alla vikuna og gera það betur en í fyrri hálfleik. Ég veit það hljómar einfalt en við vorum að klikka á einföldum hlutum eins og að stíga upp og pressa á boltamanninn. Við vorum hægir og ég var mjög vonsvikinn með fyrri hálfleikinn,“ bætti Ryder við. Staða Þróttara er mjög erfið og þeir eru 9 stigum frá öruggu sæti í deildinni auk þess að hafa leikið fleiri leiki en Fylkir og ÍBV sem eru í sætunum fyrir ofan. „Við höfum sagt allt tímabilið að við séum nógu góðir til að halda okkur uppi. En við þurfum að fara að sýna það. Það eru enn stig í pottinum. Strákarnir verða að spila sinn besta leik í hverjum leik í 90 mínútur í sjö leikjum. Ef þeir telja sig ekki geta það þá gerist það aldrei. Ég hef trú á því. Á meðan við eigum möguleika þá hef ég trú á því. Ég held að sumir leikmannanna verði að hafa meiri trú á sjálfum sér,“ sagði Gregg Ryder að lokum.Árni Vilhjálmsson í leik með Breiðablik.vísir/hannaÁrni: Hann sendir boltann næst Árni Vilhjálmsson kom Breiðablik á bragðið með góðu marki strax í upphafi leiksins gegn Þrótti í kvöld. Hann fór þó illa með nokkur færi í leiknum. „Við fengum ekkert mark á okkur, héldum hreinu og tókum þrjá punkta. Það var allt sem við ætluðum að gera. Þannig að heilt yfir er ég sáttur,“ sagði Árni þegar Vísir náði tali af honum að leik loknum í kvöld. Leikmenn Breiðabliks fóru illa með nokkur færi í leiknum og sigurinn hefði auðveldlega getað orðið stærri hefðu þeir nýtt færin betur. „Eflaust hefðum við getað skorað fleiri mörk, ef við hefðum fengið einhver færi,“ sagði Árni glottandi. „Nei nei, ég hefði getað skorað fleiri mörk. En við skoruðum tvö mörk og það er jákvætt að klára leikinn. Í fyrri hálfleik var Árni hundfúll út í liðsfélaga sinn Arnþór Ara Atlason sem fór illa með gott færi þegar þeir voru komnir einir gegn Arnari Darra markverði Þróttar. Arnar Darri varði skot Arnþórs Ara þegar Árni var galopinn við hlið hans. „Hann tók þessa ákvörðun, hann fékk séns núna. Hann sendir boltann næst, hann veit það,“ sagði Árni brosandi að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira