Horfði á sigur Liverpool áður en hann setti heimsmetið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2016 21:12 Wayde van Niekerk. Vísir/Getty Suður-Afríkumaðurinn Wayde van Niekerk sló í gær eitt af þessum langlífu heimsmetum frjálsra íþrótta þegar hann tryggði sér Ólympíugull í 400 metra hlaupi karla. Wayde van Niekerk hljóp á 43,03 sekúndum og sló heimsmet Michael Johnson sem var sett á síðustu öld, nánar tilgetið á HM í Sevilla árið 1999. Þetta er eitt af metunum sem margir töldu að myndi jafnvel aldrei vera bætt og það er óhætt að segja að frábært hlaup Suður-Afríkumannsins hafi komið á óvart. Það vakti ennfremur athygli að Ólympíumeistarinn blandaði leik Liverpool og Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn í viðtalið við sig eftir hlaupið. „Ég horfði á Liverpool-leikinn áður en ég fór út á völl. Ég var alveg að missa mig af því að þetta var svo spennandi leikur. Við náðum samt að vinna," sagði Wayde van Niekerk en hann er mikill stuðningsmaður Liverpool. Liverpool lenti 1-0 undir í leiknum, komst síðan í 4-1 en rétt slapp á endanum með 4-3 sigur á æsispennandi lokamínútum. „Bróðir minn er stuðningsmaður Arsenal. Þetta getur því ekki verið betri dagur, ég er kominn með heimsmetið og Ólympíugull og Liverpool vann Arsenal," sagði Wayde van Niekerk. Wayde van Niekerk fékk líka hvatningu frá Usain Bolt fyrir hlaupið. „Bolt sagði við mig á Jamaíka að ég myndi bæta heimsmetið. Í kvöld sagði hann síðan við mig: Ég sagði þér að þú gætir þetta," sagði Wayde van Niekerk. Usain Bolt fylgdi í kjölfarið á Wayde van Niekerk og tryggði sér líka Ólympíugull. Bolt vann þá 100 metra hlaup karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Wayde van Niekerk sló í gær eitt af þessum langlífu heimsmetum frjálsra íþrótta þegar hann tryggði sér Ólympíugull í 400 metra hlaupi karla. Wayde van Niekerk hljóp á 43,03 sekúndum og sló heimsmet Michael Johnson sem var sett á síðustu öld, nánar tilgetið á HM í Sevilla árið 1999. Þetta er eitt af metunum sem margir töldu að myndi jafnvel aldrei vera bætt og það er óhætt að segja að frábært hlaup Suður-Afríkumannsins hafi komið á óvart. Það vakti ennfremur athygli að Ólympíumeistarinn blandaði leik Liverpool og Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn í viðtalið við sig eftir hlaupið. „Ég horfði á Liverpool-leikinn áður en ég fór út á völl. Ég var alveg að missa mig af því að þetta var svo spennandi leikur. Við náðum samt að vinna," sagði Wayde van Niekerk en hann er mikill stuðningsmaður Liverpool. Liverpool lenti 1-0 undir í leiknum, komst síðan í 4-1 en rétt slapp á endanum með 4-3 sigur á æsispennandi lokamínútum. „Bróðir minn er stuðningsmaður Arsenal. Þetta getur því ekki verið betri dagur, ég er kominn með heimsmetið og Ólympíugull og Liverpool vann Arsenal," sagði Wayde van Niekerk. Wayde van Niekerk fékk líka hvatningu frá Usain Bolt fyrir hlaupið. „Bolt sagði við mig á Jamaíka að ég myndi bæta heimsmetið. Í kvöld sagði hann síðan við mig: Ég sagði þér að þú gætir þetta," sagði Wayde van Niekerk. Usain Bolt fylgdi í kjölfarið á Wayde van Niekerk og tryggði sér líka Ólympíugull. Bolt vann þá 100 metra hlaup karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira