Samstöðufundur og mótmæli á sama tíma Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. ágúst 2016 07:00 Mótmæli og samstöðufundur á Austurvelli í gær. F Vísir/Stefán „Lögum til heima hjá okkur fyrst áður en við björgum heiminum,“ segir Karl Löve, þátttakandi mótmælanna.vísir/stefán Tvær mismunandi fylkingar voru samankomnar á Austurvelli í gær en stjórnmálaflokkurinn Íslenska þjóðfylkingin hélt mótmælafund sem hófst klukkan þrjú. Á vegum þjóðfylkingarinnar mættu nokkrir tugir manns og mótmæltu þeir nýju útlendingalögunum. Á sama tíma hélt annar nokkuð fjölmennari hópur samstöðufund með hælisleitendum og flóttafólki í því skyni að bregðast við mótmælum þjóðfylkingarinnar. Talið er að um nokkur hundruð manns hafi komið saman þegar mest lét. Mótmælin byrjuðu friðsamlega en þegar tók að líða á fundinn var kominn hiti í fólk og margir farnir að rökræða hátt sín á milli. Lögregla mætti á mótmælin um klukkan fjögur og tók nokkra mótmælendur afsíðis. Mótmælendur í Íslensku þjóðfylkingunni mótmæltu meðal annars því að hælisleitendur fái að ,,farga persónuskilríkjum sínum“ og að ekki megi skylda hælisleitendur til að gefa lífsýni til að ganga úr skugga um aldur þeirra. Þá mótmæltu þeir því að heimild væri í lögunum til að sameina fjölskyldur. Gunnlaugur Ingvarsson, er í stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar, en hann segir útlendingalögin nýju brjóta gegn þjóðinni. Þau opni landamæri Íslands öfugt við það sem þjóðir í kringum okkur eru að gera. „Við getum ekki borið það að hleypa hér inn endalaust af flóttafólki. Við erum ekki á móti þessu fólki en það má ekki taka á móti þeim óhindrað eins og lögin gera ráð fyrir,“ segir Gunnlaugur.„Þetta er bara skömmustulegt og þetta fólk í þessum flokki má skammast sín,“ segir Logi Pedro.vísir/stefánSema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, er ein þeirra sem boðaði til samstöðufundarins. Að sögn hennar var markmið fundarins að sýna samstöðu með flóttafólki og hælisleitendum úti um allan heim. Hún segist vera ánægð með mætinguna á samstöðufundinn og segir þann fjölda fólks sem mætti sýna hve margir vilji að á Íslandi sé réttlátt samfélag. „Flestir virðast vera þeirrar skoðunar að Ísland eigi að vera opið menningarsamfélag þar sem fólki er ekki mismunað vegna menningar, trúar eða uppruna. Við erum að senda út þau skilaboð að hingað séu flóttamenn velkomnir,“ segir Sema Erla.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gekk út af Alþingi og ræddi við mótmælendur á vegum Íslensku þjóðfylkingarinnar. Hann sagði mótmælendum að mótmæli þeirra væru byggð á misskilningi og hafði hann fartölvu meðferðis og sýndi þeim nýju útlendingalögin.Morteza SongolzadehMótmælendur sögðu nýju lögin galopna Ísland fyrir öllum flóttamönnum og hælisleitendum. „Það er bara rangt,“ sagði Helgi þá. Morteza Songolzadeh, þrjátíu og sex ára gamall hælisleitandi frá Íran er einn þeirra sem Fréttablaðið náði tali af. „Ég vildi sýna þessu fólki hlýhug,“ segir Morteza Hann ákvað að gefa meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar heitan kaffisopa og súkkulaðimola á mótmælum þeirra fyrir framan Alþingi í gær. „Íslendingar eru vinsamlegasta þjóð sem ég hef haft kynni af á flótta mínum í Evrópu,“ segir Morteza. „Ég sá mikið af eldra fólki á mótmælunum sem óttast útlendinga. Mig langaði að nálgast þetta fólk af vinsemd. Ég er ekki hingað kominn til þess að ræna Íslendinga lífsgæðum og tækifærum,“ segir hann. Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn.vísir/stefán Alþingi Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Lögum til heima hjá okkur fyrst áður en við björgum heiminum,“ segir Karl Löve, þátttakandi mótmælanna.vísir/stefán Tvær mismunandi fylkingar voru samankomnar á Austurvelli í gær en stjórnmálaflokkurinn Íslenska þjóðfylkingin hélt mótmælafund sem hófst klukkan þrjú. Á vegum þjóðfylkingarinnar mættu nokkrir tugir manns og mótmæltu þeir nýju útlendingalögunum. Á sama tíma hélt annar nokkuð fjölmennari hópur samstöðufund með hælisleitendum og flóttafólki í því skyni að bregðast við mótmælum þjóðfylkingarinnar. Talið er að um nokkur hundruð manns hafi komið saman þegar mest lét. Mótmælin byrjuðu friðsamlega en þegar tók að líða á fundinn var kominn hiti í fólk og margir farnir að rökræða hátt sín á milli. Lögregla mætti á mótmælin um klukkan fjögur og tók nokkra mótmælendur afsíðis. Mótmælendur í Íslensku þjóðfylkingunni mótmæltu meðal annars því að hælisleitendur fái að ,,farga persónuskilríkjum sínum“ og að ekki megi skylda hælisleitendur til að gefa lífsýni til að ganga úr skugga um aldur þeirra. Þá mótmæltu þeir því að heimild væri í lögunum til að sameina fjölskyldur. Gunnlaugur Ingvarsson, er í stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar, en hann segir útlendingalögin nýju brjóta gegn þjóðinni. Þau opni landamæri Íslands öfugt við það sem þjóðir í kringum okkur eru að gera. „Við getum ekki borið það að hleypa hér inn endalaust af flóttafólki. Við erum ekki á móti þessu fólki en það má ekki taka á móti þeim óhindrað eins og lögin gera ráð fyrir,“ segir Gunnlaugur.„Þetta er bara skömmustulegt og þetta fólk í þessum flokki má skammast sín,“ segir Logi Pedro.vísir/stefánSema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, er ein þeirra sem boðaði til samstöðufundarins. Að sögn hennar var markmið fundarins að sýna samstöðu með flóttafólki og hælisleitendum úti um allan heim. Hún segist vera ánægð með mætinguna á samstöðufundinn og segir þann fjölda fólks sem mætti sýna hve margir vilji að á Íslandi sé réttlátt samfélag. „Flestir virðast vera þeirrar skoðunar að Ísland eigi að vera opið menningarsamfélag þar sem fólki er ekki mismunað vegna menningar, trúar eða uppruna. Við erum að senda út þau skilaboð að hingað séu flóttamenn velkomnir,“ segir Sema Erla.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gekk út af Alþingi og ræddi við mótmælendur á vegum Íslensku þjóðfylkingarinnar. Hann sagði mótmælendum að mótmæli þeirra væru byggð á misskilningi og hafði hann fartölvu meðferðis og sýndi þeim nýju útlendingalögin.Morteza SongolzadehMótmælendur sögðu nýju lögin galopna Ísland fyrir öllum flóttamönnum og hælisleitendum. „Það er bara rangt,“ sagði Helgi þá. Morteza Songolzadeh, þrjátíu og sex ára gamall hælisleitandi frá Íran er einn þeirra sem Fréttablaðið náði tali af. „Ég vildi sýna þessu fólki hlýhug,“ segir Morteza Hann ákvað að gefa meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar heitan kaffisopa og súkkulaðimola á mótmælum þeirra fyrir framan Alþingi í gær. „Íslendingar eru vinsamlegasta þjóð sem ég hef haft kynni af á flótta mínum í Evrópu,“ segir Morteza. „Ég sá mikið af eldra fólki á mótmælunum sem óttast útlendinga. Mig langaði að nálgast þetta fólk af vinsemd. Ég er ekki hingað kominn til þess að ræna Íslendinga lífsgæðum og tækifærum,“ segir hann. Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn.vísir/stefán
Alþingi Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira