Ferðabloggarar lýsa reynslu sinni af Íslandi: "Reykjavík er fölsk og of túristaleg“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2016 13:35 Hjónakornin Cris og Caroline voru hrifinn af ferð sinni til Íslands en fannst Reykjavík ekki heillandi vegna gríðarlegs fjölda ferðamanna. PTS Breskir ferðabloggarar sem komu nýverið hingað til lands í brúðkaupsferð sinni virðast ekki hafa heillast af Reykjavík ef marka má færslu þeirra um heimsókn þeirra til landsins. Þau segjast bæði hafa dreymt að koma til Reykjavíkur um árabil og loksins látið verða af því en fengið áfall þegar hingað var komið vegna „gríðarlegs fjölda ferðamanna“ í borginni. Hjónakornin Caroline og Chris stofnuðu nýlega ferðabloggið Pack The Suitcases þar sem þau skrásetja upplifun sína af ferðalögum sínum. Var Reykjavík þriðji áfangastaðurinn á brúðkaupsferðalagi þeirra. Voru þau hér á landi í fjóra daga og þar af tvo í Reykjavík. „Við eyddum þessum tveimur dögum í Reykjavík umkringd ferðamönnum. Gríðarlegur fjöldi breskra, nýsjálenskra, ástralskra og bandarískra ferðamanna var töluvert áfall,“ segir í færslunni. „Reykjavík er frekar lítil borg og því var ómögulegt að forðast fjöldann.“Sjá einnig: „Veistu hvað Bláa lónið er? Manngerð sundlaug“Segja þau að svo virðist sem að ferðaþjónustan hafi algjörlega tekið yfir miðbæ Reykjavíkur og að hver einasti veitingastaður hafi verið mjög nýtískulegur en á sama tíma nokkuð gervilegur. „Við vorum alls ekki undirbúin undir það hversu túristaleg og „ameríkuvædd“ hver einasta arða af miðbænum myndi vera,“ segja þau og bæta við að þau hafi verið mjög feginn að komast út úr borginni þegar þau fóru hinn fræga gullna hring og sáu Gullfoss, Geysi og Þingvelli sem þau tala mjög fallega um. Caroline og Chris segja að heilt yfir hafi þeim líkað vel við Ísland og segja það vel þess virði að heimsækja Ísland. Hér sé hægt að sjá einstakt landslag sem þau muni aldrei gleyma. Þau telja þó ólíklegt að þau muni snúa aftur til Íslands vegna gríðarlegs fjölda ferðamanna hér á landi.Sjá einnig: Ferðabloggarar kolféllu fyrir Íslandi: „Ég trúi ekki eigin augum“„Reykjavík er fölsk og of túristaleg. Okkur fannst við ekki geta tengst íslensku fólki eða menningu vegna þess að hér var allt stílað inn á ferðamenn,“ segja þau og bæta við að þau hafi orðið vör við að umræðu í fjölmiðlum og á meðal innfæddra hér á landi um áhrif ferðamanna á Reykjavík. Algjör sprenging hefur orðið á komu ferðamanna til landsins á síðustu árum en á síðasta ári komu tæplega 1,3 milljón ferðamanna hingað til lands. Er ljóst að Chris og Caroline hafa orðið vör við þessa aukningu og ljúka þau færslu sinni um dvöl sína í Reykjavík á orðunum „Þetta er ef til vill orðinn of vinsæll ferðamannastaður.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Veistu hvað Bláa lónið er? Manngerð sundlaug“ Bandarísku ferðabloggararnir Jaqueline og Shannon eru lítið hrifnar af Bláa lóninu ef marka má bloggfærslu þeirra frá því á föstudag. 6. mars 2016 13:26 Ferðabloggarar kolféllu fyrir Íslandi: „Ég trúi ekki eigin augum“ - myndband Fögnuðu með Íslendingum á EM-torginu og elskuðu íslenskan bjór. 19. júlí 2016 08:08 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Breskir ferðabloggarar sem komu nýverið hingað til lands í brúðkaupsferð sinni virðast ekki hafa heillast af Reykjavík ef marka má færslu þeirra um heimsókn þeirra til landsins. Þau segjast bæði hafa dreymt að koma til Reykjavíkur um árabil og loksins látið verða af því en fengið áfall þegar hingað var komið vegna „gríðarlegs fjölda ferðamanna“ í borginni. Hjónakornin Caroline og Chris stofnuðu nýlega ferðabloggið Pack The Suitcases þar sem þau skrásetja upplifun sína af ferðalögum sínum. Var Reykjavík þriðji áfangastaðurinn á brúðkaupsferðalagi þeirra. Voru þau hér á landi í fjóra daga og þar af tvo í Reykjavík. „Við eyddum þessum tveimur dögum í Reykjavík umkringd ferðamönnum. Gríðarlegur fjöldi breskra, nýsjálenskra, ástralskra og bandarískra ferðamanna var töluvert áfall,“ segir í færslunni. „Reykjavík er frekar lítil borg og því var ómögulegt að forðast fjöldann.“Sjá einnig: „Veistu hvað Bláa lónið er? Manngerð sundlaug“Segja þau að svo virðist sem að ferðaþjónustan hafi algjörlega tekið yfir miðbæ Reykjavíkur og að hver einasti veitingastaður hafi verið mjög nýtískulegur en á sama tíma nokkuð gervilegur. „Við vorum alls ekki undirbúin undir það hversu túristaleg og „ameríkuvædd“ hver einasta arða af miðbænum myndi vera,“ segja þau og bæta við að þau hafi verið mjög feginn að komast út úr borginni þegar þau fóru hinn fræga gullna hring og sáu Gullfoss, Geysi og Þingvelli sem þau tala mjög fallega um. Caroline og Chris segja að heilt yfir hafi þeim líkað vel við Ísland og segja það vel þess virði að heimsækja Ísland. Hér sé hægt að sjá einstakt landslag sem þau muni aldrei gleyma. Þau telja þó ólíklegt að þau muni snúa aftur til Íslands vegna gríðarlegs fjölda ferðamanna hér á landi.Sjá einnig: Ferðabloggarar kolféllu fyrir Íslandi: „Ég trúi ekki eigin augum“„Reykjavík er fölsk og of túristaleg. Okkur fannst við ekki geta tengst íslensku fólki eða menningu vegna þess að hér var allt stílað inn á ferðamenn,“ segja þau og bæta við að þau hafi orðið vör við að umræðu í fjölmiðlum og á meðal innfæddra hér á landi um áhrif ferðamanna á Reykjavík. Algjör sprenging hefur orðið á komu ferðamanna til landsins á síðustu árum en á síðasta ári komu tæplega 1,3 milljón ferðamanna hingað til lands. Er ljóst að Chris og Caroline hafa orðið vör við þessa aukningu og ljúka þau færslu sinni um dvöl sína í Reykjavík á orðunum „Þetta er ef til vill orðinn of vinsæll ferðamannastaður.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Veistu hvað Bláa lónið er? Manngerð sundlaug“ Bandarísku ferðabloggararnir Jaqueline og Shannon eru lítið hrifnar af Bláa lóninu ef marka má bloggfærslu þeirra frá því á föstudag. 6. mars 2016 13:26 Ferðabloggarar kolféllu fyrir Íslandi: „Ég trúi ekki eigin augum“ - myndband Fögnuðu með Íslendingum á EM-torginu og elskuðu íslenskan bjór. 19. júlí 2016 08:08 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
„Veistu hvað Bláa lónið er? Manngerð sundlaug“ Bandarísku ferðabloggararnir Jaqueline og Shannon eru lítið hrifnar af Bláa lóninu ef marka má bloggfærslu þeirra frá því á föstudag. 6. mars 2016 13:26
Ferðabloggarar kolféllu fyrir Íslandi: „Ég trúi ekki eigin augum“ - myndband Fögnuðu með Íslendingum á EM-torginu og elskuðu íslenskan bjór. 19. júlí 2016 08:08