Óæskilegir Pokémon-ar bannaðir víða um heim Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. ágúst 2016 16:21 Ekki er lengur hægt að safna pokéboltum við helfarar minnismerkið í Berlín Vísir/Samsett Snjallsímaleikurinn Pokémon Go hefur verið gríðarlega vinsæll undanfarin misseri en ekki eru allir sáttir við að leikurinn sé spilaður á þeirra landareign. Kvartanir hafa borist frá Auschwitz, helfararminnisvarðanum í Berlín og minnisvarða í Japan um kjarnorkuárásina á Hiroshima undan því að fólk sé að spila leikinn í stað þess að velta fyrir sér þunga sögunnar. Margir hafa gengið enn lengra og hafa yfirvöld í Íran og Sádí-Arabíu lagt blátt bann við leiknum. Yfirvöld í Íran bönnuðu leikinn aðeins dögum eftir að hann kom út en þar voru uppi áhyggjur af því að leikurinn yrði notaður til njósna. Ungmenni í Íran hafa náð að komast hjá banninu með því að fela staðsetningu sína. Í Sádi-Arabíu var endurútgefin fimmtán ára gömul bannfæring (e. fatwa) sem bannar Pokémon sem viðbragð við snjallsímaútgáfunni. Rök yfirvalda þar í landi eru að leikurinn líkist of mikið fjárhættuspili og að hann virðist byggja á þróunarkenningunni, en henni er hafnað í múslimatrú. Í Bosníu hafa Pokémon þjálfarar verið varaðir við því að spila leikinn á hættusvæðum þar sem jarðsprengjur úr stríði tíunda áratugarins geta leynst. Þetta kemur fram í samantekt á vef Yahoo.Erfitt að fjarlægja Pokémon-a algjörlegaPokémonar birtast í kringum svokölluð pokéstop sem eru yfirleit þekkt kennileiti. Syttan af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli er til dæmis gott dæmi um slíkt. Á Pokéstoppum geta pokémon-þjálfarar einnig safnað hinum ýmsu tólum sem hjálpa til við pokémon leit. Svokölluð Poké-gym birtast einnig við kennileiti, en þar geta pokémon þjálfarar keppst um yfirráð með því að láta Pokémona sína berjast. Mögulegt er að biðja Niantic, framleiðanda leiksins, að fjarlægja staði af lista yfir Pokéstop eða Pokégym. Ekki er hægt að fjarlægja þau fyrirvaralaust en með hverri uppfærslu leiksins uppfærist listinn yfir slíka staði einnig. Í nýjustu uppfærslu leiksins er til að mynda búið að fjarlægja helfararminnisvarðann í Berlín og minnismerkið um Hiroshima sprenginguna í Japan. Ekki eru erlendir aðilar þeir einu sem hafa viljað losna við pokémonþjálfara en eigandi Fjörukrárinnar í Hafnarfirði hefur einnig biðlað til Niantic um að fjarlægja kennileiti í kringum krána af listanum.Pokémonar geta hins vegar birst nánar hvar sem er og er gífurlega flókið að fjarlægja þá algerlega af stöðum þar sem nærveru þeirra er ekki óskað. Samkvæmt The Pokémon Company er nú unnið að því að bæta reiknilíkan leiksins svo að þeir birtist síður á óæskilegum slóðum. Pokemon Go Tengdar fréttir Leggja blátt bann við Pokémon Go Ekki er hægt að eltast við Pokémon-a í Íran. 5. ágúst 2016 16:02 Vilja ekki Pokémon þjálfara á geislavirkt svæði Eigendur kjarnorkuversins í Fukushima vilja að framleiðendur leiksins fjarlægi Pokémon karla af svæðinu í kringum kjarnorkuverið. 26. júlí 2016 15:35 Fara í aðgerðir gegn Pokémon Go spilun í umferðinni Lögreglan í Taívan er langþreytt á Pokémon Go spilurum. 11. ágúst 2016 13:21 Auglýstu Fjörukrána sem Pokémon-væna en fengu það í bakið Eigandi fjörukrárinnar segir leikinn eflaust skemmtilegan, en að Pokémon-þjálfarar eigi ekki heima við krána. 5. ágúst 2016 11:34 Pentagon bannar Pokémon Go innan stofnunarinnar Óttast njósnir á svæðinu. 12. ágúst 2016 15:24 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Snjallsímaleikurinn Pokémon Go hefur verið gríðarlega vinsæll undanfarin misseri en ekki eru allir sáttir við að leikurinn sé spilaður á þeirra landareign. Kvartanir hafa borist frá Auschwitz, helfararminnisvarðanum í Berlín og minnisvarða í Japan um kjarnorkuárásina á Hiroshima undan því að fólk sé að spila leikinn í stað þess að velta fyrir sér þunga sögunnar. Margir hafa gengið enn lengra og hafa yfirvöld í Íran og Sádí-Arabíu lagt blátt bann við leiknum. Yfirvöld í Íran bönnuðu leikinn aðeins dögum eftir að hann kom út en þar voru uppi áhyggjur af því að leikurinn yrði notaður til njósna. Ungmenni í Íran hafa náð að komast hjá banninu með því að fela staðsetningu sína. Í Sádi-Arabíu var endurútgefin fimmtán ára gömul bannfæring (e. fatwa) sem bannar Pokémon sem viðbragð við snjallsímaútgáfunni. Rök yfirvalda þar í landi eru að leikurinn líkist of mikið fjárhættuspili og að hann virðist byggja á þróunarkenningunni, en henni er hafnað í múslimatrú. Í Bosníu hafa Pokémon þjálfarar verið varaðir við því að spila leikinn á hættusvæðum þar sem jarðsprengjur úr stríði tíunda áratugarins geta leynst. Þetta kemur fram í samantekt á vef Yahoo.Erfitt að fjarlægja Pokémon-a algjörlegaPokémonar birtast í kringum svokölluð pokéstop sem eru yfirleit þekkt kennileiti. Syttan af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli er til dæmis gott dæmi um slíkt. Á Pokéstoppum geta pokémon-þjálfarar einnig safnað hinum ýmsu tólum sem hjálpa til við pokémon leit. Svokölluð Poké-gym birtast einnig við kennileiti, en þar geta pokémon þjálfarar keppst um yfirráð með því að láta Pokémona sína berjast. Mögulegt er að biðja Niantic, framleiðanda leiksins, að fjarlægja staði af lista yfir Pokéstop eða Pokégym. Ekki er hægt að fjarlægja þau fyrirvaralaust en með hverri uppfærslu leiksins uppfærist listinn yfir slíka staði einnig. Í nýjustu uppfærslu leiksins er til að mynda búið að fjarlægja helfararminnisvarðann í Berlín og minnismerkið um Hiroshima sprenginguna í Japan. Ekki eru erlendir aðilar þeir einu sem hafa viljað losna við pokémonþjálfara en eigandi Fjörukrárinnar í Hafnarfirði hefur einnig biðlað til Niantic um að fjarlægja kennileiti í kringum krána af listanum.Pokémonar geta hins vegar birst nánar hvar sem er og er gífurlega flókið að fjarlægja þá algerlega af stöðum þar sem nærveru þeirra er ekki óskað. Samkvæmt The Pokémon Company er nú unnið að því að bæta reiknilíkan leiksins svo að þeir birtist síður á óæskilegum slóðum.
Pokemon Go Tengdar fréttir Leggja blátt bann við Pokémon Go Ekki er hægt að eltast við Pokémon-a í Íran. 5. ágúst 2016 16:02 Vilja ekki Pokémon þjálfara á geislavirkt svæði Eigendur kjarnorkuversins í Fukushima vilja að framleiðendur leiksins fjarlægi Pokémon karla af svæðinu í kringum kjarnorkuverið. 26. júlí 2016 15:35 Fara í aðgerðir gegn Pokémon Go spilun í umferðinni Lögreglan í Taívan er langþreytt á Pokémon Go spilurum. 11. ágúst 2016 13:21 Auglýstu Fjörukrána sem Pokémon-væna en fengu það í bakið Eigandi fjörukrárinnar segir leikinn eflaust skemmtilegan, en að Pokémon-þjálfarar eigi ekki heima við krána. 5. ágúst 2016 11:34 Pentagon bannar Pokémon Go innan stofnunarinnar Óttast njósnir á svæðinu. 12. ágúst 2016 15:24 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Vilja ekki Pokémon þjálfara á geislavirkt svæði Eigendur kjarnorkuversins í Fukushima vilja að framleiðendur leiksins fjarlægi Pokémon karla af svæðinu í kringum kjarnorkuverið. 26. júlí 2016 15:35
Fara í aðgerðir gegn Pokémon Go spilun í umferðinni Lögreglan í Taívan er langþreytt á Pokémon Go spilurum. 11. ágúst 2016 13:21
Auglýstu Fjörukrána sem Pokémon-væna en fengu það í bakið Eigandi fjörukrárinnar segir leikinn eflaust skemmtilegan, en að Pokémon-þjálfarar eigi ekki heima við krána. 5. ágúst 2016 11:34