Íslenski boltinn

Markalaust í Kórnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
HK-ingum mistókst að skora í kvöld, í fyrsta sinn í mánuð.
HK-ingum mistókst að skora í kvöld, í fyrsta sinn í mánuð. vísir/stefán
HK og Fjarðabyggð gerðu markalaust jafntefli í síðasta leik 16. umferðar Inkasso-deildar karla í kvöld.

Liðin eru áfram í 9. og 10. sæti deildarinnar. HK er með 18 stig í 9. sætinu og Fjarðabyggð með tveimur stigum minna í sætinu fyrir neðan.

Huginn, sem vann Hauka í kvöld, er farinn að anda ofan í hálsmálið á þessum liðum en Seyðfirðingar eru með jafn mörg stig og Fjarðabyggð (16) en lakari markatölu.

HK sótti meira í leiknum í Kórnum í kvöld en tókst ekki að skora, frekar en gestunum.

Bjarni Gunnarsson, lánsmaður frá ÍBV, átti skalla í slánna á marki Fjarðabyggðar í fyrri hálfleik og Ingiberg Ólafur Jónsson bjargaði svo á línu frá Aroni Ými Péturssyni í þeim seinni.

Hlynur Bjarnason fékk besta færi Fjarðabyggðar undir lok fyrri hálfleik en skaut beint á Arnar Frey Ólafsson í marki HK.

Upplýsingar um úrslit og gang leiksins eru fengnar frá Fótbolta.net.


Tengdar fréttir

Lífsnauðsynlegur Leiknissigur

Leiknir frá Fáskrúðsfirði vann sinn fyrsta sigur í Inkasso-deildinni síðan 24. júní þegar Fram kom í heimsókn í Fjarðabyggðarhöllina í kvöld.

Grindavík á toppinn | Myndir

Grindvíkingar tylltu sér á topp Inkasso-deildar karla þegar þeir gerðu góða ferð í Breiðholtið og unnu öruggan 0-3 sigur á Leikni R.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×