Íslenski boltinn

Seyðfirðingar í stuði | Selfyssingar náðu í stig fyrir norðan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Seyðfirðingar eru á góðu skriði þessa dagana.
Seyðfirðingar eru á góðu skriði þessa dagana. vísir/hanna
Tveimur leikjum er lokið í Inkasso-deild karla.

Gott gengi Hugins heldur áfram en liðið vann 1-0 sigur á Haukum á Seyðisfjarðarvelli. Gunnar Wigelund skoraði eina mark leiksins á 36. mínútu.

Huginn hefur nú unnið þrjá af síðustu fimm leikjum sínum og aðeins tapað einum af síðustu sjö.

Liðið er nú komið með 16 stig og á góða möguleika á að bjarga sér frá falli. Haukar eru aftur á móti með 20 stig í 7. sæti deildarinnar. Lærisveinar Lúka Kostic voru búnir að vinna þrjá leiki í röð fyrir leikinn í kvöld.

Arnór Ingi Gíslason tryggði Selfyssingum stig gegn Þórsurum á Akureyri þegar hann jafnaði metin í 1-1 á fjórðu mínútu í uppbótartíma.

Gunnar Örvar Stefánsson kom Þór yfir eftir hálftíma leik með sínu níunda marki í sumar og svo virtist sem það myndi duga til sigurs. En Arnór var á öðru máli og jafnaði metin á elleftu stundu.

Þór er í 5. sæti deildarinnar með 23 stig en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum. Selfoss er í sætinu fyrir neðan með 21 stig.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Úrslit.net.


Tengdar fréttir

Lífsnauðsynlegur Leiknissigur

Leiknir frá Fáskrúðsfirði vann sinn fyrsta sigur í Inkasso-deildinni síðan 24. júní þegar Fram kom í heimsókn í Fjarðabyggðarhöllina í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×