Lífið

Herbergi í 101 til sölu á 20 milljónir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Íbúðarherbergið er 21,9 fermetrar og kostar tæpar 20 milljónir króna.
Íbúðarherbergið er 21,9 fermetrar og kostar tæpar 20 milljónir króna. vísir
Það kennir ýmissa grasa á fasteignavef Vísis nú sem endranær en í gær setti fasteignasalan Lind íbúðarherbergi í kjallara að Ránargötu 4 í sölu.

 

Herbergið er 21,9 fermetrar samkvæmt auglýsingunni á fasteignavefnum og er ásett verð 19,9 milljónir króna, eða rúmlega 900 þúsund krónur á fermetrann. Búið er að skipta um glugga og gler í herberginu og þá var skólp nýlega endurnýjað, nýtt rafmagn var lagt og skipt um ofnalagnir, að því er kemur fram í auglýsingunni.

Í herberginu er harðparket á gólfi og eldhúskrókur þar sem er lítil innrétting og hillur. Þá er samkvæmt lýsingu herbergisins lítil geymsla undir súð í því. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf og þar er upphengt salerni og sturta.

Þvottahús er svo sameiginlegt þar sem hver íbúð er með sína vél og hjóla-og vagnageymsla er í sameign.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir úr herberginu en nánari upplýsingar má nálgast hér.

Eldhúskrókur er í herberginu.mynd/lind fasteignasala
Upphengt klósett er á baðherberginu og sturta.mynd/lind fasteignasala
Herbergið er 21,9 fermetrar.mynd/lind fasteignasala





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.