Elda veislumáltíðir fyrir hina fátæku í Ríó úr ólympíuafgöngum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2016 11:29 Massimo Bottura er til hægri. Vísir/Getty Hópur alþjóðlegra kokka hefur tekið sig saman og sett saman veitingastað í grennd við ólympíuþorpið í Ríó þar sem þeir nota mat sem ætlaður er íþróttaköppunum á Ólympíleikunum en verður afgangs eða myndi ella fara til spillis. Markmið kokkanna er að fæða þá sem minna mega sín og líða skort í einni stærstu borg Brasilíu. Ítalski kokkurinn Massimo Bottura fer fyrir hópnum en hann rekur m.a. veitingastaðinn Osteria Francescana í Modena á Ítalíu sem nýverið var valinn heimsins besti veitingastaður. Hann segir að markmið kokkanna sé að framreiða fimm þúsund veislumáltíðir á dag úr matvælum sem færu annars í ruslið eða er ekki hægt að nýta til þess að fæða hina átján þúsund þáttakendur á Ólympíuleikunum.Fjallað er ítarlega um veitingastaðinn á vef Independent og þar kemur fram að kokkarnir taki meðal annars á móti afmynduðum ávöxtum og kartöflum sem annars eru í góðu lagi en eru ekki talin hæfa bestu íþróttamönnum heims. Segir í greininni að Bottura hafi lent í vandræðum strax fyrsta daginn því að í fyrstu sendingunni af matarafgöngum frá ólympíuþorpinu hafi leynst svo mikið af matvælum að ekki var pláss fyrir allt saman á veitingastaðnum.Veitingastaðurinn er í miðbæ Rio de Janiero og segir Bottura að markmiðið sé ekki bara að fæða þá sem þurfi á því að halda heldur einnig að veita þeim mannlega reisn á nýjan leik „Við viljum að fólk labbi hér inn og segi „Vá, er þetta fyrir okkur“. Við viljum að þeir geti upplifað hvernig matur getur verið og við erum búin að upplifa það hér á hverjum degi,“ sagði Bottura í samtali við blaðamann Independent. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi er matreiðslan glæsileg og útkoman girnileg en Bottura og félagi hans, brasilíski kokkurinn David Hertz, gagnrýna skipulagsnefnd Ólympíuleikana og Alþjóðaólympíunefndina fyrir að hafa ekki viljað taka þátt í verkefninu. „Það hafði enginn áhuga á þessu, það var ekkert,“ segir Hertz en það var ekki fyrr en rætt var sérstaklega við fyrirtækið sem sér um matreiðsluna í ólympíuþorpinu að hjólin fóru að snúast. Vonast þeir félagar til þess að framtakið verði til þess að vekja athygli á óþarfa matareyðslu. Markmiðið er að veitingastaðurinn geti svo staðið á eigin fótum eftir að Ólympíuleikunum lýkur. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Ólympíuþorpið á gröfum þræla Afkomendur þræla ásaka byggingaverktaka um að hafa eyðilagt fornleifar með því að byggja húsnæði fyrir blaðamenn ofan á fjöldagröf afrískra þræla. 6. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Hópur alþjóðlegra kokka hefur tekið sig saman og sett saman veitingastað í grennd við ólympíuþorpið í Ríó þar sem þeir nota mat sem ætlaður er íþróttaköppunum á Ólympíleikunum en verður afgangs eða myndi ella fara til spillis. Markmið kokkanna er að fæða þá sem minna mega sín og líða skort í einni stærstu borg Brasilíu. Ítalski kokkurinn Massimo Bottura fer fyrir hópnum en hann rekur m.a. veitingastaðinn Osteria Francescana í Modena á Ítalíu sem nýverið var valinn heimsins besti veitingastaður. Hann segir að markmið kokkanna sé að framreiða fimm þúsund veislumáltíðir á dag úr matvælum sem færu annars í ruslið eða er ekki hægt að nýta til þess að fæða hina átján þúsund þáttakendur á Ólympíuleikunum.Fjallað er ítarlega um veitingastaðinn á vef Independent og þar kemur fram að kokkarnir taki meðal annars á móti afmynduðum ávöxtum og kartöflum sem annars eru í góðu lagi en eru ekki talin hæfa bestu íþróttamönnum heims. Segir í greininni að Bottura hafi lent í vandræðum strax fyrsta daginn því að í fyrstu sendingunni af matarafgöngum frá ólympíuþorpinu hafi leynst svo mikið af matvælum að ekki var pláss fyrir allt saman á veitingastaðnum.Veitingastaðurinn er í miðbæ Rio de Janiero og segir Bottura að markmiðið sé ekki bara að fæða þá sem þurfi á því að halda heldur einnig að veita þeim mannlega reisn á nýjan leik „Við viljum að fólk labbi hér inn og segi „Vá, er þetta fyrir okkur“. Við viljum að þeir geti upplifað hvernig matur getur verið og við erum búin að upplifa það hér á hverjum degi,“ sagði Bottura í samtali við blaðamann Independent. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi er matreiðslan glæsileg og útkoman girnileg en Bottura og félagi hans, brasilíski kokkurinn David Hertz, gagnrýna skipulagsnefnd Ólympíuleikana og Alþjóðaólympíunefndina fyrir að hafa ekki viljað taka þátt í verkefninu. „Það hafði enginn áhuga á þessu, það var ekkert,“ segir Hertz en það var ekki fyrr en rætt var sérstaklega við fyrirtækið sem sér um matreiðsluna í ólympíuþorpinu að hjólin fóru að snúast. Vonast þeir félagar til þess að framtakið verði til þess að vekja athygli á óþarfa matareyðslu. Markmiðið er að veitingastaðurinn geti svo staðið á eigin fótum eftir að Ólympíuleikunum lýkur.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Ólympíuþorpið á gröfum þræla Afkomendur þræla ásaka byggingaverktaka um að hafa eyðilagt fornleifar með því að byggja húsnæði fyrir blaðamenn ofan á fjöldagröf afrískra þræla. 6. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Ólympíuþorpið á gröfum þræla Afkomendur þræla ásaka byggingaverktaka um að hafa eyðilagt fornleifar með því að byggja húsnæði fyrir blaðamenn ofan á fjöldagröf afrískra þræla. 6. ágúst 2016 07:00