Sport

Breskur íþróttamaður rændur í Ríó

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þungvopnaðir hermenn eru víða í Ríó en það dugir ekki til.
Þungvopnaðir hermenn eru víða í Ríó en það dugir ekki til. vísir/getty
Það virðist ekki vera áhættulaust fyrir íþróttamenn að lyfta sér upp í Ríó.

Breskur íþróttamaður segist hafa verið rændur er hann skellti sér aðeins á djammið. Byssu var beitt við ránið.

„Það sem er fyrir öllu er að allir okkar íþróttamenn eru öruggir og heilir heilsu,“ sagði talsmaður breska hópsins en alls fóru 366 íþróttamenn frá Bretlandi til Ríó.

Búið er að minna íþróttamennina á nokkrar gullnar reglur. Ekki vera merktir þjóð sinni út á lífinu og ekki taka leigubíla hjá minni leigubílastöðvum.

Ekki stendur til að banna íþróttamönnunum að fara út eða skikka þá að koma til baka á ákveðnum tímum. Það á að sjálfsögðu við þá íþróttamenn sem eru búnir að keppa.

Þeir eru þó hvattir til þess að fara ekki með nein verðmæti með sér út á lífið. Aðeins pening sem ætti að duga út kvöldið.


Tengdar fréttir

Lochte neitaði að hlýða ræningjunum

Eins og fram kom á Vísi í gær var bandaríski sundmaðurinn Ryan Lochte rændur snemma sunnudags, þegar hann sneri heim úr samkvæmi í Ríó þar sem Ólympíuleikarnir fara fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×