Sport

Greiðir rúma milljón til þess að komast heim frá Ríó

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Feigen verður feginn að komast heim til sín.
Feigen verður feginn að komast heim til sín. vísir/getty
Yfirvöld í Brasilíu hafa engan áhuga á því að fangelsa bandarísku sundkappana sem lugu því að þeir hefðu verið rændir í Ríó.

Þeir fá allir að fara heim og eru allir farnir heim nema Jimmy Feigen. Hann þarf að greiða 1,2 milljónir króna til þess að komast heim til Bandaríkjanna.

Brasilíumenn voru mjög móðgaðir yfir lygum Bandaríkjamannanna enda máluðu þær ekki upp fallega mynd af borginni eða fólkinu þar.

Feigen náði samkomulagi við dómara í Ríó að greiða 1,2 milljónir til þess að fá vegabréfið sitt aftur. Peningarnir munu renna til góðgerðarstofnunar.

Ryan Lochte, Gunnar Bentz og Jack Conger eru allir komnir heim til Bandaríkjanna og Feigen mun líklega rukka þá um sinn skerf af sektinni er hann kemst loksins heim.


Tengdar fréttir

Bandaríska Ólympíunefndin biðst afsökunar

Það er nú orðið ljóst að Ryan Lochte og þrír sundfélagar hans lugu um að hafa verið rændir í tilraun til þess að hylma yfir skemmdarverk á bensínstöð.

Lochte neitaði að hlýða ræningjunum

Eins og fram kom á Vísi í gær var bandaríski sundmaðurinn Ryan Lochte rændur snemma sunnudags, þegar hann sneri heim úr samkvæmi í Ríó þar sem Ólympíuleikarnir fara fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×