Lögreglan hefur drepið hundruð í Filippseyjum Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2016 19:01 Vísir/EPA Lögreglan í Filippseyjum segir að tæplega 600 einstaklingar sem voru grunaðir um fíkniefnasölu eða neyslu hafi verið drepnir án dóms og laga frá því í júlí. Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir því að Rodrigo Duterte, nýr forseti landsins, stöðvi drápin sem eru liður í „átaki“ forsetans gegn fíkniefnum. Fjölmiðlar í landinu segja fjölda látinna þó nærri þúsund þar sem vopnuð gengi borgara hafi drepið fjölmarga í Filippseyjum. Rúmlega hálf milljón manna munu hafa gefið sig fram við lögreglu og viðurkennt að neyta fíkniefna. Þau eru látin skrifa undir samning um að gera það aldrei aftur og lögreglan gengur á milli húsa og kannar hvort að samningunum sé fylgt eftir.Samkvæmt Sky News hæddist Dutert að Sameinuðu þjóðunum í ræðu í vikunni. Hann sagði að þeir ættu frekar að einbeita sér að átökunum í Mið-Austurlöndum en sér. Þá sagði hann við lögregluþjóna að hann myndi fara fyrir dómara í þeirra stað ef þeir yrðu sakaðir um morð. „Ef þeir veita ofbeldisfulla mótspyrnu, ef þið óttist um lífi ykkar við handtöku, skjótið hann og drepið hann. Get ég verið skýrari en það?“ Þá hefur forsetinn heitið því að tvöfalda laun lögregluþjóna á árinu og að koma fíklum fyrir í „endurhæfingarbúðum“ sem komið yrði upp í herstöðvum. Tengdar fréttir Duterte: „Réttlætanlegt að drepa spillta blaðamenn“ Verðandi forseti Filippseyja segist ekki geta verndað blaðamenn sem uppvísir eru um spillingu. 2. júní 2016 23:44 Ætlar að gefa einræðisherranum Marcos hetjulega útför Mótmæli vegna áforma nýkjörins forseti Filipseyja um að veita Ferdinand Marcos hetjulega útför. 14. ágúst 2016 20:28 Duterte sór embættiseið á Filippseyjum Hinn umdeildi nýkjörni forseti Filippseyja, hörkutólið Rodrigo Duterte sór embættiseið sinn í morgun en hann vann stórsigur í forsetakosningum sem fram fóru í maí. Duterte, sem er fyrrverandi borgarstjóri í Davao, kollvarpaði valdakerfi landsins með sigrinum og lofaði blóðugu stríði við glæpagengin í landinu og að hart verði tekið á spillingu í stjórnsýslunni. 30. júní 2016 07:33 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Sjá meira
Lögreglan í Filippseyjum segir að tæplega 600 einstaklingar sem voru grunaðir um fíkniefnasölu eða neyslu hafi verið drepnir án dóms og laga frá því í júlí. Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir því að Rodrigo Duterte, nýr forseti landsins, stöðvi drápin sem eru liður í „átaki“ forsetans gegn fíkniefnum. Fjölmiðlar í landinu segja fjölda látinna þó nærri þúsund þar sem vopnuð gengi borgara hafi drepið fjölmarga í Filippseyjum. Rúmlega hálf milljón manna munu hafa gefið sig fram við lögreglu og viðurkennt að neyta fíkniefna. Þau eru látin skrifa undir samning um að gera það aldrei aftur og lögreglan gengur á milli húsa og kannar hvort að samningunum sé fylgt eftir.Samkvæmt Sky News hæddist Dutert að Sameinuðu þjóðunum í ræðu í vikunni. Hann sagði að þeir ættu frekar að einbeita sér að átökunum í Mið-Austurlöndum en sér. Þá sagði hann við lögregluþjóna að hann myndi fara fyrir dómara í þeirra stað ef þeir yrðu sakaðir um morð. „Ef þeir veita ofbeldisfulla mótspyrnu, ef þið óttist um lífi ykkar við handtöku, skjótið hann og drepið hann. Get ég verið skýrari en það?“ Þá hefur forsetinn heitið því að tvöfalda laun lögregluþjóna á árinu og að koma fíklum fyrir í „endurhæfingarbúðum“ sem komið yrði upp í herstöðvum.
Tengdar fréttir Duterte: „Réttlætanlegt að drepa spillta blaðamenn“ Verðandi forseti Filippseyja segist ekki geta verndað blaðamenn sem uppvísir eru um spillingu. 2. júní 2016 23:44 Ætlar að gefa einræðisherranum Marcos hetjulega útför Mótmæli vegna áforma nýkjörins forseti Filipseyja um að veita Ferdinand Marcos hetjulega útför. 14. ágúst 2016 20:28 Duterte sór embættiseið á Filippseyjum Hinn umdeildi nýkjörni forseti Filippseyja, hörkutólið Rodrigo Duterte sór embættiseið sinn í morgun en hann vann stórsigur í forsetakosningum sem fram fóru í maí. Duterte, sem er fyrrverandi borgarstjóri í Davao, kollvarpaði valdakerfi landsins með sigrinum og lofaði blóðugu stríði við glæpagengin í landinu og að hart verði tekið á spillingu í stjórnsýslunni. 30. júní 2016 07:33 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Sjá meira
Duterte: „Réttlætanlegt að drepa spillta blaðamenn“ Verðandi forseti Filippseyja segist ekki geta verndað blaðamenn sem uppvísir eru um spillingu. 2. júní 2016 23:44
Ætlar að gefa einræðisherranum Marcos hetjulega útför Mótmæli vegna áforma nýkjörins forseti Filipseyja um að veita Ferdinand Marcos hetjulega útför. 14. ágúst 2016 20:28
Duterte sór embættiseið á Filippseyjum Hinn umdeildi nýkjörni forseti Filippseyja, hörkutólið Rodrigo Duterte sór embættiseið sinn í morgun en hann vann stórsigur í forsetakosningum sem fram fóru í maí. Duterte, sem er fyrrverandi borgarstjóri í Davao, kollvarpaði valdakerfi landsins með sigrinum og lofaði blóðugu stríði við glæpagengin í landinu og að hart verði tekið á spillingu í stjórnsýslunni. 30. júní 2016 07:33