Hættur að vera vanmetinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. ágúst 2016 08:00 Andri Rafn á heimavellinum í Smáranum. vísir/hanna Sigur Breiðabliks á Þrótti á mánudaginn fer kannski ekki í neinar sögubækur. Hann var þó merkilegur fyrir einn leikmann öðrum fremur, Blikann Andra Rafn Yeoman. Leikurinn gegn Þrótti var 144. leikur Andra í efstu deild og hann er því orðinn leikjahæsti leikmaður Breiðabliks í efstu deild frá upphafi, aðeins 24 ára gamall. „Ég rak augun í þetta um daginn, að það færi að styttast í þetta,“ sagði Andri í samtali við Fréttablaðið, aðspurður hvort hann hafi verið meðvitaður um að hann væri að nálgast leikjametið. „Þetta var ekkert sem ég hugsaði um á hverjum degi en ég vissi af þessu.“ Það sem gerir þennan áfanga kannski merkari en ella er að Andri tók leikjametið af þjálfara sínum, Arnari Grétarssyni. Leiðir þeirra tveggja lágu fyrst saman tímabilið 2009 sem var það fyrsta hjá Andra í meistaraflokki og það síðasta hjá Arnari. Í síðasta leik tímabilsins, bikarúrslitaleiknum gegn Fram sem Blikar unnu í vítakeppni, kom Andri, sem var 17 ára, svo inn á fyrir Arnar sem er 20 árum eldri en hann.Arnar ekki fúll „Á mínu fyrsta ári í meistaraflokknum er Ólafur Kristjánsson þjálfari og Arnar spilandi aðstoðarþjálfari. Það er mjög skemmtilegt að maður taki metið af honum þegar hann er þjálfarinn,“ sagði Andri sem efast um að Arnar sé brjálaður út í hann. „Það held ég nú ekki. Hann er einn af þeim fáu sem gátu komið í veg fyrir þetta. Hann getur þá bara sjálfum sér um kennt,“ bætti Andri við og hló. Frá því að Andri kom inn í meistaraflokkinn hefur hann nánast ekki misst úr leik. Það mætti líkja miðjumanninum snjalla við traust þýskt raftæki: bilar aldrei og er afar endingargóður. „Þetta hefur gengið nokkuð vel, þó svo að leikirnir hafi verið færri í upphafi og ég hafi tekið minni þátt í leikjunum,“ sagði Andri sem spilaði framarlega á vellinum fyrstu árin sín í meistaraflokki. En síðustu ár hefur hann leikið á miðjunni, stöðu sem hann spilaði í yngri flokkunum. „Það tók mig smá tíma í meistaraflokknum að komast í þá stöðu sem mér líður best í. Ég hef alltaf verið miðjumaður og frekar spilað aftar en hitt,“ sagði Andri. Þrátt fyrir að hafa verið lykilmaður í sterku Blikaliði undanfarin ár og varla misst úr leik ber oft ekki mikið á Andra og það fer ekki mikið fyrir honum í umræðunni.Andri Rafn hefur varla misst úr leik síðan hann byrjaði að spila með meistaraflokki Breiðabliks.vísir/hannaLíður vel utan sviðsljóssins „Maður heyrir oft talað um hvað maður sé vanmetinn og þá er maður eiginlega hættur að vera vanmetinn, er það ekki? Hinn almenni áhugamaður tekur kannski ekki mikið eftir manni en þeir sem hafa meira vit á þessu og velja í liðið vita hvað til þarf þegar þú setur ellefu menn saman á fótboltavöll,“ sagði Andri sem segir að umræðan, eða skortur á henni, trufli hann lítið. „Nei, alls ekki. Það er frekar öfugt. Þetta er voða þægilegt, að horfa á samherjana blómstra. Það gefur manni mikið,“ sagði Andri. Hann er nokkur sáttur við frammistöðu sína í sumar. „Já, sérstaklega framan af og nú undanfarið. Heilt yfir held ég að ég geti verið nokkuð sáttur. En maður vill auðvitað alltaf gera betur og ná meiri stöðugleika.“ En hvert stefnir þessi leikjahæsti leikmaður Breiðabliks í efstu deild í framtíðinni? „Meðan maður hefur gaman af þessu heldur maður áfram. En það er líka ýmislegt annað sem maður gerir á daginn og vill gera betur,“ sagði Andri sem stundar verkfræðinám við Háskóla Íslands. En er draumurinn um atvinnumennsku til staðar?Ekki hinn týpíski ungi leikmaður „Bæði og, ég er kannski ekki hinn týpíski ungi leikmaður á Íslandi sem er með einhverja háleita drauma um það. En auðvitað væri gaman að reyna sig á stærra sviði. Ég tala nú ekki um þegar maður er kominn á þennan aldur, að komast í nýtt umhverfi og sjá hvað kemur út úr því,“ sagði hann. Andri segist hafa hugsað mest um atvinnumennskuna þegar hann spilaði með U-21 árs landsliðinu í undankeppni EM 2015. „Maður var kannski uppteknari af þessu þegar leikmennirnir sem voru með manni í liði voru að fara í erlend félög. En ég veit ekki hvort það er rétta leiðin til að komast lengra, að vera of upptekinn af þessu,“ sagði Andri. Þrátt fyrir brösótt gengi í sumar eru Blikar aðeins fimm stigum á eftir toppliði FH. Draumurinn um annan Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins er því enn til staðar. „Þetta eru ekki meira en fimm stig og það hefur í raun ekkert lið náð þeim stöðugleika sem til þarf til að slíta sig algjörlega frá pakkanum. Meðan það breytist ekki dugar að setja saman nokkra sigurleiki og þá er staðan orðin allt öðruvísi,“ sagði Andri sem heldur að öllum líkindum áfram að bæta leikjametið sitt á morgun þegar Blikar sækja KR heim í 17. umferð Pepsi-deildarinnar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Sigur Breiðabliks á Þrótti á mánudaginn fer kannski ekki í neinar sögubækur. Hann var þó merkilegur fyrir einn leikmann öðrum fremur, Blikann Andra Rafn Yeoman. Leikurinn gegn Þrótti var 144. leikur Andra í efstu deild og hann er því orðinn leikjahæsti leikmaður Breiðabliks í efstu deild frá upphafi, aðeins 24 ára gamall. „Ég rak augun í þetta um daginn, að það færi að styttast í þetta,“ sagði Andri í samtali við Fréttablaðið, aðspurður hvort hann hafi verið meðvitaður um að hann væri að nálgast leikjametið. „Þetta var ekkert sem ég hugsaði um á hverjum degi en ég vissi af þessu.“ Það sem gerir þennan áfanga kannski merkari en ella er að Andri tók leikjametið af þjálfara sínum, Arnari Grétarssyni. Leiðir þeirra tveggja lágu fyrst saman tímabilið 2009 sem var það fyrsta hjá Andra í meistaraflokki og það síðasta hjá Arnari. Í síðasta leik tímabilsins, bikarúrslitaleiknum gegn Fram sem Blikar unnu í vítakeppni, kom Andri, sem var 17 ára, svo inn á fyrir Arnar sem er 20 árum eldri en hann.Arnar ekki fúll „Á mínu fyrsta ári í meistaraflokknum er Ólafur Kristjánsson þjálfari og Arnar spilandi aðstoðarþjálfari. Það er mjög skemmtilegt að maður taki metið af honum þegar hann er þjálfarinn,“ sagði Andri sem efast um að Arnar sé brjálaður út í hann. „Það held ég nú ekki. Hann er einn af þeim fáu sem gátu komið í veg fyrir þetta. Hann getur þá bara sjálfum sér um kennt,“ bætti Andri við og hló. Frá því að Andri kom inn í meistaraflokkinn hefur hann nánast ekki misst úr leik. Það mætti líkja miðjumanninum snjalla við traust þýskt raftæki: bilar aldrei og er afar endingargóður. „Þetta hefur gengið nokkuð vel, þó svo að leikirnir hafi verið færri í upphafi og ég hafi tekið minni þátt í leikjunum,“ sagði Andri sem spilaði framarlega á vellinum fyrstu árin sín í meistaraflokki. En síðustu ár hefur hann leikið á miðjunni, stöðu sem hann spilaði í yngri flokkunum. „Það tók mig smá tíma í meistaraflokknum að komast í þá stöðu sem mér líður best í. Ég hef alltaf verið miðjumaður og frekar spilað aftar en hitt,“ sagði Andri. Þrátt fyrir að hafa verið lykilmaður í sterku Blikaliði undanfarin ár og varla misst úr leik ber oft ekki mikið á Andra og það fer ekki mikið fyrir honum í umræðunni.Andri Rafn hefur varla misst úr leik síðan hann byrjaði að spila með meistaraflokki Breiðabliks.vísir/hannaLíður vel utan sviðsljóssins „Maður heyrir oft talað um hvað maður sé vanmetinn og þá er maður eiginlega hættur að vera vanmetinn, er það ekki? Hinn almenni áhugamaður tekur kannski ekki mikið eftir manni en þeir sem hafa meira vit á þessu og velja í liðið vita hvað til þarf þegar þú setur ellefu menn saman á fótboltavöll,“ sagði Andri sem segir að umræðan, eða skortur á henni, trufli hann lítið. „Nei, alls ekki. Það er frekar öfugt. Þetta er voða þægilegt, að horfa á samherjana blómstra. Það gefur manni mikið,“ sagði Andri. Hann er nokkur sáttur við frammistöðu sína í sumar. „Já, sérstaklega framan af og nú undanfarið. Heilt yfir held ég að ég geti verið nokkuð sáttur. En maður vill auðvitað alltaf gera betur og ná meiri stöðugleika.“ En hvert stefnir þessi leikjahæsti leikmaður Breiðabliks í efstu deild í framtíðinni? „Meðan maður hefur gaman af þessu heldur maður áfram. En það er líka ýmislegt annað sem maður gerir á daginn og vill gera betur,“ sagði Andri sem stundar verkfræðinám við Háskóla Íslands. En er draumurinn um atvinnumennsku til staðar?Ekki hinn týpíski ungi leikmaður „Bæði og, ég er kannski ekki hinn týpíski ungi leikmaður á Íslandi sem er með einhverja háleita drauma um það. En auðvitað væri gaman að reyna sig á stærra sviði. Ég tala nú ekki um þegar maður er kominn á þennan aldur, að komast í nýtt umhverfi og sjá hvað kemur út úr því,“ sagði hann. Andri segist hafa hugsað mest um atvinnumennskuna þegar hann spilaði með U-21 árs landsliðinu í undankeppni EM 2015. „Maður var kannski uppteknari af þessu þegar leikmennirnir sem voru með manni í liði voru að fara í erlend félög. En ég veit ekki hvort það er rétta leiðin til að komast lengra, að vera of upptekinn af þessu,“ sagði Andri. Þrátt fyrir brösótt gengi í sumar eru Blikar aðeins fimm stigum á eftir toppliði FH. Draumurinn um annan Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins er því enn til staðar. „Þetta eru ekki meira en fimm stig og það hefur í raun ekkert lið náð þeim stöðugleika sem til þarf til að slíta sig algjörlega frá pakkanum. Meðan það breytist ekki dugar að setja saman nokkra sigurleiki og þá er staðan orðin allt öðruvísi,“ sagði Andri sem heldur að öllum líkindum áfram að bæta leikjametið sitt á morgun þegar Blikar sækja KR heim í 17. umferð Pepsi-deildarinnar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira