Fótbolti

Sögulegt sigurmark hjá Svíum | Sjáðu markið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þó svo að Ólympíuleikarnir verða ekki settir fyrr en á föstudag er fyrsta leiknum í fyrstu keppnisgreininni lokið. Svíþjóð vann Suður-Afríku, 1-0, í knattspyrnu kvenna en alls fara sex leikir fram í dag.

Það var hin 32 ára Nilla Fischer sem skoraði sigurmark leiksins seint í leiknum eftir að Roxanne Barker, markvörður Suður-Afríku, tapaði boltanum í kjölfar hornspyrnu.

Fischer varð þar með fyrsti sænski leikmaðurinn sem skorar á fjórum Ólympíuleikum í röð en Svíar hafa tekið þátt í knattspyrnu kvenna á öllum leikum síðan 1996. Besti árangurinn var fjórða sætið árið 2004.

Næsti leikur Svía verður gegn Brasilíu á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×