Íslenski boltinn

Bjarni: Þessi dómari á greinilega eftir að læra mikið í bransanum

Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar
Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV.
Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV. Vísir/Anton
„Þetta var mjög súrt, við lögðum okkur vel fram og vorum eins og maður segir oft, betri aðilinn í leiknum. Fáum á okkur hræðilegt mark í fyrri hálfleik sem við eigum að koma í veg fyrir, frammistaðan var í fínu lagi,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, eftir leik sinna manna gegn Fjölni í dag.

„Við getum sjálfum okkur kennt að nýta ekki þessi færi sem við fengum og allan þennan urmul af hornspyrnum sem voru í þessum leik. Það er sárgrætilegt að tapa svona leik, líka þegar lítil atriði í dómgæslunni falla ekki með manni,“ sagði Bjarni sem var ósáttur með að fá ekki vítaspyrnu undir lokin.

Eyjamenn vildu fá vítaspyrnu undir lok leiksins þar sem Hafsteinn Briem féll inni í teig Fjölnis.

„Þar var eitt vafaatriði líka í þessari dómgæslu, sennilega rænir hann okkur víti seint í leiknum. Hann er allt of viðkvæmur þessi dómari og á greinilega mikið eftir að læra í þessum bransa.“

Ítarleg umfjöllun um leikinn má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×