Íslenski boltinn

Tímamót hjá Atla Viðari og Gunnleifi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Atli Viðar Björnsson og Gunnleifur Gunnleifsson.
Atli Viðar Björnsson og Gunnleifur Gunnleifsson. Samsett mynd/Vísir
Atli Viðar Björnsson kom sér í sögubækurnar í gær sem sá leikmaður sem flest mörk yfir skorað fyrir eitt og sama liðið í efstu deild karla.

Það gerði hann í gær þegar hann skoraði tvö marka FH í 3-1 sigri á ÍA í Pepsi-deild karla en þar með hefur hann skorað 111 mörk fyrir FH í efstu deild. Ingi Björn skoraði 109 mörk fyrir Val á sínum tíma en þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Tryggvi Guðmundsson er markahæsti leikmaður efstu deildar karla frá upphafi með 131 mark en Ingi Björn skoraði 126 mörk.

Þá er Gunnleifur Gunnleifsson orðinn þriðji leikjahæsti leikmaðurinn í sögu deildarkeppninnar á ÍSlandi en hann lék í gær sinn 365. leik á Íslandsmóti þegar Breiðablik gerði 1-1 jafntefli við Fylki í gær. Gunnar Ingi Valgeirsson (402) og Mark Duffield (400) hafa leikið fleiri leiki en Gunnleifur. Það kemur einnig fram í Morgunblaðinu í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×