Passaði ekki í hópinn Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 4. ágúst 2016 12:15 Samtals verða tíu lög á plötunni, órafmögnuð og knúin áfram með píanói, strengjum og úkúlele. Ég var sextán ára þegar ég byrjaði að semja tónlist, Björk Guðmundsdóttir hefur alltaf verið mikil fyrirmynd hjá mér. Ég byrjaði að skrifa lög fyrir plötuna mína Funeral í apríl á síðasta ári. Platan var öll tekin upp hér í Reykjavík, en ég fékk til liðs við mig fullt af hæfileikaríku tónlistarfólki til að spila inn á plötuna,“ segir Heiðrik á Heygum söngvari spurður út væntanlega plötu hans, Funeral, sem kemur út 1. september. Heiðrik hefur búið á Íslandi síðastliðin tvö ár, en auk þess að gefa út tónlist stundar hann nám í myndlist við Listaháskóla Íslands, ásamt því að vinna við gerð tónlistarmyndbanda, en hann hann hefur meðal annars unnið með Eivøru Pálsdóttur, hljómsveitinni Orku og Bloodgroup. „Ég flutti til Íslands frá Danmörku en þar lærði ég kvikmyndagerð. Ég valdi að flytja til Íslands til að vera í meiri nálægð við náttúruna, enda Ísland mjög líkt Færeyjum en þaðan er ég,“ segir Heiðrik. Platan verður samansafn af lögum sem hann samdi þegar erfiðleikar komu upp í hinu afskekkta og íhaldssama samfélagi Færeyja þar sem hann ólst upp.Heiðrik hefur tilkynnt að platan Funeral muni koma út þann 1. september næstkomandi.„Ástæða þess að ég nefndi plötuna „Funeral“ er vegna þess að ég er að gera upp ýmsa hluti í mínu lífi svo ég geti haldið áfram að njóta lífsins. Lögin á plötunni fjalla að miklu leyti um líf mitt og mínar heimaslóðir í Færeyjum. Það er augljós þráður í gegn um lögin sem lýsa upplifun minni á lífi mínu þar,“ segir Heiðrik og bætir við að hann hafi alltaf átt erfitt uppdráttar í Færeyjum vegna kynhneigðar sinnar. Samtals verða tíu lög á plötunni, órafmögnuð og knúin áfram með píanói, strengjum, úkúlele sem og dúnmjúkri rödd Heiðríks. Tónarnir sem Heiðríkur leggur fyrir hlustandann tekur fólk í melankólskt og grátbroslegt ferðalag þar sem gætir áhrifa allt frá djassi til þjóðlagatónlistar. „Mér fannst mjög erfitt að koma út úr skápnum sem hommi og gerði það ekki fyrr en ég var tuttugu og fimm ára, aðallega vegna þess hversu mikil hommafælni ríkir í Færeyjum. Ég passaði aldrei í hópinn og var alltaf öðruvísi. Ég hef aldrei almennilega komist yfir þessa skömm sem ég bar mjög lengi, þess vegna er mjög mikilvægt fyrir mig að gefa út þessa plötu,“ segir Heiðrik og bætir við að sem betur fer hafi hlutirnir verið að breytast í Færeyjum og eru hinsegin dagar haldnir hátíðlegir, og viðhorf til samkynhneigðar mun hleypidómalausara en var áður fyrr. Nóg er um að vera framundan hjá Heiðrik en hann gaf út lagið Change of Frame nú á dögunum í samstarfi við leikhópinn Ratatam og Senu. „Ég vonast til þess að spila mikið hér á Íslandi á næstunni, ásamt því að búa til myndbönd við öll lög plötunnar. Ég elska Ísland svo mér finnst mjög líklegt að ég komi til með að búa hér í framtíðinni,“ segir Heiðrik.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst. Hinsegin Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ég var sextán ára þegar ég byrjaði að semja tónlist, Björk Guðmundsdóttir hefur alltaf verið mikil fyrirmynd hjá mér. Ég byrjaði að skrifa lög fyrir plötuna mína Funeral í apríl á síðasta ári. Platan var öll tekin upp hér í Reykjavík, en ég fékk til liðs við mig fullt af hæfileikaríku tónlistarfólki til að spila inn á plötuna,“ segir Heiðrik á Heygum söngvari spurður út væntanlega plötu hans, Funeral, sem kemur út 1. september. Heiðrik hefur búið á Íslandi síðastliðin tvö ár, en auk þess að gefa út tónlist stundar hann nám í myndlist við Listaháskóla Íslands, ásamt því að vinna við gerð tónlistarmyndbanda, en hann hann hefur meðal annars unnið með Eivøru Pálsdóttur, hljómsveitinni Orku og Bloodgroup. „Ég flutti til Íslands frá Danmörku en þar lærði ég kvikmyndagerð. Ég valdi að flytja til Íslands til að vera í meiri nálægð við náttúruna, enda Ísland mjög líkt Færeyjum en þaðan er ég,“ segir Heiðrik. Platan verður samansafn af lögum sem hann samdi þegar erfiðleikar komu upp í hinu afskekkta og íhaldssama samfélagi Færeyja þar sem hann ólst upp.Heiðrik hefur tilkynnt að platan Funeral muni koma út þann 1. september næstkomandi.„Ástæða þess að ég nefndi plötuna „Funeral“ er vegna þess að ég er að gera upp ýmsa hluti í mínu lífi svo ég geti haldið áfram að njóta lífsins. Lögin á plötunni fjalla að miklu leyti um líf mitt og mínar heimaslóðir í Færeyjum. Það er augljós þráður í gegn um lögin sem lýsa upplifun minni á lífi mínu þar,“ segir Heiðrik og bætir við að hann hafi alltaf átt erfitt uppdráttar í Færeyjum vegna kynhneigðar sinnar. Samtals verða tíu lög á plötunni, órafmögnuð og knúin áfram með píanói, strengjum, úkúlele sem og dúnmjúkri rödd Heiðríks. Tónarnir sem Heiðríkur leggur fyrir hlustandann tekur fólk í melankólskt og grátbroslegt ferðalag þar sem gætir áhrifa allt frá djassi til þjóðlagatónlistar. „Mér fannst mjög erfitt að koma út úr skápnum sem hommi og gerði það ekki fyrr en ég var tuttugu og fimm ára, aðallega vegna þess hversu mikil hommafælni ríkir í Færeyjum. Ég passaði aldrei í hópinn og var alltaf öðruvísi. Ég hef aldrei almennilega komist yfir þessa skömm sem ég bar mjög lengi, þess vegna er mjög mikilvægt fyrir mig að gefa út þessa plötu,“ segir Heiðrik og bætir við að sem betur fer hafi hlutirnir verið að breytast í Færeyjum og eru hinsegin dagar haldnir hátíðlegir, og viðhorf til samkynhneigðar mun hleypidómalausara en var áður fyrr. Nóg er um að vera framundan hjá Heiðrik en hann gaf út lagið Change of Frame nú á dögunum í samstarfi við leikhópinn Ratatam og Senu. „Ég vonast til þess að spila mikið hér á Íslandi á næstunni, ásamt því að búa til myndbönd við öll lög plötunnar. Ég elska Ísland svo mér finnst mjög líklegt að ég komi til með að búa hér í framtíðinni,“ segir Heiðrik.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst.
Hinsegin Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira