Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Víkingur 3-0 | Fjórði sigur Stjörnunnar í röð Smári Jökull Jónsson á Samsung-vellinum skrifar 4. ágúst 2016 23:15 Duwayne Kerr átti góðan leik í marki Stjörnunnar. Vísir/Ernir Stjarnan vann sinn fjórða leik í röð þegar Víkingur R. kom í heimsókn á Samsung-völlinn í 13. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Stjarnan endurheimti 2. sæti deildarinnar með sigrinum en liðið er tveimur stigum á eftir toppliði FH. Víkingar eru hins vegar í 7. sætinu með 18 stig. Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni yfir á 18. mínútu en skömmu síðar átti Vladimir Tufegdzic skalla sem var bjargað á línu. Víkingar voru ósáttir og töldu að boltinn hefði verið kominn inn fyrir marklínuna. Gestirnir vildu svo fá vítaspyrnu nokkrum mínútum síðar. Á 52. mínútu skoraði Guðjón Baldvinsson annað mark Stjörnunnar af stuttu færi eftir fyrirgjöf Harðar Árnasonar og sex mínútum fyrir leikslok varð Marko Perkovic, varnarmaður Víkinga, fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark. Lokatölur 3-0, Stjörnumönnum í vil.Af hverju vann Stjarnan?Stjarnan nýtti færin sem þeir fengu á meðan Víkingar gerðu það ekki. Sigur heimamanna var fyllilega sanngjarn og þeir hafa á að skipa mörgum gæðaleikmönnum í sínu liði. Hilmar Árni Halldórsson er dæmi um slíkan leikmann og hann sýndi það með frábæru skoti þegar hann kom Stjörnunni í 1-0 í fyrri hálfleik. Sjálfstraustið í liði Stjörnunnar er á háu stigi eftir fjóra sigurleiki í röð og það stefnir í að þeir verði í baráttu um titilinn í ár. Víkingar áttu sín færi í leiknum sem þeir fóru fremur illa með. Þeir skoruðu reyndar mark í stöðunni 1-0 en aðstoðardómarinn mat það svo að boltinn hefði ekki farið allur inn. Samkvæmt sjónvarpsupptökum var það röng ákvörðun og dýrkeypt fyrir gestina.Hverjir stóðu uppúr?Í liði Stjörnunnar verður að minnast á Hilmar Árna. Hann skoraði fyrsta mark leiksins og átti svo stóran þátt í því síðasta þegar hornspyrna hans fer af varnarmanni Víkinga og í netið. Hann sýndi oft góð tilþrif og hefur verið magnaður í síðustu leikjum. Bakverðir Stjörnunnar taka ávallt virkan þátt í sóknarleik liðsins og það var engin undantekning í dag. Bæði Hörður Árnason og Jóhann Laxdal voru duglegir að sækja fram á við og átti Hörður sérstaklega góðan leik í dag og lagði upp annað markið fyrir Guðjón. Hjá Víkingum var Vladimir Tufegdzig líflegur en hefði kannski átt að nýta færin betur. Hann átti reyndar skallann sem fór innfyrir línuna en því miður fyrir Víkinga og hann sá það enginn af dómurum leiksins.Hvað gekk illa?Dómgæsla Ívars Orra Kristjánssonar og aðstoðarmanna hans gekk ekki vel í dag. Strax í byrjun missti hann tökin á leiknum og atvikið sem minnst hefur verið á áður hefði getað breytt miklu. Fleiri vafasöm atvik komu upp og spurning hvort gagnrýni Milos þjálfara Víkings eftir leik eigi rétt á sér, en hann sagði að mistök dómara í leikjum hefðu engin áhrif á stöðu þeirra. Víkingum gekk illa að nýta færin sín en þau voru þónokkur í dag. Mörkin sem þeir fengu á sig í dag voru í ódýrari kantinum. Slök hreinsun og slök dekking varnarmanna, og sjálfsmark er eitthvað sem erfitt er að sætta sig við sem þjálfari.Hvað gerist næst?Bæði lið eiga leik á mánudaginn. Stjörnumenn fara þá í Laugardalinn þar sem þeir mæta botnliði Þróttar. Það er leikur sem Stjarnan verður að vinna ætli þeir sér titil í sumar. Víkingar fá Blika í heimsókn á sinn heimavöll í Víkinni. Með sigri þar blanda þeir sér í baráttuna um Evrópusætið og verða einungis tveimur stigum á eftir þeim grænklæddu. Svo verður gaman að sjá hvort KSÍ sýni einhver viðbrögð við gagnrýni Milos þjálfara. Hún var hörð og verður forvitnilegt að sjá hvort forystumenn knattspyrnusambandsins tjái sig um dómaramálin. Rúnar Páll: Ég er gríðarlega sátturÚr leik Stjörnunnar og FylkisRúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með sigur sinna manna gegn Víkingi á Samsung-vellinum í kvöld. Sigurinn heldur þeim í námunda við FH á toppi deildarinnar. „Ég er gríðarlega sáttur. Að halda hreinu og skora þrjú mörk er hrikalega gott hjá okkur. Við spiluðum feykilega vel og erum ákveðnir og gefum þeim lítinn tíma með boltann. Við skoruðum flott mörk og heilt yfir er ég mjög ánægður með leikinn,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi eftir leik. Umdeilt atvik varð um miðjan fyrri hálfleik þegar Víkingar virtust hafa skorað en aðstoðardómarinn mat það svo að boltinn hefði ekki farið allur inn fyrir línuna. „Ég sá það ekki, ég sit hér og sé ekki neitt. Mér fannst dómarinn heilt yfir dæma þetta ágætlega þó það séu alltaf einhver atvik sem maður er ekki sáttur við. Eins og ég hef margoft sagt, þá reyna þeir að gera sitt besta,“ bætti Rúnar við. Með sigrinum er Stjarnan tveimur stigum á eftir FH í öðru sæti deildarinnar og hafa unnið fjóra leiki í röð. „Við reynum bara að fara í hvern leik til að vinna og sjáum svo hvernig þetta endar í haust,“ sagði Rúnar Páll að lokum. Milos: Eigum ekki að spila ef þeir geta ekki skipulagt mót með almennilegum dómurumMilos Milojevic, þjálfari Víkinga.vísir/antonMilos Milojevic var ósáttur eftir tap Víkinga á Samsung velli í kvöld og var harðorður í garð KSÍ þegar Vísir talaði við hann að leik loknum. „Mér líður ekki vel, sérstaklega ekki eftir að hafa tapað 3-0. Maður getur ekki sagt mikið. Það situr ennþá í manni sú ákvörðun dómarans að dæma ekki víti og að dæma ekki mark sem menn segja að hafi verið mark,“ sagði Milos sem var greinilega niðri fyrir þegar Vísir ræddi við hann. „Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem dómarar taka stóra ákvörðun sem bitnar ekki á þeim sjálfum. Þeir geta gert hvað sem er. Þessi deild er meira og minna spiluð fyrir þá. Þessi dómari hefur gert mistök ítrekað og hann fær aftur að dæma og dæma með afsökun frá KSÍ um að þeir eigi ekki nóg af dómurum. Ef hann er ekki hæfur þá á að kæla hann,“ bætti Milos við og sagðist ekki hafa neitt á móti Ívari persónulega, hann væri góður strákur. Milos hélt áfram í gagnrýni sinni á Knattspyrnusamband Íslands og dró hvergi af. „Ef þeir geta ekki skipulagt almennilegt mót með almennilegum dómurum, ef þeir hafa bara 2-3 almennilega dómara, þá bara eigum við ekki að spila. Þá eigum við bara að spila þegar þessir almennilegu dómarar geta dæmt. Ég vil ítreka það að það var ekki vegna dómarans sem við töpuðum, ég er ábyrgur fyrir tapinu og ég vel liðið. Miðað við úrslitin var það líklega ekki gott val á liði, ekki góð samsetning,“ sagði Milos. Víkingar fengu ágætis færi í leiknum sem ekki nýttust og var Milos ósáttur við það. „Þeir skora úr sínum færum sem eru tengd mistökum hjá okkur. Við skorum ekki úr mjög góðum færum, fáum ekki víti. Það er erfitt að vinna leik þegar þú skorar ekki mark,“ bætti Milos við. Víkingar hefðu getað komið sér í 5.sætið með sigri og í baráttu um Evrópusæti. „Við erum að vinna eftir okkar stefnu og við viljum gera það. Hvort það skortir trú hjá okkur, ég veit það ekki, allavega ekki hjá mér. Á góðum degi finnst mér við geta unnið Stjörnuna og hvaða lið sem er. Stefnan er sett eins hátt og hægt er og ég er maður sem sætti mig ekki við meðalmennsku. Sjötta, sjöunda eða áttunda sætið er meðalmennska og ef þú átt tvo slæma leiki ertu kominn í fallbaráttu.“ Gary Martin fór á reynslu til Lilleström og vildi Milos lítið segja til um hvort hann væri á leið þangað. „Ég veit lítið um það, þú verður að spyrja Heimi formann meira út í það. Á meðan hann mætir á æfingar hjá mér er hann leikmaður sem er í hópi og getur spilað leik“ sagði Milos Milojevic að lokum. Hilmar Árni: Held að boltinn hafi ekki verið allur inniHilmar Árni í baráttu fyrr í sumar.Hilmar Árni Halldórsson átti góðan leik í liði Stjörnunnar í kvöld. Hann bjargaði meðal annars á línu þegar Víkingar vildu meina að boltinn hefði farið innfyrir. "Ég var í þessu. Ég held boltinn hafi farið eitthvað innfyrir línuna en ekki allur. En ég veit það ekki, ég var bara að reyna að koma boltanum burt. Ég fer innfyrir línuna með fótinn en held að boltinn hafi ekki verið allur inni," sagði Hilmar Árni í samtali við Vísi eftir leik. Hilmar Árni hefur átt mjög góða leiki undanfarið og skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum, auk þess að eiga stóran þátt í sjálfsmarki Víkinga í kvöld. "Ég er í góðu formi, við skulum orða það þannig. Ég er að spila ágætlega og liðið er að spila vel þannig að ég er sáttur. Stemmningin hjá okkur er gríðarlega góð. Við erum með okkar markmið sem við erum að elta eins vel og við getum og það gengur fínt í augnablikinu. Það kom ákveðið hikst en þetta lítur vel út núna," sagði Hilmar Árni að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Stjarnan vann sinn fjórða leik í röð þegar Víkingur R. kom í heimsókn á Samsung-völlinn í 13. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Stjarnan endurheimti 2. sæti deildarinnar með sigrinum en liðið er tveimur stigum á eftir toppliði FH. Víkingar eru hins vegar í 7. sætinu með 18 stig. Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni yfir á 18. mínútu en skömmu síðar átti Vladimir Tufegdzic skalla sem var bjargað á línu. Víkingar voru ósáttir og töldu að boltinn hefði verið kominn inn fyrir marklínuna. Gestirnir vildu svo fá vítaspyrnu nokkrum mínútum síðar. Á 52. mínútu skoraði Guðjón Baldvinsson annað mark Stjörnunnar af stuttu færi eftir fyrirgjöf Harðar Árnasonar og sex mínútum fyrir leikslok varð Marko Perkovic, varnarmaður Víkinga, fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark. Lokatölur 3-0, Stjörnumönnum í vil.Af hverju vann Stjarnan?Stjarnan nýtti færin sem þeir fengu á meðan Víkingar gerðu það ekki. Sigur heimamanna var fyllilega sanngjarn og þeir hafa á að skipa mörgum gæðaleikmönnum í sínu liði. Hilmar Árni Halldórsson er dæmi um slíkan leikmann og hann sýndi það með frábæru skoti þegar hann kom Stjörnunni í 1-0 í fyrri hálfleik. Sjálfstraustið í liði Stjörnunnar er á háu stigi eftir fjóra sigurleiki í röð og það stefnir í að þeir verði í baráttu um titilinn í ár. Víkingar áttu sín færi í leiknum sem þeir fóru fremur illa með. Þeir skoruðu reyndar mark í stöðunni 1-0 en aðstoðardómarinn mat það svo að boltinn hefði ekki farið allur inn. Samkvæmt sjónvarpsupptökum var það röng ákvörðun og dýrkeypt fyrir gestina.Hverjir stóðu uppúr?Í liði Stjörnunnar verður að minnast á Hilmar Árna. Hann skoraði fyrsta mark leiksins og átti svo stóran þátt í því síðasta þegar hornspyrna hans fer af varnarmanni Víkinga og í netið. Hann sýndi oft góð tilþrif og hefur verið magnaður í síðustu leikjum. Bakverðir Stjörnunnar taka ávallt virkan þátt í sóknarleik liðsins og það var engin undantekning í dag. Bæði Hörður Árnason og Jóhann Laxdal voru duglegir að sækja fram á við og átti Hörður sérstaklega góðan leik í dag og lagði upp annað markið fyrir Guðjón. Hjá Víkingum var Vladimir Tufegdzig líflegur en hefði kannski átt að nýta færin betur. Hann átti reyndar skallann sem fór innfyrir línuna en því miður fyrir Víkinga og hann sá það enginn af dómurum leiksins.Hvað gekk illa?Dómgæsla Ívars Orra Kristjánssonar og aðstoðarmanna hans gekk ekki vel í dag. Strax í byrjun missti hann tökin á leiknum og atvikið sem minnst hefur verið á áður hefði getað breytt miklu. Fleiri vafasöm atvik komu upp og spurning hvort gagnrýni Milos þjálfara Víkings eftir leik eigi rétt á sér, en hann sagði að mistök dómara í leikjum hefðu engin áhrif á stöðu þeirra. Víkingum gekk illa að nýta færin sín en þau voru þónokkur í dag. Mörkin sem þeir fengu á sig í dag voru í ódýrari kantinum. Slök hreinsun og slök dekking varnarmanna, og sjálfsmark er eitthvað sem erfitt er að sætta sig við sem þjálfari.Hvað gerist næst?Bæði lið eiga leik á mánudaginn. Stjörnumenn fara þá í Laugardalinn þar sem þeir mæta botnliði Þróttar. Það er leikur sem Stjarnan verður að vinna ætli þeir sér titil í sumar. Víkingar fá Blika í heimsókn á sinn heimavöll í Víkinni. Með sigri þar blanda þeir sér í baráttuna um Evrópusætið og verða einungis tveimur stigum á eftir þeim grænklæddu. Svo verður gaman að sjá hvort KSÍ sýni einhver viðbrögð við gagnrýni Milos þjálfara. Hún var hörð og verður forvitnilegt að sjá hvort forystumenn knattspyrnusambandsins tjái sig um dómaramálin. Rúnar Páll: Ég er gríðarlega sátturÚr leik Stjörnunnar og FylkisRúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með sigur sinna manna gegn Víkingi á Samsung-vellinum í kvöld. Sigurinn heldur þeim í námunda við FH á toppi deildarinnar. „Ég er gríðarlega sáttur. Að halda hreinu og skora þrjú mörk er hrikalega gott hjá okkur. Við spiluðum feykilega vel og erum ákveðnir og gefum þeim lítinn tíma með boltann. Við skoruðum flott mörk og heilt yfir er ég mjög ánægður með leikinn,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi eftir leik. Umdeilt atvik varð um miðjan fyrri hálfleik þegar Víkingar virtust hafa skorað en aðstoðardómarinn mat það svo að boltinn hefði ekki farið allur inn fyrir línuna. „Ég sá það ekki, ég sit hér og sé ekki neitt. Mér fannst dómarinn heilt yfir dæma þetta ágætlega þó það séu alltaf einhver atvik sem maður er ekki sáttur við. Eins og ég hef margoft sagt, þá reyna þeir að gera sitt besta,“ bætti Rúnar við. Með sigrinum er Stjarnan tveimur stigum á eftir FH í öðru sæti deildarinnar og hafa unnið fjóra leiki í röð. „Við reynum bara að fara í hvern leik til að vinna og sjáum svo hvernig þetta endar í haust,“ sagði Rúnar Páll að lokum. Milos: Eigum ekki að spila ef þeir geta ekki skipulagt mót með almennilegum dómurumMilos Milojevic, þjálfari Víkinga.vísir/antonMilos Milojevic var ósáttur eftir tap Víkinga á Samsung velli í kvöld og var harðorður í garð KSÍ þegar Vísir talaði við hann að leik loknum. „Mér líður ekki vel, sérstaklega ekki eftir að hafa tapað 3-0. Maður getur ekki sagt mikið. Það situr ennþá í manni sú ákvörðun dómarans að dæma ekki víti og að dæma ekki mark sem menn segja að hafi verið mark,“ sagði Milos sem var greinilega niðri fyrir þegar Vísir ræddi við hann. „Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem dómarar taka stóra ákvörðun sem bitnar ekki á þeim sjálfum. Þeir geta gert hvað sem er. Þessi deild er meira og minna spiluð fyrir þá. Þessi dómari hefur gert mistök ítrekað og hann fær aftur að dæma og dæma með afsökun frá KSÍ um að þeir eigi ekki nóg af dómurum. Ef hann er ekki hæfur þá á að kæla hann,“ bætti Milos við og sagðist ekki hafa neitt á móti Ívari persónulega, hann væri góður strákur. Milos hélt áfram í gagnrýni sinni á Knattspyrnusamband Íslands og dró hvergi af. „Ef þeir geta ekki skipulagt almennilegt mót með almennilegum dómurum, ef þeir hafa bara 2-3 almennilega dómara, þá bara eigum við ekki að spila. Þá eigum við bara að spila þegar þessir almennilegu dómarar geta dæmt. Ég vil ítreka það að það var ekki vegna dómarans sem við töpuðum, ég er ábyrgur fyrir tapinu og ég vel liðið. Miðað við úrslitin var það líklega ekki gott val á liði, ekki góð samsetning,“ sagði Milos. Víkingar fengu ágætis færi í leiknum sem ekki nýttust og var Milos ósáttur við það. „Þeir skora úr sínum færum sem eru tengd mistökum hjá okkur. Við skorum ekki úr mjög góðum færum, fáum ekki víti. Það er erfitt að vinna leik þegar þú skorar ekki mark,“ bætti Milos við. Víkingar hefðu getað komið sér í 5.sætið með sigri og í baráttu um Evrópusæti. „Við erum að vinna eftir okkar stefnu og við viljum gera það. Hvort það skortir trú hjá okkur, ég veit það ekki, allavega ekki hjá mér. Á góðum degi finnst mér við geta unnið Stjörnuna og hvaða lið sem er. Stefnan er sett eins hátt og hægt er og ég er maður sem sætti mig ekki við meðalmennsku. Sjötta, sjöunda eða áttunda sætið er meðalmennska og ef þú átt tvo slæma leiki ertu kominn í fallbaráttu.“ Gary Martin fór á reynslu til Lilleström og vildi Milos lítið segja til um hvort hann væri á leið þangað. „Ég veit lítið um það, þú verður að spyrja Heimi formann meira út í það. Á meðan hann mætir á æfingar hjá mér er hann leikmaður sem er í hópi og getur spilað leik“ sagði Milos Milojevic að lokum. Hilmar Árni: Held að boltinn hafi ekki verið allur inniHilmar Árni í baráttu fyrr í sumar.Hilmar Árni Halldórsson átti góðan leik í liði Stjörnunnar í kvöld. Hann bjargaði meðal annars á línu þegar Víkingar vildu meina að boltinn hefði farið innfyrir. "Ég var í þessu. Ég held boltinn hafi farið eitthvað innfyrir línuna en ekki allur. En ég veit það ekki, ég var bara að reyna að koma boltanum burt. Ég fer innfyrir línuna með fótinn en held að boltinn hafi ekki verið allur inni," sagði Hilmar Árni í samtali við Vísi eftir leik. Hilmar Árni hefur átt mjög góða leiki undanfarið og skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum, auk þess að eiga stóran þátt í sjálfsmarki Víkinga í kvöld. "Ég er í góðu formi, við skulum orða það þannig. Ég er að spila ágætlega og liðið er að spila vel þannig að ég er sáttur. Stemmningin hjá okkur er gríðarlega góð. Við erum með okkar markmið sem við erum að elta eins vel og við getum og það gengur fínt í augnablikinu. Það kom ákveðið hikst en þetta lítur vel út núna," sagði Hilmar Árni að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira