Kreppa Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 5. ágúst 2016 07:00 Hún er undarleg staðan sem komin er upp á þinginu – í sumarfríinu vel að merkja þar sem hvorki er fundað né þingað. Framsóknarmenn vilja ómögulega efna til kosninga í haust og koma með misgáfulegar útskýringar á því hvaða undur og stórmerki þurfi að eiga sér stað til að svo megi verða. Það þrátt fyrir skýr loforð nýs forsætisráðherra um kosningar í haust í stiga þinghússins í apríl. Klára þurfi „þau verkefni sem fyrirheit hafa verið gefin um að leysa á þessu kjörtímabili“. Forsætisráðherrann fyrrverandi, sem hrökklaðist úr embætti forsætisráðherra eftir að hafa komið sér í ævintýralega vonda stöðu, bæði hér og erlendis, sendi flokksmönnum sínum bréf þar sem hann sagðist ekkert skilja í því að samstarfsflokkurinn hefði samið um það við flokkinn hans að flýta kosningum – eftir að hann sjálfur hafði rokið á fund forseta til þess að rjúfa þing án þess að ræða það við kóng eða prest. Samstarfsflokkurinn veit ekkert hvaðan á hann stendur veðrið. Formaður sjálfstæðismanna talaði afar tæpitungulaust í síðustu viku þegar hann sagðist ekkert sjá sem gæti komið í veg fyrir kosningar í haust og nefndi október sem heppilegan kost. Mikilvægt væri að ekki væri mikill hringlandaháttur með þessa hluti og að staðið yrði við það sem sagt hefur verið um þessi efni. „Þetta stjórnarsamstarf var endurnýjað á þessum forsendum og það hafa engar forsendur breyst.“ Staðan er því ekki upp á marga fiska á stjórnarheimilinu þegar tíu dagar eru þar til þing kemur aftur saman. Framvindan verður áhugaverð. En staðan er ekki síður eftirtektarverð hjá stjórnarandstöðunni. Formenn bæði Samfylkingar og Vinstri grænna hafa hafnað því að tilefni sé til að næsta kjörtímabil verði stutt, svo hægt sé að taka í notkun nýja stjórnarskrá í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata sem um þessar mundir er langstærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, lýsti því yfir í febrúar að ekki kæmi til greina að gera neinar tilslakanir á kröfum um stutt kjörtímabil og breytingar á stjórnarskrá; hreyfingin muni ekki vinna með flokkum sem ekki samþykki það. Bæði Katrín Jakobsdóttir og Oddný Harðardóttir segjast ekki sjá fyrir þessu rök og leggja enga áherslu á stutt kjörtímabil til að breyta stjórnarskránni. Báðar segja þær önnur mál skipta jafn miklu máli. Það verður að telja afar líklegt, ef ekki fullljóst, að kosið verður í haust. Um það virðist samstaða allra flokka á þinginu utan eins. En það virðist sem það stefni í afar erfiðar stjórnarmyndunarviðræður eftir kosningar. Deila Framsóknar og Sjálfstæðisflokks um tímasetningu kosninga er ekki eina dæmið um erfiðleika í samstarfi flokkanna á kjörtímabilinu. Kannanir sýna að meirihluti þessara tveggja flokka er næstum útilokaður. Og ef Píratar halda í bæði kannanafylgi sitt sem og þessa einstrengingslegu kröfu um stutt kjörtímabil án þess að nokkur styðji hana, er augljóst stjórnarmynstur hvergi í augsýn.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Kosningar 2016 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun
Hún er undarleg staðan sem komin er upp á þinginu – í sumarfríinu vel að merkja þar sem hvorki er fundað né þingað. Framsóknarmenn vilja ómögulega efna til kosninga í haust og koma með misgáfulegar útskýringar á því hvaða undur og stórmerki þurfi að eiga sér stað til að svo megi verða. Það þrátt fyrir skýr loforð nýs forsætisráðherra um kosningar í haust í stiga þinghússins í apríl. Klára þurfi „þau verkefni sem fyrirheit hafa verið gefin um að leysa á þessu kjörtímabili“. Forsætisráðherrann fyrrverandi, sem hrökklaðist úr embætti forsætisráðherra eftir að hafa komið sér í ævintýralega vonda stöðu, bæði hér og erlendis, sendi flokksmönnum sínum bréf þar sem hann sagðist ekkert skilja í því að samstarfsflokkurinn hefði samið um það við flokkinn hans að flýta kosningum – eftir að hann sjálfur hafði rokið á fund forseta til þess að rjúfa þing án þess að ræða það við kóng eða prest. Samstarfsflokkurinn veit ekkert hvaðan á hann stendur veðrið. Formaður sjálfstæðismanna talaði afar tæpitungulaust í síðustu viku þegar hann sagðist ekkert sjá sem gæti komið í veg fyrir kosningar í haust og nefndi október sem heppilegan kost. Mikilvægt væri að ekki væri mikill hringlandaháttur með þessa hluti og að staðið yrði við það sem sagt hefur verið um þessi efni. „Þetta stjórnarsamstarf var endurnýjað á þessum forsendum og það hafa engar forsendur breyst.“ Staðan er því ekki upp á marga fiska á stjórnarheimilinu þegar tíu dagar eru þar til þing kemur aftur saman. Framvindan verður áhugaverð. En staðan er ekki síður eftirtektarverð hjá stjórnarandstöðunni. Formenn bæði Samfylkingar og Vinstri grænna hafa hafnað því að tilefni sé til að næsta kjörtímabil verði stutt, svo hægt sé að taka í notkun nýja stjórnarskrá í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata sem um þessar mundir er langstærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, lýsti því yfir í febrúar að ekki kæmi til greina að gera neinar tilslakanir á kröfum um stutt kjörtímabil og breytingar á stjórnarskrá; hreyfingin muni ekki vinna með flokkum sem ekki samþykki það. Bæði Katrín Jakobsdóttir og Oddný Harðardóttir segjast ekki sjá fyrir þessu rök og leggja enga áherslu á stutt kjörtímabil til að breyta stjórnarskránni. Báðar segja þær önnur mál skipta jafn miklu máli. Það verður að telja afar líklegt, ef ekki fullljóst, að kosið verður í haust. Um það virðist samstaða allra flokka á þinginu utan eins. En það virðist sem það stefni í afar erfiðar stjórnarmyndunarviðræður eftir kosningar. Deila Framsóknar og Sjálfstæðisflokks um tímasetningu kosninga er ekki eina dæmið um erfiðleika í samstarfi flokkanna á kjörtímabilinu. Kannanir sýna að meirihluti þessara tveggja flokka er næstum útilokaður. Og ef Píratar halda í bæði kannanafylgi sitt sem og þessa einstrengingslegu kröfu um stutt kjörtímabil án þess að nokkur styðji hana, er augljóst stjórnarmynstur hvergi í augsýn.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu