Fótbolti

Fjör í C- og D-riðli | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þjóðverjar gerðu 2-2 jafntefli við Mexíkó.
Þjóðverjar gerðu 2-2 jafntefli við Mexíkó. vísir/epa
Fimm leikjum er lokið í fótboltakeppninni á Ólympíuleikunum í Ríó sem hófst í dag.

Ekkert mark var skorað í leikjunum tveimur í A-riðli. Írak og Danmörk gerðu markalaust jafntefli og sömu úrslit urðu í leik Brasilíu og Suður-Afríku.

Í C-riðli gerðu Mexíkó og Þýskaland 2-2 jafntefli í hörkuleik.

Staðan var markalaus í hálfleik en seinni hálfleikur var mjög fjörugur. Oribe Peralta kom Mexíkóum yfir á 52. mínútu með skalla eftir hornspyrnu en sex mínútum síðar jafnaði Serge Gnabry, fyrrverandi leikmaður Arsenal, metin.

Mexíkó náði forystunni á nýjan leik þegar Rodolfo Pizarro skoraði á 63. mínútu en Matias Ginter, leikmaður Borussia Dortmund, jafnaði öðru sinni stundarfjórðungi síðar og tryggði Þjóðverjum stig.

Í D-riðlinum eru Hondúras og Portúgal með þrjú stig eftir góða sigra í dag.

Hondúrar unnu 3-2 sigur á Alsír og Portúgalar báru sigurorð af Argentínu með tveimur mörkum gegn engu. Goncalo Paciencia og Pite skoruðu mörk Portúgals í seinni hálfleik.

Mexíkó 1-0 Þýskaland Mexíkó 1-1 Þýskaland Mexíkó 2-1 Þýskaland Mexíkó 2-2 Þýskaland Mörkin úr leik Hondúras og Alsír



Fleiri fréttir

Sjá meira


×